Hækkum persónuafsláttinn um 25.000 kr á mánuði !



Hækkun presónuafsláttar um 25.000 kr á mánuði samsvarar 300.000 kr aukningu á ráðstöfunartekjum einstaklings eða 600.000 kr á hjón. 

Brjálæði hugsa eflaust margir núna, en er þetta í raun brjálæði?  Hvað gæti þetta þýtt fyrir þjóðfélagið
  • Kaupmáttur myndi stóraukast í þjóðfélaginu og þar með snúningur hjóla atvinnulífsins
  • Ríkið fengi strax stóran hluta af þessari upphæð til baka í formi VSK og annara gjalda
  • Ef fólk getur valið, þá held ég að flestir vilji frekar fá launin greidd með öllum gjöldum og þeim réttindum sem því fylgir, þar með ætti eftirsókn eftir svörtum tekjum að minka. 
  • Það er mikið af fólki í dag sem sér ekki neinn hag í að fara af atvinnuleysisbótum eða örorku, því fjárhagslegur ávinningur er oft mjög takmarkaður. 25.000 kr á mánuði ætti að virka sem hvati til að fara aftur að vinna. (Það er alveg klárt að lang flestir sem eru á bótum hafa ekki um annað að velja, en það vita það líka allir að það er fólk á bótum sem getur vel unnið)
  • Greiðslugeta og greiðsluvilji er orðin mjög takmarkaður hjá mörgum Íslendingum eftir áraraðir af striti upp í ekki neitt, en með þetta mikilli aukningu á ráðstöfunartekjum þá gæti getan og viljinn stór aukist. Það gæti leitt til að minnkandi tekjutaps lánafyrtækja sem myndi skila sér í aukinni skattheimtu ríkisins. 
  • Fyrirtæki og hið opinbera gætu með þessu gert betri samninga um launahækkanir og þar með hefðu þau ekki ástæðu (afsökun) til að hækka verð á vörum og þjónustu, sem síðan færi út í verðbólgu og verðtryggingu
Nú spyr ég aftur. Er þetta í raun brjálæði?  Hvað kosta öll þau loforð sem eru búin að koma frá stjórnmálaflokkunum sem eru núna í framboði? Myndi eitthvað af þessum loforðum virka jafn hratt og þessi hugmynd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband