Hver má eiga hvað?

Hver má eiga hvað?

Hverju breytir það í raun hver á hvað? Er einhver munur á því hvort; Íslendingur, Dani, Svisslendingur, Kínverji, eða Indverji sem er búinn að búa nægilega lengi á Íslandi til að vera Íslenskur ríkisborgari. Höfum við séð það í bankahruninu og eftirmálum bankahrunsins að Íslendingar hugsi betur um Íslendinga. Voru útrásarvíkingarnir að hugsa um hag þjóðarinnar, eru Íslensku bankarnir að hugsa um hag einstaka Íslendinga þegar þeir veita lán á ákveðnum forsendum sem síðan breytast vegna glannagangs banka barnana. Þá koma þessi sömu bankabörn og hirða eigni fólks sem hafði treyst þeim þegar það tók lán hjá þeim.

Það verða allir að fara að landslögum, hvaðan sem þeir koma. Við þurfum ekki að óttast að allir sem vilja fjárfesta á Íslandi séu að gera það til að féfletta Ísland. Laugin eiga að vera það skýr að það fari ekki milli mála, hvað má eða ekki. Náttúruauðæfi eiga að vera sameign þjóðarinnar í öllu falli og þá er ekki spurning um einstaklinginn, hvaðan sem hann er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfsagt er ég ekki nógu greindur til að skilja þetta, en mér fannst einhvernveginn að spurningin snerist um hvað einstaklingar megi eiga og hvað samfélagið, þjóðin megi eiga sem slík. Ég hef skilið Ögmund á þann veg, að hann vilji skilgreina auðlindir sem þjóðareign og undanskilja þær við sölu á lóðum, heilum jarðeignum etc. Reyndar held ég að þetta sé nokkuð seint í rass gripið, því íhald og framsókn hafa ekki kært sig um þjóðareign auðlinda, sbr. fiskinn á miðunum.

Bergur (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband