"Feminista rugl og væl"


Ég á tvíbura, stelpu og strák. Þegar þau voru 8 mánaða, þá var leikurinn hjá dóttur minni að gefa dúkkunum sínum pela á meðan bróðir hennar notað dúkkurnar sem hamar í anda Bam Bam. Fyrstu árin voru þau með eitt leikherbergi það sem þau höfðu sameignlegt dót, þar með dúkkukerrur, sem dóttir mín notaði til að fara með dúkkurnar sínar í gönguferð en sonur minn notaði sína til að finna drullupolla og moldarflög til að fara í torfærur með kerruna sína. Ég ferðaðist frekar oft til útland á þessu tíma og í einni ferðinni þegar þau voru um 4 ára þá keypti ég fjarstýrða gröfu fyrir strákinn og dúkku og föt fyrir stelpuna. Þegar dóttir mín sá gröfuna sem bróðir hennar fékk þá horfði hún á mig og spurði. "Fæ ég ekki gröfu af því að ég er stelpa"? Þetta er ein vesta upplifun sem ég hef orðið fyrir á æfinni og fékk dóttir mín eins bíla og bróðir hennar eftir næstu tvær ferðir sem ég fór. Ég held að ég geti fullyrt að þeir tveir bílar sem hún fékk voru notaðir samtals í innanvið 30 mínútur og standa núna glansandir við hliðina á dúkkunum sem hún hætti að leika sér með á svipuðum tíma. Dóttir mín hefur farið í gegn um sín litaval og bleiki tíminn var þarna mjög sterkur á tímabili hann hefur síðan farið og komið. Bróðir hennar hikar ekki heldur við þá liti sem honum líkar og þar með bleikt. Hann er 15 ára í dag og á bæði bleika skyrtu og peysu. Ég tel mig eiga 3 mjög vel lukkuð börn í dag (þau eiga stóra bróðir) og ég óttast ekki á nokkurn hátt að þau eigi eftir að velja sér framtíðarstörf vegna einhverrar "kynjamynd" sem sé haldið að þeim daglega. Þau eiga eftir að fylgja sínu áhugasviði sem er reyndar enn að mótast. Ég er fæddur 1958 átta og var alinn upp við þessu hræðilegu bækur, jólalög og annað í þjóðfélaginu sem átti að eyðileggja ímynd stúlkna og kvenna. Það er ég sem elda flesta daga á mínu heimili. Ég hugsaði um tvíburana í eitt ár á meðan móðir þeirra fór í mastersnám til útlanda og konan mín þénar mun meira en ég, þrátt fyrir að við skildum bæði hafa þurft að upplifa þessa hræðilegur fortíð (sem var jú bara barn síns tíma)

Mest allt af þessu "feminista" tali í dag er nánast skammalegt kjaftæði (afsakið orðbragðið) Konur á Íslandi geta alveg séð um sig sjálfar og komið sér upp metorðastigann ef þeim þóknast svo. Hér eru konur forstjórar sumum af stærstu fyrirækjum landsins, Hér er kona forsætisráðherra og hér hefur kona verið Forseti. það eina sem ég tel að sé óásættanlegt að það sé kynjabundin launamunur

Það á að virðia alla fyrir það sem þeir eru en ekki fyrir hvað þeir eru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband