„Þau augnablik koma upp þar sem mér líður þannig að ég spyr mig hvern fjárann ég var að hugsa. Ég þarf að koma mér í burtu,“ sagði Jón um þær stundir þegar efinn sækir hann heim.

 

Hvernig heldur þú Jón Gnarr að kjósendum í Reykjavík líði.  Það eru ansi margir sem spyrja sig; "Hvern fjandann var ég að hugsa þegar ég kaus Jón Gnarr.  Við verðum að koma honum burt"


mbl.is Jón Gnarr: Evran ekki svöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst nú bara frekar friðvænlegt í borginni eftir að Jón tók við henni, fyrir utan spuna og æsifréttamennsku andstæðinga út af hverju smáatriði. Menn muna greinilega ekki yfir þröskuld hér á landi. Ef menn reyndu, þá ryfjuðust upp spillingarmál og sjálftaka, Eykt, Rei, geysir green og svo allar hallarbyltingar auðrónanna, hnídfasettin margfrægu og alger upplausn. Sakna menn þess tíma?

Jón er einmitt að taka til eftir það svínarí allt og það er ekki von að það sé vinsælt að þurfa að borga það sem stolið var og sólundað í tíð fyrri stjórna. 

Ég er allavega rórri með hann þarna inni, heiðarlegan og ærlegan dreng í stað þeirra glæpamanna, sem höfðu rænt þar völdum. Þessi áróður gegn honum er svo brjóstumkennanlega örvæntur og ósanngjarn að það hálfa væri nóg.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2011 kl. 18:41

2 identicon

Jón Steinar, mikið rosalega er gaman að vera sammála fólki.

Tek undir hvert einasta orð hjá þér :)

Hörður Ágústsson (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 20:50

3 identicon

Mikið verður gaman þegar augu almennigs opnast fyrir því að Jón Gnarr er ekki fyndið grín, heldur hlægilegt. Það  eru margir borgarbúar sem hundskammast sín fyrir þetta fyrirbæri sem borgarstjóra. Það hef ég sannreynt að margir kjósendur hafa verið að hugsa einmitt það sem sagt er hér að ofan: "Hvern fjandann var ég að hugsa þegar ég kaus Jón Gnarr.  Við verðum að koma honum burt". Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 21:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðlaugur: Ég skammaðist mín miklu meira fyrir Hönnu Birnu. Og Ingibjörgu Sólrúnu. Í rauninn höfum við ekki haft almennilegan borgarstjóra frá því að D...

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2011 kl. 00:33

5 identicon

Ruglið í þér maður. Maðurinn hefur verið í afvötnun, er búinn að losa sig við heilaþvottinn í Degi og hinum plebbunum sem slefa fyrir innantómum skriffinnskubáknum, og er orðinn hann sjálfur, frjáls, cool, og á réttri bylgjulengd. Meira svona, og ég skal kjósa hann. Ég kýs bara MENN, ekki mýs. Það verður gaman að sjá Jón gera það sem hann var í raun kallaður til að gera.

Sigurður (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 01:04

6 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Ég er því miður sammála ofangreindu um spillingu og gagnsleysi stjórnenda í forveru Jóns Gnarr.  Það eitt að hér á Íslandi hafi farið af stað ótrúleg og ógeðsleg spilling af svokölluðum "ofurbankamönnum", "ofurviðskiptajöfrum", ofurútrásarvíkingum" og "ofurstjórnmálamönnum" sem hafa- og eru Íslensku þjóðinni til skammar gefur ekki Jóni Gnarr til að vera okkur til skammar líka.  Þegar Jón Gnarr fer í viðtöl erlendis, þá fer hann sem borgarstjóri höfuðborgar Íslands

V.M.V. (Vitleysingar Með Völd) hafa farið mjög illa með Ísland í fortíðinni og eru að gera enn

Jón Páll Haraldsson, 19.5.2011 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband