Það "eiga" allir að skilja það að kú sem ekki fær hey, mjólkar ekki

Ríksstjórning áformar að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%

Það "eiga" allir að skilja það að kú sem ekki fær hey, mjólkar ekki. Það er alveg endalaust sem þessi ríkisstjórn ætlar að mjólka án þess að fóðra. Nú hefur orðið verulega mikil aukning á komu erlendra ferðamanna til Íslands. Stór liður í þessari aukningu er lágt gengi Íslensku krónunnar og mikið af þeim ferðamönnum sem eru að koma núna kæmu ekki ef gengið væri ekki þeim svona hagstætt. Nú hefur gengið í krónunni verið að styrkjast (mikið til vegna erlendra ferðamanna) og það mun leiða til hækkandi kostnaðar við að koma til Íslands og ef ríkisstjórnin ætlar síðan að leiða til rúmlega 17% hækkunar á gistingu, þá dregst ferðaþjónustan til baka til fyrri stöðu og ef það gerist þá fækkar störfum sem leiða til aukinna útgjalda til atvinnuleysisbóta í stað tekjuskatts sem kæmu af launum. Heldur þetta fólk virkilega að rakvélablað hafi bara tvær hliðar. Þau verða að fara að skilja að allar aðgerðir hafa afleiðingar, ja, afleiðingar í fleirtölu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er hægt að reyna að mjólka sveltandi kú, en það er kallað að blóðmjólka, og er ekki hægt að mæla með slíkri meðferð.

Ferðaþjónusta er gjaldeyrisskapandi, og ekki getur verið árangursrík hagfræði að kæfa hana í fæðingu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.8.2012 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband