28.1.2013 | 15:20
Er Icesave dómurinn uppreisn æru fyrir Geir Haarde?
Geir Haarde setti neyðarlögin sem stoppaði ábyrgð Íslenska ríkisins á innistæðum á svokölluðum Icesave reikningum í Hollandi og Bretlandi og um leið spyr maður um stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrím J Sigfússonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, þar sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms samþykkti fyrsta Icesave samninginn, eða svokallaðann "fína" Svavars samninginn. Ólafur Ragnar Grímsson samþykkti síðan þennan samning. Sýknun Íslands í dag hefði aldrei orðið ef þessi samningur hefði farið alla leið, en þess í stað hefði Íslenska ríkið þurft að greiða allt að 500 miljarða samkvæmt svörtustu spám til Hollands og Bretlands. Það er kannski rangt að tala um seka og saklausa varðandi þetta mál, en ef Geir Haarde var sekur um vanrækslu þá hljóta Jóhanna, Steingrímu, Ólafur Ragnar og fleiri einnig vera sek um vanrækslu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.