5.10.2012 | 16:10
VMV. Vitleysingar með völd!
Hvaða ferðamenn eyða mestum pening á Íslandi?
Ferðamenn sem koma til landsins og ferðast á bílaleigu bíl eru án efa þeir ferðamenn sem eyða mestum pening á 'Islandi. Þeir eru ekki með 15-30% afslætti á veitinga- og gististöðum, þannig að þeir borga yfirleitt fullt verð. Það er mikið af ferðamönnum sem skilja mjög lítinn pening eftir á Íslandi; ferðamenn sem koma jafnvel á eigin húsbíl með fullan tank af eldsneyti og mat. Ísland er nú þegar eitt dýrasta land í heimi til að leigja bíl og er það mikið tilkomið vegna þess hvað aðal ferðamannatíminn er stuttur. Stjórnmálamenn virðast ekki gera sér grein fyrir því að mjög stór liður í aukningu á ferðamönnum sem koma til Íslands er vegna þess að lága gengi krónunnar gerir fólki kleyft að koma til Íslands. Fólki sem taldi sig ekki hafa efni á að koma þegar krónan var 2 sinnum sterkari. Það gæti kostað mun meira í töpuðum tekjum heldur en sá ávinningur sem ríkið telur sig fá með þessum hækkunum á bílaleigubílum og gistingum. Í Bamdaríkjunum var í tveimur borgum settur á sérstakur skattur á skemmtiferðaskip. Þetta voru borgir sem voru mjög vinsælir áfangastaðir og nú kemur ekki eitt einasta skip til þessara borga. Þeir ferðamenn sem koma til Íslands koma því þeir vija koma en ekki vegna þess að þeir verði að koma
Ísland verðlagt úr úr kortunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
í stað þess að leyfa þessari grein að þróast og vaxa er
hún kæfð í fæðingu með þessum skatti. Allar þjóðir
í ferðamannaiðnaði eru með 7% skatt eða þar um kring,
engin hefur farið þá leið að kýla hann upp í 25%, nema
kannski Danir en hver var afleiðingin? Ferðaþjónustan
hvarf eins og dögg fyrir sólu, það er ekki sniðugt
í einni verstu kreppu íslandssögunnar
kalli (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.