Hvað eða hverja er fólk að kjósa í prófkjörum?

Það er talsvert merkilegt hvernig fólk sem hefur verið talsvert sýnilegt í sjónvarpi eins og t.d. fráttaþulir virðist eiga auðvelt að ná góðu kjöri þegar það gefur kost á sér í fyrsta skiptið í prófkjöri. Það hefur stundum ekkert nýtt fram að færa og hefur varla komið sínum sjónarmiðum á framfæri en er samt kosið. Er fólk sem er að kjósa í prófkjörunum ekki að kynna sér frambjóðendur. Er það að mæta á kjörstað til að kjósa "sinn" frambjóðenda og velur síðan þau nöfn sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Tökum t.d. Prófkjör Sjálfstæðismanna núna um helgina. Þar átti að velja sjö frambjóðendur og Elín Hirst fær nokkuð gott kjör og gæti komist á þing á næsta ári. Hvað hafði hún fram að færa? Ég sá ekki neitt hjá henni. Hún, meira að segja lagði áherslu á að hún ætlar að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en nefndi ekkert hvað hún vill gera fyrir Íslensku þjóðina

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband