Hver tekur of mikið til sín?


Ég er sammála því að áfengisskattur er kominn langt yfir þolmörk, en það er ekki bara ríkissjóður sem er að ganga af göflunum. Fyrr í dag keypti ég 1/2 ltr af Kristal sem er Íslenskt kolsýrt vatn. Flaskan kostaði 250 kr. Síðan fór ég í vínbúð og þar keypti ég Fosters bjór í 1/2 lítra dós á 245 kr. Semsagt. 1/2 ltr af Fosters bjór var 5 kr ódýrari en 1/2 líter af íslensku vatni. Ég er ansi hræddur um að þótt Ríkissjóður mundi lækka áfengisskattinn, þá tæki Ölgerðin það bara til sín
mbl.is Ríkið hirðir 90% af Tindavodka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerir Ölgerðin það þegar a-o kaupir pilsner í Bónus á 70-80 krónur?

Nei.

Raunin er aftur á móti sú að ríkið (Seingrímur og co) hirða s.s. rest.

http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.aspx/tabid-54?productID=11697

219-79= 140.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 19:40

2 identicon

Hálfs líters dós af Egils Gull væri á rúman hundraðkall ef að ekki væri skattur á henni.  Hún kostar rúmar 80 krónur þegar hún er komin á vörubretti á gólfinu hjá Egils.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 22:50

3 identicon

þegar ég vann hjá fríhöfninni fyrir nokkrum árum

keypti ríkið vodkaflöskuna erlendis frá , á sirka 150-200 kr.

(influtt til landsins og allt (með innflutningskostnaði s.s)

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband