Ótrúlega klárt hjá Ólafi með stuðningi Ástþórs og Herdísar

Það hefur virkað ótrúlega vel að kalla Þóru ýmsum nöfnum þar sem hún er tengd við fjölmiðla. Með því þá hafa andstæðingar hennar dregið úr gagnrýni fjölmiðla á Ólaf, þar sem þeir óttast þá að vera kallaðir vinir Þóru.

Margir Íslendingar eru mjög gjarnir að mynda sínar skoðanir á tilfinningum sínum frekar en á gagnrýnni hugsun.

Árið 1989 gerði þáverandi fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson samning við kennara eftir langvarandi verkfall. Þessi samningur var talinn mjög góður fyrir kennara og átti að vera veruleg leiðrétting á þeirra kjörum. Nokkrum mánuðum síðar voru gerði samningar við ASÍ og strax eftir að þeir samningar voru gerðir þá fór af stað orðrómur um að Ólafur Ragnar Grímsson hafi til að greiða fyrir samningum við ASÍ lofað að standa ekki við áður gerðan samning við kennara. Ólafur þvertók fyrir þennan orðróm, en vitið hvað? Vorið 1990 þegar samningurinn við kennara átti að taka gildi þá voru sett neyðarlög gegn þeim samningi

Ólafi Ragnari var boðið sem forseta Íslands í brúðkaup krónprins Danmerkur. Honum var tjáð að hann mætti ekki taka Dorrit með sér þar sem þau voru hvorki trúlofuð né gift. Ólafur mætti ekki fyrir hönd Íslands

Ólafi Ragnari var boðið sem forseta Íslands í brúðkaup yngri prinsins í Danmörku. Hann mætti ekki, en sendi unnustu sína í staðin sem fulltrúa Íslands.

Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir svokölluð fjölmiðlalög. Hanns útskýring var að það hefði myndast breið gátt á milli Alþingis og þjóðar og vitnaði þar í 22.000 undirskriftir þar sem skorað var hann á að neita að staðfesta þessi lög. Hann taldi sig ekki vanhæfan þrátt fyrir þekkta afstöðu hanns gagnvart Davíð Oddssyni sem Ólafur hafði sagt að væri með "skítlegt eðli" Einnig taldi hann sig ekki vanhæfan þrátt fyrir að önnur dóttir hanns vann á þeim tíma hjá Baugi og hin hjá 365 miðlum

Ólafur Ragnar sagðist ekki hafa þegið neina greiða frá svokölluðum útrásarvíkingum en síðan kom í ljós að hann hafði flogið með þeim í einkaþotum þeirra 9 sinnum

You ain't seen nothing yet! Sagði Ólafur í einni ræðu sinni þegar hann var að hampa Íslenskum útrásarvíkingum. Það var reyndar rétt. Þeir settu heila þjóð á hausinn.

Árið 2004 þá gáfu 2 einstaklingar kost á sér gegn Ólafi Ragnari. Þetta voru ekki sterkir einstaklingar og má kannski að hluta til útskýra mjög lélega þáttöku í kosningunum þar sem rúmlega helmingur atkvæðisbærra einstaklingar kusu. 20% skiluðu auðu, en Ólafur fékk ekki nema 67% atkvæða þeirra sem kusu. Naut semsagt ekki mikils stuðnings þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar samþykkti fyrsta Icesave samning, en neitaði að skrifa undir næsta Icesave samning eftir að hafa fengið 55.000 undirskiftir sem skorðu á hann að neita að samþykkja samninginn. (munið 22.000 yfirskriftir gegn fjölmiðlafrumvarpinu) Nú er honum þakkað fyrir að hafa neitað að skrifa undir, en ekki þeim 55.000 sem skoruðu á hann að neita að skrifa undir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög meitlaður og sterkur pistill. Hefur sennilega verið lengi að setja þetta saman, enda úrdráttur úr afkaplega löngum ferli Ólafs.

Þetta teljast vera 8 alvarlegar athugasemdir.

Sú fyrsta er náttúrulega dæmi um skelfilega pólitík, og mér dettur ekki í hug annað, en að þínar skýringar með tilvísun í orðróm, sé fullkomlega sannur og óhlutdrægur.

Númr tvö og þrjú eru að sönnu miklu alvarlegri. Það er skandall að forseti mæti ekki í kongabrúðkaup. Eitthvað sem Þóra Arnórsdóttir lætur sig örugglega ekki henda.

Númer fjögur, um vanhæfi Ólafs er ágæt ádrepa á forseta, að skrifa eða skrifa ekki undir lög vegna vanhæfis. Hefði átt að kalla til varaforseta. Sem er hver?

Númer fimm, að húkka sér far, er eitthvað sem er fullkomið dæmi um óþokkaskap Ólafs. Þó virðist þjóðin hafa fyrirgefið honum húkkið. Sennilega af því að ríkissjóður þurfti ekki að punga út flugmiðum.

Númer sex er sennilega verra en allt hitt til samans. Ólafi til varnar, þá skilgreinist aðstoð við utanríkisverslu, eða öllu heldur sölumennska, sem hluti af starfsskyldum allra þeirra sem gegna sambærilegum störfum, um allan heim. Sem og sú heilaga skylda að mæta í kóngabrúðkaup.

Númer sjö er kannski ekki ábyrgð Ólafs, þó svo að eðlilega sárni þér að hann skuli ekki hafa trekkt betur í kjörklefana.

Þú geymir rúsínuna alvega til enda. Óforskammað að Ólafur skuli fá hrós, sem á að sönnu að renna til 55.000 einstaklinga. Gott væri ef þú gætir bent á góða leið til að koma í veg fyrir að Ólafi sé hrósað, óverðugum. Lagasetning?

Ég fell ekki í þá gryfja að hrósa ekki þeim sem hrós á skilið, og hrósa þér í hástert fyrir beitta ádeilu á Ólaf, sem skilar Þóru alveg örugglega heim á Bessastaði.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband