4.10.2011 | 18:05
VMV. VITLEYSINGJAR MEÐ VÖLD
Af hverju í ósköpunum má ekki sjá hvað mun standa til boða? Við hvað eru þau hrædd?
Vilja atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2011 | 18:05
Af hverju í ósköpunum má ekki sjá hvað mun standa til boða? Við hvað eru þau hrædd?
Vilja atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri ekkert að því Jón Páll.
En af hverju þarf að aðlaga allt meðan við "sjáum hvað er í boði"
Af hverju er ekki bara hægt að setja fram hvað er í boði án þess að breyta regluverki og lögum.
Það er það sem er að þessu umsóknarferli !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 18:19
Vegna þess að vitað er fyrirfram hvað fylgir ESB pakka afsal fullveldis og yfirráðum yfir auðlindum landsins atvinnuleysi og spillingu við höfum fengið smörþefinn af stjórnarháttum evrópuelítunar en eins og allir sjá þessa dagana er þeirri Íslensku stjórnað þaðan.Evrópusambandið ágirnist auðlindir Íslands
af þeirri ástæðu gerðu þeir út efnahagsböðla hér til að gera Ísland að auðveldari bráð fyrir ESB
Örn Ægir (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 18:20
Þú getur lesið regluverk ESB á netinu, þá veistu hvað er í pakkanum.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2011 kl. 18:50
Það sem ég aftur á móti skil ekki er af hverju ég má ekki kynna mér þetta á mínum forsendum og skoða þann samning sem um verður samið, sjá þær sérlausnir sem verða gerðar fyrir Ísland eða ekki. Ákveða svo út frá mínum forsendum hvort að þetta sé fyrir mig eða ekki. Ps Öll aðlögun frá Íslenskum kerfum er sem guðsgjöf.
Símon (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 20:36
Okkur var meinað að kjósa áður en sótt var um, Jón Páll, það var nú allt lýðræðið sem E-sambandssinnarnir þykjast núna vilja.
Pokinn sem Jón Páll og Símon vilja kíkja í væri galtómur nema minnst 90 þúsund blaðsíður af erlendum lögum erlends valds sem mun alltaf fara með æðsta valdið og þá getur hver og einn skilið hvað sérlausnir eins og Símon talar um væru ótryggar. Það felst í orðunum æðsta vald að við værum ekki lengur með forræði yfir okkar málum.
Elle_, 5.10.2011 kl. 12:12
Það er ekki nokkurt réttlæti í því að neita þjóðinni um að kjósa um ESB-aðlögunina, sem ekki er mögulegt að bakka út úr eftir aðlögun, og kostar lífsbjargar-krónur, sem gætu bjargað heimilum og lífsskilyrðum almennings á Íslandi!
Það er algjört ábyrgðarleysi að halda þessum ESB-aðlögunarviðræðum áfram á þessum tímapunkti.
Þeir sem eru svo frakkir að fullyrða, að ósannað björgunar-ágæti ESB-aðlögunarinnar gefi almenningi á Íslandi mannsæmandi líf, vita ekki hvað þeir eru að tala um.
Þessi ESB-aðlögun snýst um hagsmuni almennings á Íslandi, en ekki hagsmuni áróðurspenna, sem vita ekki hvað þeir eru að tala um í sínum áróðurspistlum ESB-fjölmiðlanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2011 kl. 13:05
Jón Pállll. Setur þú bíl þinn eða hús á sölu bara til þess að sjá án þess að ætla þér að selja. Setur þú land og þjóð annar í söluferli til þess að gera hið sama.
Ég er því miður ekki með svona brenglaða hugmyndafræði. Ég vil ekki svona brölt með land sem við höfum átt ý yfir 1000 ár og er ætlað afkomendum okkar. Vilt þú það??? Ég vill kjósa strax.
Valdimar Samúelsson, 5.10.2011 kl. 15:28
Þjóðir heims hafa reynt að byggja sín hagkerfi með háum tollum á öllum innfluttum vörum, en áttuðu sig síðan á því að tollar voru yfirleitt tvístefnugata sem bitnaði þá á útflutningsvörum þjóða og fóru þjóðir þá að byggja tollabandalög og niðurfellingu á tollflokkum. Ef við viljum loka á umheiminn, þá gæti verið lokað á okkur.
Erum við svo ánægð með stjórnendur okkar, að við treystum eingöngu þeim og engum öðrum. Ég sé því miður ekki að okkar stjórnendur hafi staðið sig vel. Við erum búin að fara í gegnum verðbólgu tíma þar sem sparifé einstaklinga gufaði upp. Hér er traðkað á rétt einstakling og verðtryggingu haldi við til að vernda Íslenska Banka gegn vitlausum ákvörðum stjórnenda Bankana og Stjórnmálamanna. Ef þeir gera vitleysu, þá fer afleiðingin beint á húsnæðis skuldir þjóðarinnar.
Treystum við útvegsmönnum fyrir auði þjóðarinnar í sjó. Einstaklingar sem braska með eign þjóðarinnar, sem hafa fengi griðalegar greiðslur fyrir það eitt að hafa rétt til að veiða ákveðin fisk. Sumir þeirra hafa veðsett kvóta sína til að taka lán fyrir erlendum fjárfestingar. Peningar sem voru teknir úr landi.
Valdimar! Ég þarf ekki að selja húsið mitt, þótt ég skrái það hjá fasteignasala. Ef ég fæ tilboð, þá er ég frjáls til að meta það, hvort mér finnst það gott, eða ekki. Þú virðist líta þannig á að mann fjandinn ætli að hirða af þér húsið, við það eitt að hann geri þér kauptilboð
Síðan 1944, þá hefur þjóðin misst allt sitt sparifé í þrígang. Já þeir eru klárir okkar stjórnmálamenn
Jón Páll Haraldsson, 5.10.2011 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.