Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Útskýringar Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga eru nánast kjánalegar

Útskýringar Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga eru nánast kjánalegar. Þeir segja að það ætti að vera öllum ljóst að báðir flokkar væru á móti inngöngu í ESB og þar með væri algjörlega ómögulegt fyrir þá að semja við ESB og þar með þyrfti. T.d. Bjarni Ben ekki að standa við nein loforð

Frá því að Ísland fékk fullt sjálfstæði hafa allar ríkisstjórnir verið myndaðar af tveimur eða fleirum flokkum. Gefum okkur að:

Flokkur 1 hafi a.b og c sem aðal stefnumál samkvæmt samþykkt flokkþings þess flokks.

Flokkur 2 hafi d.e og f sem aðal stefnumál samkvæmt samþykkt flokkþings þess flokks.

Landsfundur flokks 1 hefur lýst því yfir að þeir séu andstæðingar stefnumálum flokks 2 og flokkur 2 hefur sömuleiði lýst því yfir að þeir séu andvígir stefnumálum flokks 1. Flokkur 1 og flokkur 2 mynda síðan ríkisstjórn.  Með rökum Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga þá þurfa flokkarnir síðan ekkert að standa við stofnsáttmálann, því öllum átti að vera ljóst að samkvæmt landsþingi þeirra þá hefðu þeir alltaf verið á móti þessum málum og það væri ekki eðlilegt að að ætlast til að þeir störfuðu heilshugar við mál sem væru gegn samþykkt landsþings


Hvað ætlar þjóðin að láta Ólaf Ragnar Grímsson plata sig lengi.

Hvað ætlar þjóðin að láta Ólaf Ragnar Grímsson plata sig lengi.. Ólafur Ragnar Grímsson kemur fram og lætur þjóðina halda að hann hafi verndað þjóðina frá Icesave og að hann geti haft áhrif á inngöngu í ESB. Fyrir stuttu þá sagði kona við mig að hún væri að hugsa um að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson aftur sem forseta, því hún væri á móti inngöngu í ESB. Það eru gríðarlega margir sem halda að Ólafur Ragnar geti haft áhrif á það hvort Ísland gangi í ESB eða ekki. Það er hinsvegar ekki satt. Hann getur ekki haft nein áhrif og vonandi reynir hann það ekki. Það er algjörlega í höndum Íslensku þjóðarinnar hvort gengir verður inn í ESB. Ef samningum verður lokið þá verður síðasta skrefið alltaf, þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem meirihluti þjóðarinnar ákveður hvort gengið verður inn eða ekki. Forsetinn hefur ekkert með það að gera og það er eingin málskotsréttur sem á við hér. Forsetinn verður að fara eftir vilja meirhluta þjóðarinnar og staðfesta þann vilja.

Ólafur Ragnar bjargaði ekki Íslensku þjóðinni frá Icesave. Hann neitaði að skrifa undir Icesave lögin eftir að 55 þúsund Íslendingar höfðu skrifað nafn sitt á áskorunarlista þar sem farið var fram á að Ólafur Ragnar staðfesti ekki Icesave lögin. Ólafur Ragnar hefur marg sagt sjálfur að hann hafi látið undan þeim gríðarlega þrístingi sem hann varð fyrir. Gott er líka að muna að hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin á þeim forsendum að 22 þúsund Íslendingar hefðu skorað á hann að staðfesta ekki þau lög. Hvað átti hann þá að gera þegar undirskriftirnar voru orðnar 55 þúsund?


Vér mótmælum, vér mótmælum allir!

 

Vér mótmælum, vér mótmælum allir!.  Ein frægast setning nokkurs íslendings.  Þrautsegla þessara manna var upphaf þess að Íslendingar fengu fullt sjálfstæði frá Dönum.  

Erum við ekki afkomendur þessa baráttu fólks? Samt látum við alt yfir okkur ganga í dag.  Stjórnmálamenn, lögfræðinga, bankamenn og fyrirverandi (útrásavíkinga) sem eru enn í stórviðskipum á Íslandi.

Af hverju mótmælum við ekki, af hverju mótmælum við ekki öll.  Einn aðal útrásarvíkingurinn auglýsir nú hversu mikið hans flugfélag kemur með af erlendum gjaldeyrir inn í landið.  Hann ætti ekki að tala um hversu mikið hann skaffar Íslensku þjóðin, heldur hversu mikið hann ætlar að skila til Íslensku þjóðarinnar.

Ég hef ekki hitt eina einustu manneskju sem er tilbúin að verja hin svokölluðu útrásavíkinga (útrásavitleysingja)  Allir tala um að vonandi náist í eitthvað af þessum peningum sem þeir virðast hafa stungið undan og allir vona að það sannist nægilegir glæpir á þá þannig að þeir verði dæmdir í fangelsi.  En samt þá höldum við áfram að versla við þá og skapa ný auðæfi fyrir þá.  Höfum við afkomendurnir ekkert stolt og sjálfsvirðingu þeirra sem þorðu að mótmæla Dönum.  Við þurfum ekki að versla við þessa útrásarvitleysingja.  Við þurfum ekki að versla við 365 miðla, við þurfum ekki að versla við 101 Hótel.  Það væru bestu mótmælin.  Ekki versla við útrásarvitleysingjana og ef við erum ekki sátt við stjórnvöld. 

"Þá mótmælum við öll"

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband