26.1.2013 | 17:14
Ég sá ekki "best fyrir dagsetningu" á kjörseðlinum
Ég kaus 20 október, en ég sá ekki "best fyrir dagsetningu" á kjörseðlinum. Ég vil hvorki að frumvarpinu sé troðið í gegn til að bæta lélega ferilskrá Jóhönnu og hennar ríkisstjórn, né heldur að frumvarpið sé stoppað eða tafið vegna andstöðu við Jóhönnu og hennar ríkisstjór. Stjórnarskrá er mikilvægasta réttindaskjal allra ríkja, þar sem réttur einstaklinga á að vera tryggður á jafnréttisgrundvelli án tilliti til, trúar, stjórnmálaskoðunar, kynhneigðar eða nokkurar annara ástæðna þar sem rétti fólks er mismunað. Mér finnst það gerast alltof oft að dómar falla ríki í vil þar sem dómarar hafa hreint út sagt að hagur ríksins sé æðri hag einstaklingsins. Ég tel þetta verulega ranga hugsun, því að Íslenska þjóðin er 320 þúsund einstaklingar, deilt með 320 þúsund einstaklingum. Það er semsagt 320 þúsund einstaklingar sem gera Íslensku þjóðin og með því að verja rétt hvers einasta einstakling, þá verjum við rétt þjóðarinnar. Það á að vinna af heilindum fyrir alla einstakling Íslands við gerð þessarar stjórnarskrár og ef það gefst ekki tími til að klára þá vinnu fyrir kosningar, þá eiga allir stjórnmálamenn að vera sáttir við það og sammála um að klára verkið eftir kosningar með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20 október að leiðar ljósi
Boða fund að viku liðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju þarf að vera þynna út textann með óþarfa er ekki
"Stjórnarskrá er mikilvægasta réttindaskjal allra ríkja, þar sem réttur einstaklinga á að vera tryggður á jafnréttisgrundvelli "
Bara alveg nóg
og sama með "Allar auðlindir eru í þjóðareigu" ekker meir.
Grímur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 18:28
Já, Grímur. Einfaldleikinn er alltaf bestur. Það eru oft orðaflækjur stjórnmálamanna og lögfræðinga sem gera einfalda hluti flókna
Jón Páll Haraldsson, 26.1.2013 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.