Er þetta nokkuð rasismi ?


Er þetta nokkuð rasismi ? Nær öll umræða hefur gengið út á að maðurinn er frá Kína og hann sé hluti af Kínversku samsæri þar sem þeir ætli sér ýmsa slæma hluti á Íslandi.
mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægður með Ögmund, ég stólaði á hann í þessu máli og hann brást ekki!!!

Bjössi (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 15:01

2 identicon

Fyrst og fremst eru þetta bara landslög. Það er verið að fara eftir þeim og ákveðið að veita ekki undanþágu.

Ef hér hefði tíðkast að veita t.d. norðurlandabúum undanþágur frá þessum lögum þá myndi ég fallast á að kalla þetta rasisma. En þar sem það eru ekki slík fordæmi fyrir svona undanþágum þá get ég ekki séð neitt annað í þessu en að hér er einfaldlega verið að fara eftir landslögum.

Hins vegar má alveg færa rök fyrir því að í umræðunni hafi gætt rasisma.

Mitt sjónarmið er að þarna sé á ferðinni eign sem erfitt er að verðmeta því hún ber mikið framtíðarverðmæti en lítið skammtíma hagnýtingargildi. Og persónulega finnst mér verðið sem verið er að bjóða þarna smánarlega lágt (~30þús/hektara) og ekki því tilefni til að hafa af þessu miklar áhyggjur.

Huang er væntanlega frjálst að leigja landið af núverandi ábúendum. Og á leigutímanum gæti hann meira að segja geta gerst ríkisborgari og leyst þannig þessa klípu sem hann er í án þess að fá ráðherra til að undanskylja sig lögum.

gummih (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 15:01

3 identicon

Nei þetta er nú bara skynsemi. Sem er svosem ekki í miklu framboði annars í þessari ríkistjórn.

NN (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 16:38

4 identicon

Ekki beint rasismi. Íslendingar eru bara yfir sig hræddir við alla útlendinga. Allir útlendingar eru þjófar, ræningjar og glæpamenn sem hafa aðeins áhuga á að féfletta saklausa Íslendinga. Þá er sama hverjir þeir eru, Kanadískt olíufélag, Þýsk byggingavöruverslun, Bandarískt fyrirtæki í endurvinnanlegri orku, Svissneskt álfyrirtæki o.s.frv. Allir útlendingar eru hættulegir og ættu ekki að fá að kaupa neitt á Íslandi. Og ef þeir vilja vera með einhverja starfsemi þá verða þeir að borga skatta sem útiloka alla möguleika á að þeir hafi einhvern hagnað. Við eigum þetta jú allt og aðeins við eigum að hagnast.

Það er nokkuð til í gamla málshættinum; Þjófar eru manna þjófhræddastir.

sigkja (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband