Úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum

Sent til Sjálfstæðisflokksins í dag kl 15:55 
 
Úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum

Ágæti viðtakandi,

Ég Jón Páll Haraldsson, segi mig hér með úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta geri ég nú eftir að hafa verið félagi í Sjálfstæðisflokknum í 38 eða 39 ár. Ég leit alltaf á Sjálfstæðsflokkinn sem flokk einstaklingsframtaksins, en ég get því miður ekki séð annað en að flokkurinn sé í dag stjórnarð af sérhagsmunum fárra einstaklinga  og sérhagsmunasamtaka. 

Sú ákvörðun sem var tekin á Landsþingi Sjálfstæðisflokksins að loka á alla frekari umræðu við ESB og þann sýndarleik að ætla eingöngu að hefja umræður aftur eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess þó að setja nein tímatakmörk er ekkert annað en hrein svívirðing við þá einstakling innan Sjálfstæðisflokksins sem vill ganga inn Í ESB ef ásættanlegur samningu biðst. Einnig vil ég nefna þá ótrúlegu ályktun að ætla að loka fyrir aðgang að upplýsingum með því að loka Evrópustofu. Að loka á upplýsingar í anda einræðis- eða kommúnistaríkis er öllum sjálfstæðismönnum sem studdu þessa ákvörðun til skammar.

Virðingarfyllst

Jón Páll Haraldsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært. Sjálfstæðisflokkurinn stendur sterkari á eftir.

Það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegri en svo, að handfylli af ESB aðdáendum geti stýrt stefnu hans, þvert á vilji yfirgnæfandi meirihluta flokksmanna.

Allir ESB frekjuhundar verða bara að melda sig inn hjá Samfylkingu.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 16:19

2 identicon

Þú getur bara farið í Samfylkinguna!

Dagga (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 16:59

3 identicon

Farðu sem allra allra lengst Helst í Vinstri grænt  Foj.

Fálkinn (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 17:48

4 identicon

Sent öllum miðlum Af hverju ekki grænn reikur úr púströrinu, svona eins og maður sé eitthvað. Páfi tildæmis.

Gorgeir (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 17:55

5 identicon

áfram áfram losnum við hina og þá þurfum við ekki að kjósa framsókn.

Siggi á Útlátri (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 17:57

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ljóst Páll, af viðbrögðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins hér að ofan að ekki hefur verið frá miklu að hverfa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2013 kl. 17:59

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ljóst Jón Páll, .....átti þetta að vera, afsakið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2013 kl. 18:00

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef þetta er svona mikið hita mál hjá þér Jón Páll, þá ert þú að gera rétt og ættir að hugsa um að ganga í littlu Samfylkinguna (SF) eða stóru Samfylkinguna (BF).

Báðir þessir flokkar eru með skýra stefnu í ESB ferlinum "selja Ísland til Þýskalands," sem verður gert með aðild að ESB.

Vonandi er þessi ákvörðun þín ekki að veruleika að selja Ísland, en tíminn kemur til með að sanna eða afsanna það.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.3.2013 kl. 21:10

9 identicon

Ljótt að sjá hvað menn eru orðljótir hér en hélt menn mættu segja hvað þeim finnst um sinn gamla flokk. Hefur einhverntíma farið fram könnun á því innan sjálfstæðisflokks hvort þeir séu fleiri sem vilja ESB eða eru á móti? Væri gaman að vita það.

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 10:54

10 identicon

Sæll Brynjólfur

Já, ekkert mál.

7,4 % Sjálfstæðismanna sem tóku afstöðu voru hlynntir aðild að ESB samkv. könnun MMR sem birtist fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokksins. 83, 3 % Sjálfstæðismanna voru andvíg aðild.

Hér getur þú auðveldlega grúskað í þessari könnun: http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/299-taepur-fjordhungur-fylgjandi-thvi-adh-island-gangi-i-evropusambandidh

Þessi andstaða Sjálfstæðismanna við aðild hefur verið kýrskýr í nokkur ár. Ef mig minnir rétt hefur aldrei verið til meirihluti Sjálfstæðismanna sem eru spenntir fyrir aðild. Ekki veit ég hvar hann Jón Páll Haraldsson hefur alið manninn í öll þessi ár sem hann var skráður í Sjálfstæðisflokkinn.

Mig grunaði ekki að í augum nokkra dyggra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins væri sá flokkur eins - máls - flokkur. Þó er það alltaf að koma betur og betur í ljós að sumir eru tilbúnir til þess að svíkja eigin hugsjón vegna sambandsdrauma sinna. Það er ekkert annnað sem getur útskýrt á einfaldan hátt ákvörðun Jóns Páls. Ef hann hefur tíma til þess að koma með frekari rökstuðning fyrir sinni ákvörðun, þá væri ég til í að lesa þá röksemdarfærslu. Getur verið eitthvað annað í stefnu og eða fari Sjálfstæðisflokksins sem útskýrir hans úrsögn eftir áratuga starf með flokknum?

Bestu kveðjur

Gunna

Guðrún (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 17:26

11 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Jú Gunna, ég nenni að útskýra mína afstöðu betur ef þú hefur áhuga.

Það er rétt að sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið með meirihluta fylgjandi inngöngu í ESB. Ég vil þó mynna á að Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra talaði gegn einangrunarstefnu á Landsfundi 1969. Björn Bjarnason skrifaði gegn hræðsluáróðri gegn Evrópu og ESB 1991 og í svokallaðri Aldamótanefnd skýrslu undir forystu Davíðs Oddssonar þá er beinlínis varað við óttast viðræður við ESB með forna þrá um innilokun og einangrun, altekin af ótta og kjarkleysi.

Burtséð frá ofanrituðu þá er öllum frjálst að skifta um skoðun og þeir sem höfðu þá skoðun að við ættum að ganga í ESB er auðvitað frálst að vilja annað í dag. En það sem mér líkar ekki lengur við Sjálfstæðisflokkinn að þótt ég ég tilheyrði minnihlutahóp, þá var það í lagi og ég trúði á líðræði Íslands þar sem við myndum klára þessar viðræður og létum síðan þjóðina kjósa. Það að útiloka núna mynnihlutahópa innan Sjálfstæðisflokksins til stuðnings útgerðarinnar og þeirra fámennu klíku sem ræður lang mest innan flokksins og er í dag alfarið á móti ESB gerir Sjálfstæðisflokkinn ekki lengur þann flokk sem ég trúði á, og því miður þá eru fleiri og fleiri einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins sem tala eins og nokkrir sem hafa komið með athugasemdir hér fyrir ofan. Mér hefur ofboðið oft hvernig núverandi ríkisstjórn og hennar fylgismenn hafa hagað sér eftir hrunið og kennt Sjálfstæðisflokknum um allar ófarir þjóðarinna þrá fyrir að kannski eini einstaklingurinn sem virkilega barðist gegn svokölluðum útrásavíkingum var Davíð Oddsson, en núna kemur bara í ljós að innan Sjálfstæðisflokksins eru ekkert skárra fólk. Annað málefni en sömu ljótu orðin.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði viljað virða líðræðið, þá hefði verið hægt að segja. Stöðvum viðræðurnar og höfum þjóðaratkvæðagreiðslu strax í haust eða samhliða kosningunum í vor og virðum síðan vilja þjóðarinnar. En það er ekki í boði. Það á bara að hætta viðræðunum og ekkert talað um hvenær það ætti að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu

Ég vona virkilega að ég geti aftur talið mig eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum en það gerist ekki fyrr en ég trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni fyrir hag allra Íslendinga

Ein spurning Gunna. Hvernig útskýrir þú fylgishrun Sjálfstæðisflokksins sem hefur orðið eftir Landsfundinn?

Jón Páll Haraldsson, 14.3.2013 kl. 18:27

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einmitt Jón Páll stefna (S) sem kemur frá síðasta Landsfundi er einmitt sem þú segir KANSKI ESB og KANSKI afnám VERÐTRYGGIGU.

Flokkur með svona stefnu fer ekki langt að mínu mati.

En þurfum við að bíða eftir einhverjum loka samning sem að vísu er öllum opinber og er rúmmar 100,000 blaðsíður, af hverju ekki að leifa lýðræðinu að láta í sér heyra ekki seinna en október 2013?

Velkominn í (VG) Jón Páll, þeir eru með hreina stefnu í ESB ferlinu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.3.2013 kl. 02:32

13 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Houston, We have a problem! Jóhann is on the line and he is not making any sense

Ég skil ekki alveg þessa reiði og jafnvel heift margra sem eru á móti ESB. Hverjir græða mest á að halda Íslandi utan ESB? Það eru þeir sem eru búnir að koma sér vel fyrir með núverandi kerfi. Þeir vilja ekki breytingar sem geta ógnað þeirra hag, en er það almenningur? Það getur ekki verið að það sé hagur almennings að þurfa að búa við 2 - 4 sinnum hærri verðbólgu en aðrar Evrópuþjóðir. Það getur ekki verið hagur almenninga að skuldir fólks sem skuldar 20 milljónir í húsnæði sínu 1 janúar s.l. hafi síðan þá hækkað um eða yfir 300.000 kr. eða að Íslendingar þurfa að vinna sem samsvarar 1 vinnudegi lengur í viku til að hafa samsvarandi ráðstöfunartekjur og eru á hinum Norðurlöndunum.

Það getur mjög vel verið þannig að Ísland fær ekki ásættanlegan samning við ESB og þjóðin geti ekki samþykkt þann samning, en við eigum að sjá hvort okkur verði boðið samningur sem er góður fyrir Íslensku þjóðina og taka ákvörðun þjóðinni til heilla en ekki þeirra sem ekki vilja breyta vegna þess að þeir hafa komið sínum árum vel fyrir borð og kostnað fjöldans. Það voru örfáir einstaklingar sem settu Ísland á hausinn. Einstaklingar sem var nákvæmlega sama um alla nema sjálfan sig. Viljum við þannig Ísland áfram eða viljum við fara að líta upp úr skotgröfunum og reyna að sjá nýja framtíð fyrir alla Íslendinga

Jón Páll Haraldsson, 15.3.2013 kl. 08:22

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef Ísland hefði ekki gengið inn í hið illræmda EES sem er nokkurkonar kjölturakki ESB, þá hefðu bankarnir ekki verið einkavæddir.

Þá er stór möguleiki á að útrásarvíkingarnir hefðu aldrei komist í peninga pyngjur bankana og ekkert hrun 2008.

Þú heldur því fram að ef Ísland verður selt Þýskalandi auðvitað í gegnum ESB að þá verði verðbólga eitthvað minni á Íslandi.

Þetta stendst ekki neina almenna hagfræði, verðbólga skapast af eyðslu landsmanna og skiptir ekki hvort að landið er í ESB eða ekki.

Ef íslendingar væru ekki svona miklir eyðsluseggir þá væri verðbólgan minni og ef fólk væri ekki að heimta launahæækanir sem þjóðfélagið hefur ekki efni á þá væri verðbólgan ekkert að hækka og eyðslan og kauphækkanir færu ekki út í verðlagið, þar af leiðandi væri grundvöllurinn fyrir verðtrygginguna að hækka höfuðstól lána fallinn.

ESB aðild gerir ekkert við vandan á Íslandi, Árni Páll (S) hefur enga hugmynd um hvernig á að það koma heimilunum til bjargar, en til að segja eitthvað þá gargar Árni Páll allt verður gott og blessað ef Ísland gengur í ESB.

Þarna er flokkur sem þér ætti að líka vel Jón Páll og þið eruð nafnar þú og formaður (S) og eigið þá tvennt sameiginlegt, ESB og Páls nafnið.

ESB ER ENGIN LAUSN Á FJÁRHASVANDA ÍSLANDS, period.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.3.2013 kl. 17:45

15 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Houston, We have a serious problem!! and it is sending greetings from Houston

Þú telur sem sagt að við værum betri með stöðugar gengisfellingar til að halda Íslenskum iðnaði og sjávarútveg gangandi eins og var öll ár fram að þeim tíma sem Ísland gekk inn í ESB þegar verðbólga var allt að 80% á ári. Nú langar mig næstum til í að nota orðaforða vina þinna hér að ofan, en ég er búinn að lesa nokkra af þínum pistlum ásamt því sem þú hefur skrifað hér og tel frekari deilur við þig tilgangslausa

Jón Páll Haraldsson, 15.3.2013 kl. 18:10

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú ertu að tala að alvöru Jón Páll.

Á Íslandi þarf að banna verðtryggingu og gengisfellingar.

Auðvitað mundi þerngja að í viðskiptalífinu í niðursveiplum í landinu, en gengisfellingar eru eins og að setja heftiplástur á svöðusár.

Auðmanna elítan í landinu hefur haft þetta stórhættulega leikfang kallað gengisfelling og hefur notað gengisfellinguna til að afturkalla launahækkanir löglega en án þess að semja um það við verkalýðsfélög.

Þetta geta íslendingar gert sjálfir og þurfa engin erlend áhrif til að gera það. En ef ekki er farið í það að vernda heimilin og verkalýðinn með afnám verðtryggingu og banna gengisfellingar í landinu þá gengur þetta ekkert upp, sama í hvaða ríkjasamsteipu landið gengur í.

Það er vel hægt að gera þetta, ég bjó í landi sem allt fór næstum á hausinn 1997 og þeir komu sér út úr krísuni og ég efast ekkert um það að íslendingar geti gert það sama. Það þarf bara að stíga aðeins á auðmanna elítuna til að koma þessu í gegn.

Ég ættla ekki að það sé tilgangslaust að ræða um vandamál landsins og það eru kanski eins margar lausnir á vandanum eins og mennirnir eru margir, en vonandi koma íslendingar til með að koma sér samann um hvernig á að losna undan þessari endalausu hringiðu í fjármálum landsins.

EN ESB ER ENGIN LAUSN.

kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.3.2013 kl. 14:33

17 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Jóhann, hverjir eru mest á móti ESB í dag? Það eru gömlu valdaklíkurnar sem eru búnir að byggja upp sitt kerfi í kringum verðtryggingu og lélega krónu. Það eru gömlu auðvöldin og útgerðirnar sem hagnast mest á því að halda okkur utan ESB á meðan venjulegt launafólk borgar fyrir með viljandi og óviljandi sveiflum á krónunni og það er krónunnar vegna sem við verðum að gera breytingar. Mjög margir fullorðin Íslendingar +/- 70 ára eru búnir að missa ævisparnað sinn í það minnsta 3 sinnum á lífsleið sinni vegna krónunnar. Óttinn við breytingar mega ekki halda þjóðinni í ánauð krónu sem hefur aldrei verið sterk eða stöðug síðan Ísland fékk sjálfstæði 1944

Jón Páll Haraldsson, 16.3.2013 kl. 16:20

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Núna erum við sammála Jón Páll.

Það eru þessir sem ég flokka undir auðmanna elítuna, það þarf að taka af þeim völdin, þau hafa eiðilagt nógu mörg heimili.

En leikföng auðmanna elítunar hefur verið verðtrygging og gengisfellingar, þessi tvö leikföng blása upp verðbólguna og þar af leiðendum hækka höfuðstólar húsnæðislána heimilana.

Hefur þú heyrt eiithvað frá auðmanna elítuni í 4 ár, þau hafa ekki rumskað.

En nú þegar að það stefnir í að flokkur sem er með afnám verðtryggingar á stefnuskrá fari með Forsætisráðuneitið, þá rís auðmanna elítan upp til handa og fóta og koma með allskonar kenningar um að það sé ekki hægt að taka af verðtryggingu, af því að þá græða þau ekki eins mikið.

Nei ESB er ekki lausnin þar er fyrir önnur auðmanna elíta horfðu bara á atvinnuleysið í þeim löndum.

Íslendingar geta gert þetta sjálfir, þurfa enga ESB herra til að hjálpa sér.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.3.2013 kl. 16:45

19 identicon

Sæll Jón

Takk fyrir að útskýra þína afstöðu. Þú gerir þér grein fyrir því að þú ert að segja þig úr Sjálfstæðisflokknum, eingöngu vegna ESB - málsins.

Þessi góðu gildi sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir eru klassísk, enda voru þau til löngu áður en ESB var í pípunum.

Ég er sammála Birni Bjarna og föður hans Bjarna Ben um það að eiga mjög gott samstarf og viðskipti við sem flest ríki, hvort sem þau byggja Evrópusambandið eða ekki.

Þessi gríðarlegi fjöldi flokksmanna sem eru andvígir aðild eru ekki haldnir einangrunarhyggju. Þú vitnar í Björn Bjarnason, sem er einn af þessum fjölda Sjálfstæðismanna sem andvígir eru aðild. Það er ljótur málflutningur hjá aðildarsinnum að væna fólk um að ala á ótta eða einangrunarhyggju. Það er löngu komið gott og slíkur dónaskapur verður einfaldlega ekki liðin lengur.

Hvað varðar lýðræði, þá er stefnan sú að stöðva beri viðræður og þær ekki hafnar að nýju nema að lokum þjóðaratkvæðagreiðslu. Er það óásættanlegt lýðræði? Við vitum bæði að viðræðurnar eru aðlögunarferill, en ekki kaffispjall þar sem skoðað er hvað er í boði. Ég veit að ESB - aðild er í boði og þar sem ég er andvíg aðild, þá frábið ég mér að sjá samning, er andvíg því að tíma embættismanna sé sóað frekar í þennan feril, hvað þá að fjármagn sé sett í þennan óþarfa á meðan heilbrigðiskerfið okkar er að hruni komið. Ég get kosið í dag og sagt nei, nú verður þessu hætt.

Hversu mikið hefur stefnan í ESB - málum breyst á milli landsfunda? Eina breytingin er að stöðva viðræður í stað þess að gera á þeim hlé. Þá er komin afstaða til starfsemi evrópustofu sem ég er fullkomlega sammála. Annars hefur þessi ályktun ekkert breyst og hefði auðvitað fengið að halda sér, hefðu aðildarsinnar innan Sjálfstæðisflokksins ekki rofið þá sátt sem gerð var um stefnuna á síðasta landsfundi.

Fylgið byrjaði að sáldrast af Sjálfstæðisflokknum fyrir landsfundinn, eftir Icesave - dóminn. Hið ískalda hagsmunamat er núna að koma í bakið á Bjarna Ben og hans forystunni. Hvert er fylgið að fara? Það er ekki að fara til þeirra flokka sem hafa Evrópusambandið á dagskrá, heldur skreppur það í heimsókn til Framsóknarflokksins. Það vonandi skilar sér heim fyrir kosningar, annars erum við í vondum málum.

Þegar þú ert tilbúinn til þess að ganga aftur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og treystir þér til þess að vinna þínum skoðunum fylgi á lýðræðislegan og yfirvegaðan hátt, þá verður hann þér opinn, nú sem endra nær.

Ég fór á youtube og fann myndband sem er lýsandi fyrir ESB - lýðræðið: http://www.youtube.com/watch?v=Q7oVQiX69E8

Bestu kveðjur

Gunna

Guðrún (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 17:25

20 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Gunna, ég gekk úr Sjálfstæðisflokknum eingöngu vegna ESB. En málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Ég er ekki viss um að ég muni eða hefði kosið um inngöngu ef að kosningum hefði komið, því samningur liggur ekki fyrir og þar með er ekkert til að velja um. Það sem ég er að mótmæla er að það er lokað á allt og það á að loka aðgengi að upplýsingum með því að loka Evrópustofu. Að loka svona á aðgang að upplýsingum eins og að fólki sé ekki treystandi til að vega og meta þessar upplýsingar og taka síðan "upplýsta" ákvörðum byggða á öllum þeim upplýsingum sem einstaklingurinn hefur aflað sér er í mínum huga eins og bókabrennur Hitlers og endurskrift mannkynsögunar (Pravda) fyrrum kommúnistaríkja. Ef Landsfundur hefði sagt. "Stoppum viðræður þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram" og sett þar dagsetningu sem væri í nánustu framtíð og sleppt þessari ályktun um lokun Evrópustofu, þá hefði ég veri fullkomlega sáttur. Þá hefði lýðræðið verið virt. En það er engin dagsetning sett fram og Bjarni Ben sagði í sjónvarpsviðtali að aðeins ef skýr vilji lægi fyrir um vilja þjóðarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu, þá yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. Hann hélt því í raun algjörlega opnu um túlkun, hvort það ætti að kjósa eða ekki.

Það var ekki auðveld ákvörðun að ganga úr Sjálfstæðisflokknum og vonandi verður hann aftur sá flokkur sem ég trúði á þegar ég gekk upphaflega í hann. Mér fannst Sjálfstæðisflokkurinn alltaf vera langbesti flokkurinn sem varði hag allra landsmanna, en núna er hann það ekki.

Jón Páll Haraldsson, 16.3.2013 kl. 17:56

21 identicon

Sæll Jón

Ég hef nokkuð oft litið inn á evrópustofu. Höfum það í huga að sú stofnun er ekki sendiráð, eða sendinefnd ESB á Íslandi. Þessi stofnun miðlar hlutlægum upplýsingum, en ekki hlutlausum. Með öðrum orðum er alls konar áróðri dreift með þeim tilgangi að kaupa velvild Íslendinga og spilla lýðræðislegri umræðu. Þessi ákvörðun er innanríkismál sem verður okkar að taka. Tónleikar, partí, súpufundir , bíóferðir, glansbæklingar, nammi, blöðrur og peningar - vinsamlega allt afþakkað. Allt sem ég nefni er partur af þessum hlutlægu upplýsingum sem evrópustofa miðlar út frá sér. Hvernig upplýsingar koma í formi fjármagns?

Það er alltaf gripið til Hitlers og þessum mótmælum Sjálfstæðismanna líkt við bókabrennu eða annan óskapnað. Gott og vel. Nasistarnir voru snillingar í því að miðla hlutlægum upplýsingum um þjóðernissósíalisma. Þeir hefðu betur opnað kynningarskrifstofu sér til handa á Suðurgötu á þeim tíma. Er ekki allt fyrir málfrelsið? Er að hugsa um að senda vinum mínum, fjárfestum alþýðulýðveldisins þau skilaboð að hér sé í fullkomnu lagi að opna kynningarskrifstofu og miðla hlutlægum upplýsingum um mikilvægi lýðræðis í Kína og hvað allt þar er hreint út sagt æðislegt. Eftir ár þá gætu þeir auðveldlega verslað upp allt landið í gegn um sænskar skúffur og Íslendingar ekki í vandræðum með að deila fullveldi sínu með alþýðulýðveldinu. Listin er bara að passa að áróðurinn sé kallaður upplýsingar, það sé alltaf heitt á könnunni, nóg af nammi og peningum.

Evrópusambandið er líka að splæsa í ferðalög fyrir minni og stærri hópa. Pílagrímsferðir til Brussels eiga að tryggja það að fólk komi nú örugglega auga á ljósið. Ókeipis ferðalag, fræðsla, matur, drykkir og dagpeningar.

Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf tekið við styrkjum frá ESB, enda veit ég hvaðan þeir peningar koma. Þeir koma úr vösum íbúa aðildarríkja sem búa við kjaraskerðingar, skertan kaupmátt, mikið atvinnuleysi og fjármálakerfi sem er löngu komið með annan fótinn í djúpa gröf og hinn á bananahýði.

Ertu núna að skilja þá sem vilja kanna lögmæti evrópustofu og vilja skella þessum áróðursbúllum í lás? Vittu til... Ég myndi loka jafn mikið á Dolla frænda, Hu Jinato og ESB. Mér verður virkilega óglatt í hvert skipti sem ég á erindi á evrópustofu og einn daginn verður það erindi þess að loka henni fyrir fullt og allt.

Ég get kosið þetta út af borðinu í dag, hefði getað það í gær og geri það á morgun. Ég er andvíg aðild og frábið mér þess vegna viðræðurnar.

Ef að þú telur að lýðræðislega hafi verið staðið að umsókn Íslands um ESB - aðild, þá tel ég að á sama lýðræðislega háttinn sé hægt að draga umsóknina til baka. Ég er hins vegar tilbúin til þess að málið fari í þjóðaratkvæði, ólíkt þeim þingmönnum sem felldu þá tillögu hverra? Jú, Sjálfstæðismanna, þeirra sömu og þú ert að yfirgefa. Þú tekur þá hugsjón og hendir henni í ruslið til þess að kóa með hinum nýju vinum þínum. Þeim sem vilja sjá samninginn enda eru þeir með löngu tapað mál, að reyna að selja Evrópusambandið á Íslandi. Það er engin sem kaupir notaða, útjaskaða og ónýta stjórnsýslu. Leitt að valda þér vonbrigðum, en slíkt gerist ekki.

kv Gunna

Guðrún (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband