Speak for your self


Þessi maður er ekki að tala fyrir mína höng og ég get fullyrt að hann er ekki að tala fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Það voru Íslenskir glæpanenn í Bretlandi og við því þurfti að bregðast. Ég mun hafa slæmar mynningar af Ólafi Ragnari mun lengur en Gordon Brown. Hann getur ekki komið fram fyrir myndavélar áns þess að bulla einhverja vitleysu og aldrei þjóðinni til gagns. Hefur eihver tekið eftir því að honum er aldrei boðið lengur í opinberar heimsóknir í Evrópu nema að "protocol" krefjist þess.
mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hann talar fyrir mína hönd

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2013 kl. 18:39

2 identicon

Hann talar fyrir mína hönd, þess vegna kaus ég hann sem forseta

Árni (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:58

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hann hefur nánast einsamall talað fyrir hönd íslendinga á erlendri grund og gert það vel.

Hann talar fyrir mína hönd.

Jón Á Grétarsson, 23.1.2013 kl. 19:01

4 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Hann talar fyrir mína hönd!

Charles Geir Marinó Stout, 23.1.2013 kl. 19:04

5 identicon

Hann talar fyrir mína hönd!

palmi (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:31

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Herra Ólafur Ragnar Grímsson talar fyrir mína hönd.

Ég hef andstygð á eineiga skoska óvættinum sem var að hefna sín á íslendingum fyrir þorskastríðin með því að setja hryðjuverkalögin á Ísland.

Skömm þín Gordon Brown, mun lifa um aldur og ævi.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 23.1.2013 kl. 19:37

7 identicon

Gordo  stimplaði heila þjóð sem hryðjuverkamenn, fyrir gjörðir nokkurra einstaklinga sem stofnuðu til reikninga sem við, hinir svokölluðu hryðjuverkamenn  vissum ekki einu sinni að væru til. 

Ólafur talar fyrir mína hönd og konunnar

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:38

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

á, nú tek ég innilega undir. Skömm Gordons og Bretlands lifir í minni kynslóð og ég mun kenna barni mínu og vonandi barnabörnum!

Takk Forseti Íslands

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 19:46

9 identicon

Það sem Forsetinn sagði. er einsog talað frá mínu hjarta.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:56

10 identicon

Forsetinn talar kannski ekki fyrir þína hönd Jón Páll, en hann talar fyrir mína hönd og fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar.  Ekki gerir ríkisstjórn Íslands það.

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:59

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Forsetinn talar fyrir mína hönd.

Sérstakur talar (vonandi) við íslensku glæpamennina í Bretlandi.

Kolbrún Hilmars, 23.1.2013 kl. 20:10

12 identicon

Bugta mig fyrir Forseta vorum...

Hann talaði svo sannarlega fyrir mig...  

Hjalmar Jonsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 20:24

13 Smámynd: Mofi

Hann talar fyrir mína hönd!

Mofi, 23.1.2013 kl. 20:37

14 identicon

6. kjörtímabilið er hans ef hann vill....

GB (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 20:54

15 identicon

Hann talar fyrir mína hönd.

Kári (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:34

16 identicon

Mér sýnast áhöld um það Jón Páll, hvort einhver vilji yfirhöfuð tala fyrir þína hönd. Skiljanlega....

Hilmar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:34

17 identicon

Forseti Íslands er orðinn “Dorftrottel” Evrópu.

Menn eru farnir að spila með kallinn.

 

Það verður að taka vegabréfið af honum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:35

18 identicon

Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur fullt og óskorðað umboð að tala fyrir mína hönd hvar og hvenær sem er er varðar þjóðarhagsmuni Íslands! hann er eini embættismaðurinn sem hefur látið sig þetta mál varða meðan hinir hafa stungið höfðnu uppí *ritskoðað* á sér.

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:44

19 identicon

Hann talar fyrir mína hönd!

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:44

20 identicon

Hann talar fyrir mína hönd svo sannarlega.

Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:41

21 identicon

Hann talar svo sannarlega fyrir mína hönd forsetinn.

Karl Àsgeirsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:43

22 identicon

Hann talar fyrir mína hönd.

Hjörtur Grétarsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:53

23 identicon

Hann talar fyrir mína hönd.

Markús Ómarsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:56

24 identicon

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson talaði svo sannarlega fyrir mína hönd, og minna. Hafi hann þökk fyrir.

Guðmundur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 23:16

25 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Þetta er alveg stór furðulegt. Stjórnendur bankann og bankabörnin voru að setja Íslensku bankanna á hausinn og voru farinn að flytja peninga frá Bretlandi. Íslensk stjórnvöld gerðu ekkert til að stoppa það sem var að gerast og neituðu að þiggja aðstoð Breta. Bretar nýttu sér lög sem voru hraðvirkust til að stöðva fjármagnsflutningana og sumir Íslendingar með Ólafi eru alveg brjálaðir, en á sama tíma, þá finnst sömu aðilum í lagi að Íslendingar settu neyðarlög til að koma í veg fyrir að kröfuhafar og innistæðu eigendur gætu náð sínum peningum. Ef þetta er ekki tvískinnungsháttur og hræsni, þá veit ég ekki hvað það er

Jón Páll Haraldsson, 23.1.2013 kl. 23:52

26 identicon

Hann talar fyrr mína hönd. Brown er litur á skít. Hann hefði mátt nefna það líka

óli (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 00:11

27 identicon

Að vera sett á hryðjuverkarlista var ekkert annað en millileikur fjármálageirans vegna þess að við létum fjármála-fasismann flakka (þó hann hafi lifnað aftur við eftir hrun). Millileikurinn var gerður til að keyra verðgildi eigna niður svo við yrðum auðveldari viðureignar.

Flowell (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 02:15

28 Smámynd: Snorri Hansson

Hann talar svo sannarlega fyrir mína hönd.

Snorri Hansson, 24.1.2013 kl. 05:45

29 identicon

Popúlisminn lengi lifi.

Hann bullar og bullar og "þjóðin" ærist af aðdáun.

Stefán (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 08:37

30 identicon

Hann talar fyrir mína hönd. Ooo-já!

Birgir Finnsson (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 09:14

31 identicon

Hann talar fyrir mína hönd.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 10:22

32 Smámynd: Jóhann Kristinsson

90% af athugasemdum eru á öndverðum meiði við pistilinn þinn Jón Páll.

Gæti verið að þú hafir þetta ekki rétt?

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 12:27

33 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Nei Jóhann, það held ég ekki því ég sagði að hann talar ekki fyrir mína hönd og ég vissi að það væru margir aðrir sem hann talar ekki fyrir. Ég sé ekki hvar ég get haft rangt fyrir mér. Heldur þú kannski að það hafi verið þegar ég sagði að "hann talar ekki fyrir mína hönd"? Ef þú leitar þá getur þú alltaf fundið 90%. Sagði t.d. ekki einn þingmaður nokkuð nýlega að "90% Íslandinga eru fávitar"

Jón Páll Haraldsson, 24.1.2013 kl. 13:52

34 identicon

Talar svo sannarlega fyrir mína hönd eins og tæp 100% athugasamda á þræðinum þínum!(þín innskot ekki meðtalin hér). Nánast eins og þegar "öll" þjóðin hafnaði IceSave í fyrsta sinn.

En, þú hefur svo sannarlega leyfi til að koma skoðun þinni á framfæri eins og við hin, rétt eins og ríkisstjórnin sem barðist fyrir samþykki IceSave 1. En láttu ekki eins og þú verðir hissa við viðbrögðum "atkvæðagreiðslunnar" hérna á þínu svæði eins og ríkisstjórnin þegar 98,4% þjóðarinnar hafði hafnað IceSave1. Sú ríkisstjórn var í bullandi afneitun eins og rúmlega 1% þjóðarinnar hefur sennilega verið á sínum tíma, eins og Steingrímur sagði eftir að niðurstaða IceSave1 var ljós þá var hann bara sprenghissa á hve margir sögðu já! Svartasta afneitun það, en breytir ekki staðreyndum eða niðurstöðum atkvæðagreiðslna.

Karl Snae (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 19:36

35 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Karl, Ég greiddi á móti Icesave og ég var einn af þeim 55 þúsund sem skrifuðu áskorun til Ólafs Ragnars þar sem við skoruðum á hann að samykkja ekki aftur Icesave samning eins og hann gerði með fyrsta og annan Icesave samning. Ólafur Ragnar kynnti sig sem andlegan leiðtoga útrásavíkinganna og einnig sem lærimeistara þeirra. Ólafur kynnti sig í sjálfsæfisögu sinni einnig sem lærimeistara útrásar og einkavæðingu jarðhitaorku. Síðan þegar allt hrinur, þá er hann fyrstur til að hrópa "ekki ég". Já talandi um bull eða "bullandi" eins og þú Karl orðar það

Jón Páll Haraldsson, 24.1.2013 kl. 20:06

36 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki vera svona sár Jón Páll minn þetta fyrnist allt með tímanum hjá þér.

Ég er alveg viss um að Forsetinn hafi ekki haft aðgang að bókhaldinu hjá þeim og honum hefur alltaf fundist að það sé í hans verkahring að prómóta Ísland og íslenzk fyrirtæki.

Ég er alveg viss um að hann hefur ekki haft hugmynd um hvað þessir útrásarvíkingar voru miklir svikahrappar frekar en flestir aðrir í landinu.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 22:04

37 identicon

Gordon Brown svívirti vestræna menningu sem heild, og öll hennar siðferðilegu gildi; frelsi, jafnrétti, bræðralag og umburðarlyndi, þegar hann misnotaði lög sett til varnar henni til að koma höndum yfir bankaglæpamenn af því tagi sem alltaf finnast á öllum tímum um allan heim, og til eru betri og meira viðeigandi lög gegn. Gordon Brown verður aldrei fyrirgefið þetta, nú þegar nýr heimur frelsis rís. Sá sem spottar vestræna menningu með þessu móti, spottar og hæðir blóðfórnir þeirra þúsunda manna sem létu líf sitt með gleði í baráttu við hinn eilífa óvin vestrænnar menningar; ofstækið.

Colomba - The Condor (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 22:23

38 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Jóhann, ég er nokkuð viss um að útrásavíkingarnir ætluðu ekki að fara á hausinn og setja Ísland í þá stöðu sem Ísland er í núna, en þeir gerðu það með græðgi sinni, hugsunarleysi og hreinni heimsku. Eru þeir þar með saklausir vegna hugsunarleysi og heimsku sinnar?

Jón Páll Haraldsson, 25.1.2013 kl. 14:38

39 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jón Páll,

Hver var að segja að útrásarvíkingarnir væru saklausir englar? Ekki ég, lestu mína síðustu athugasemd hér að ofan aftur.

Ég er vissum að þú sérð að ég kalla útrásarvíkingana svikahrappa, sem gátu unnið að sínum svikamillum og landsmenn og Forsetinn voru grunlaus um hvað þeir voru í raun og veru að gera.

Það sem ég er að segja að þessir útrásarvíkingar hljóta að hafa vitað að svikamillurnar þeirra mundu setja fyrirtækin á hausinn þegar svikin yrðu gerð opinber.

En vonandi ekki fyrr en að þeir gátu komið miljarða króna í erlendum gjaldeyri í skattapardísarbanka.

Forsetinn og landsmenn sáu ekki þessi svik fyrr en um seinan, þess vegna fór sem fór.

Kveðja frá Washington D.C.

Jóhann Kristinsson, 25.1.2013 kl. 22:17

40 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Jóhann, Ég sá vel að þú sagðir ekki að útrásarvikingarnir væru saklausir englar. Ég var bara að benda á að ég tel að Ólafur Ragnar var jafn blindur og þeir eins og svo margir aðrir og að blindni Ólafs gerði hann ekki saklausan. Mér fannst þetta of gott til að vera satt, en ég talaði samt um kvað þeir væru klárir, sem hefur síðan sýnt sig að var ekki rétt hjá mér, en ég er ekki forseti einnar þjóðar, þannig að mín mistök hafa ekki sama gildi og mistök Ólafs

Jón Páll Haraldsson, 25.1.2013 kl. 22:27

41 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jón Páll,

Ég held að Forsetinn hafi verið eins og allir landsmenn, fékk ekki að sjá bókhldið hjá þessum svikahröppum?

Heldur trúði Forsetinn á heiðarleika í viðskiptum alveg eins og allir landsmenn. Meira að segja ríkisstofnanir sem áttu að hafa aðgang að bóhaldinu sáu ekki svikin, þar af leiðand er ekki hægt að segja Forsetinn sé asni og er jafnsekur og útrásarvíkingarnir.

En ef það verður sannað að Forsetinn tók við peningum frá þessum svikahröppum, þá hefur þú rétt fyrir þér að Forsetinn er ekki saklaus.

En meðann að það er ekki sannað, þá verðum við að sætta okkur við að Forsetinn sá ekki svikin frekar en aðrir landsmenn.

En af hverju eru bókahldsfyrirtækinn ekki tekin í gegn, það er hlutur sem ég get ekki skilið. Þessi fyrirtæki hljóta að hafa séð svikin í bókhaldinu, nema að svikahrapparnir hafi verið með tvöfalt bókhald.

Kveðja frá Washington D.C.

Jóhann Kristinsson, 26.1.2013 kl. 00:01

42 identicon

Ég er nokkuð sammála honum Jóhanni, en hvort er hann í Saudi Arabíu eða Washington D.C.?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 08:02

43 identicon

Finnst þér, Jón Páll, að aðgerðir breta hafi verið eðlilegar í ljósi þess að íslenskir fjármálamenn hafi verið að flytja peninga frá UK ?

Er það sannað að þessir peningaflutningar hafi átt sér stað ?

Maður hefur heyrt og lesið tvær sögur af því.

En að beita þessum mannfjandsamlegu lögum gegn íslendingum sem heild var líkt og að brjóta eggjaskurn með kjarnorkusprengju.

Um allan heim sáust íslendingar á listum með talibönum, al Qaeda og þess háttar herramönnum...það tekur áratugi fyrir okkur að komast á núllið aftur orðsporlega séð.

Ég mun aldrei skilja hvað rekur menn eins og þig til að taka upp málstað breta í þessu máli, hvað vakir fyrir ykkur ??

Jafnvel þótt að við íslendingar gerðum heimskuleg mistök þá áttum við ekki þetta skilið sem þjóð.

Ég tapaði haug af peningum við fall íslands, var námsmaður í DK á þessum tíma og sparnaður minn hvarf hratt með falli krónunnar og miklar skuldir tóku við.

Ég er óvanur að skulda mikið því ég hef unnið eins og skepna á sjó alla tíð (fór yfir þrítugt í háskóla)svo þetta er nýr raunveruleiki fyrir mig og mína fjölskyldu.

En verst af öllu þótti mér þegar börnin mín fóru að finna fyrir því í skólanum (væntanlega heyrt foreldra sína tala um þetta málefni þótt þessir sömu foreldrar þyrðu aldrei að sýna mér annað en smjaður)í kjölfar icesave kjaftæðisins hversu miklir annars flokks þegnar allir íslendingar væru sökum þess að þeir stæðu ekki við skuldbindingar sínar...skuldbindingar sem engar eru nema í huga þér, þinna líka og nokkurra heimskra ráðamanna í bretlandi og hollandi.

Mig langar til að berja ykkur alla !!!

runar (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 12:18

44 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

"Já, ég veit, en þú getur ekki sagt það" sagði Ólafur Ragnar, þegar Dorrit var að tala um Íslensku bankana í viðtali á Bessastöðum við erlendan fréttamann. Samkvæmt þessu, þá vissi Ólafur að hlutirnir voru ekki í lagi, en það mátti ekki ræða það.

Mér finnst að aðgerðir Breta hafi verið mjög óréttlátar og þá sérstaklega vegna þess að þeir hefðu ekki farið þessa leið gegn öflugri ríkjum, en ég skil samt að þeir töldu sig þurfa að verja sinn hag, alveg eins og við gerðum með neyðarlögunum. Ég er meira svekktur út í Dani sem settu skilti á dyr verslana sinna þar sem Íslendingum var bannaður aðgangur

Sært stolt er erfitt og viðbrögð fólks við særðu stolti er oft að finna sökudólg í stað þess að horfast í raunveruleikann. Það voru Íslendingar sem orsökuðu bankahrunið og því verður ekki breitt með reiði við einhverja aðra, en það er líka skrítið að flest allir Íslendingar eru reiðir útrásarvíkingunum en síðan eru mjög margir sem versla enn þann daginn í dag við fyrirtæki þeirra og bölva síðan Gordon Brown

Jón Páll Haraldsson, 26.1.2013 kl. 13:21

45 identicon

Ég er sammála þér með danina, ég er meira svekktur út í dani.

Þórðargleði þeirra í kjölfar 6 okt 2008 var hrikaleg.

Það var eins og þeir hreinlega nytu þess að sjá fyrrum þegna sína á hnjánum.

Ég fletti í gegnum ótal vefsíður 2009-2010 sem fjölluðu um þetta málefni og það sem kom mér mest á óvart var að á breskum síðum (blog síðum og öðrum síðum þar sem hinn almenni borgari gat látið ljós sitt skína) var töluverður meðbyg með okkar málstað, sérstaklega eftir fyrri höfnun Ólafs á icesave lögunum.

Hollensku síðurnar tæklaði ég ekki sökum tungumálaerfiðleika.

Aftur á móti var nánast fullkominn fjandskapur í okkar garð á sambærilegum dönskum síðum sem er hreinlega alveg einstakt í ljósi þess að danir brenndu sig lítið sem ekkert á verkum útrásavíkinga okkar.

Danir eru vesæl þjóð uppfull af ranghugmyndum um eigið ágæti og draumum um liðna nýlendutíma.

Þeirra kreppa er að harðna verulega og vona ég að ÞEGAR sá tími kemur, þegar danir fara á hnén, að ég verði meiri maður en þeir, að ég upplifi ekki sælu vegna hörmunga þeirra...samt efast ég um að ég sé svo vel gerður...

runar (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 13:40

46 identicon

Jón Páll Harladsson: Þú hefur algjörlega rétt fyrir þér, og ekki taka nærri þér þessa froðusnakka sem eru sammála Grísinni. Þetta eru froðusnakkar og ekkert annað, froðusnakkar sem sjá ekki út fyrir hlaðið sitt og það besta er að þeir eru ekki fleiri en hundraðið í veröldinni sem betur fer, en ramba hér flestir inn á bloggið þitt þeim sjálfum til foráttu.

Kristinn (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 16:33

47 identicon

Froðusnakkar getum við vel verið kristinn en aldrei komumst við nærri því að vera gegnheil froða og fokking aumingi líkt og þú ert kristinn !

Við sjáum vel út fyrir hlað okkar, höfum vegið það sem okkur er rétt og fundið það léttvægt.

Það eru menn eins og þú sem eitra land okkar af skít og gæfa væri að hreinsa land okkar of drullupésum af þínu kaliberi !!!

runar (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 18:40

48 Smámynd: Einar Karl

Fleygrekur forseti

"Alveg er það með ólíkindum hvernig Forseta Íslands tekst að espa upp fylkingar í helstu stóru deilumálum þjóðarinnar. Má segja að þetta hafi einkennt eftirhrunsferil hans umfram annað. Hann rekur fleyga í sprungur í stað þess að brúa þær, stíar í sundur í stað þess að sameina. Icesave, stjórnarskrármálið og ESB. Allt eru þetta erfið mál, mál sem okkur sem þjóð hefur reynst erfitt að ræða yfirvegað og af skynsemi. Þar sem gæti hjálpað að eiga forseta sem miðlar málum, varpar nýju ljósi, reynir að finna nýjan flöt, fá okkur upp úr skotgröfum og eiga samræður en ekki kappræður."

Sjá blogg.smugan.is/einarkarl

Einar Karl, 26.1.2013 kl. 19:07

49 Smámynd: Teitur Haraldsson

Frábært að lesa þennan þráð núna eftir IceSave niðurstöðu!

Ólafur Talar svo sannarlega fyrir mig!

Teitur Haraldsson, 30.1.2013 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband