Hvað ef! Jón Gnarr?

 

Ísland er fámennt og vopnalaut land.  Hvað er hópur íslendinga tæki nú völdin með vopnum.  Á þá engin að koma okkur til hjálpar, þar sem þetta væri innanríkismál Íslending og hjálpin yrði að koma frá her einhvers lands.  Er Jón Gnarr nokkuð hræsnari.

Það eru allir heilvita menn á mótir stríði.  Vandinn er að það eru ekki allir heilvita


mbl.is Á móti hernaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað ef þessi hópur Íslendinga hefði göfugan málstað og vildi með fulltyngi þjóðarinnar binda endi á ógnastjórn? Ætti þá erlendur her að tryggja að sú stjórn sæti áfram?

Það væri t.d. ekki vanþörf á slíkri uppreisn nú.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 11:57

2 identicon

@Jón Steinar Ragnarsson

Ert þú virkilega að kynda undir vopnaðri uppreisn hér á landi? Ef ég hef ekki rangt fyrir mér, þá held ég að það sé ólöglegt og þessi ríkisstjórn hefur sýnt að hún er óhrædd við að kæra fólk af minnsta tilefni.

Geir Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 12:18

3 identicon

Hvað ef þýsku herskipin snúa nú byssunum sínum að austurvelli og skjóta, og fámennt herlið þeirra tekur völdin svona eins og Haraldur Hundadagakonungur? Er því Jón Gnarr nokkuð hræsnari að vera á móti komu þeirra?

Nei, ég bara spyr, þar sem þetta er sirka jafn langsótt vangavelta.

R (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 12:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Andaðu í bréfpoka og lestu aftur Geir. Prófaðu svo að halda þig við efni þessa skringilega bloggs.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 12:28

5 identicon

eigum við ekki að hafa Harald hárfagran og Jörund hundadagakonung

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 12:34

6 identicon

Ég sé ekkert að því að fá Þjóðverja eða þá aðrar vinaþjóðir hingað í heimsókn, og nei, ég er ekkert sérstaklega hlynntur aðild að ES þó svo mig líki við bandamenn okkar.

Við getum vel verið á móti "hernaðarbrölti," en myndum við kvarta mikið ef t.d. þessi þyrla þeirra yrði mögulega notuð við björgun íslenskra sjómanna, eða í öðrum aðstoðarhlutverkum? Að auki munu vera þarna þrjú skip fullmönnuð fólki sem er þjálfað í að bregðast skjótt við skipunum og aðstæðum sem ekki aðeins tengjast hernaði.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 14:53

7 identicon

Djók. Ég ætlaði vitaskuld að skrifa Jörundur en ekki Harald.

En til að afbyggja rökin hans brynjólfs þá þarf maður ekki sjálfkrafa að vera á móti notkun hernaðartóla við björgun þó maður sé á móti tólunum sem slíkum. Ríkjum er í sjálfsvald sett hvort þau smíði skip í björtum litum útbúinn tólum sem nota má í björgun og manni þau þjálfuðu björgunarfólki eða hvort þó máli skipin sín grá útbúi þau byssum og fylli þau af hermönnum sem hafa fengið þjálfun í að skjóta fólk. Þýsk hernaðaryfirvöld hefðu alveg getað sent hingað björgunarskip til að monnta sig. En þau sendu hingað herskip. Á þessu er munur. Skipverjar fá fullt lof fyrir ef þeir munu aðstoða við sjávarháska, sama hvaða tól þeir nota til þess. En hernaðaryfirvöld fá alltaf diss fyrir að hafa sent hingað hernaðartól þegar þeir hefðu getað notað sömu orku og pening til að senda hingað björgunartól.

R (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 17:26

8 identicon

Já já herra "R," ef bara allir gætu einbeitt sér að því að smíða einungis björgunartól. Veröldin sem mannskepnan hefur búið sér til einfaldlega leyfir slíkt ekki, því miður.

Brynjar Björnsson aka Brynjólfur (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 20:18

9 identicon

Sem síðbúin viðbót, þá vil ég benda á að ég virði alveg stöðu Gnarrs, og náttúrulega er þessi þörf fyrir hervaldi einungis partur af heimsku mannsins. Punkturinn minn varðar einungis kurteisi, þ.e. jafnvel þótt þetta séu herskip, þá þýðir það ekki að ekki sé hægt að taka á móti þeim með gestristni, og ofanálagað styrkir vera þeirra einmitt bæði landhelgisgæsluna okkar (hverra skip eru einmitt máluð grá og eru vopnum búin)og getu til að bregðast við slysum.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband