HVERJU TAPAR ÞÚ Á INNGÖNGU Í ESB?

Hverju tapa Sjálfstæðismenn á inngöngu í ESB?
Hverju tapa Framsóknarmenn á inngöngu í ESB?
Hverju tapa útgerðamenn á inngöngu í ESB?
Hverju tapa bændur á inngöngu í ESB?

HVERJU TAPAR ÞÚ Á INNGÖNGU Í ESB?

FYRIR HVERN ÆTLAR ÞÚ AÐ KJÓSA?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinnunni? Veit það ekki. En ég hef tekið afstöðu. Hver dropi blóðs í líkama mínum er ætlaður baráttunni gegn svikainnlimuninni....

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 16:46

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Við töpum sjálfstæði okkar,hér á landi eru útgerðir og fiskvinnsla reknar með hagnaði en innan ESB eru þessar greinar styrkþegar bara þetta dæmi er nóg til að segja NEI við ESB.Löndin innan ESB eða réttara sagt verðandi nýlendur Brusselsvaldsins er gert skilt að skera niður í öllu sem aftur eykur á atvinnuleysi og fátækt og rauði krossin hefur ekki aðstoðað heimili svona mikið síðan í seinna stríði og allt er þetta gert til að þóknast bankakerfinu og evru,Inní þetta bandalag eigum við aldrei að fara eða koma nálægt ef við ætlum að geta lifað hér á landi sómansamlegu lífi áfram.NEI við ESB og evru

Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.3.2013 kl. 16:55

3 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Pakkakíkir. "Vinnunni? Veit það ekki. En ég hef tekið afstöðu. Hver dropi blóðs í líkama mínum er ætlaður baráttunni gegn svikainnlimuninni...." Þú segir. "Veit ekki" en samt tekur þú mjög eindregna afstöðu. Ekki get ég séð að þessi afstaða sé vel upplýst.

Marteinn. Hver borgar fyri hagan útegrðarinnar (fiskfinnslan er ekki öll rekin með hagnaði og reyndar ekki útegerðin heldur) Vinnandi fólk sem borgar með verðbólgu og síðan verðbótum borgar fyrir hagna útgerðarinnar með lélegu gengi krónunar. Já, hundar eru hollir húsbónda sínum þótt hann sparki stöugt í þá og gefi þeim aðeins matarfleifarnar, því hundurinn veit ekki betur og á þetta treystir slæmi húsbóndinn

Jón Páll Haraldsson, 16.3.2013 kl. 17:27

4 identicon

Þvílíkar fábjánafullyrðingar: "Vinnandi fólk sem borgar með verðbólgu og síðan verðbótum borgar fyrir hagna útgerðarinnar með lélegu gengi krónunar"

Það vill þannig til að Ísland hefur farið frá því að vera fátækasta þjóð Evrópu, yfir í það að vera ein sú ríkasta.

Og af því að sjónarhóll þin er lítillog lágur, þá hafa kjör verið skert mun meira í öðrum Evrópuríkjum, með launalækkunum, atvinnuleysi, skattahækkunum og vaxtahækkunum.

Með inngöngu í ESB töpum við af eina sjávarútvegnum í Evrópu, sem er rekinn með hagnaði og án styrkja.

Við sem sagt töpum öll, og það stórt, gríðarlega stórt.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 17:38

5 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Hilmar. Þú notar orðið "fábjánafullyrðingar" nokkuð nálægt sjálfum þér. Hér er eins einfalt reiknisdæmi og ég þori að leggja fyrir þig.

Dæmi 1

1 kíló af þorski. verð € 1 = 90 kr 2007

1 kílo af þorski. verð € 1 = 167 kr 2013

krónu aukning til útgerðar = 77 kr

Dæmi 2

Innfluttur bíll 2007 verð € 20.000 = 1.800.000 kr

Innfluttur bíll 2013 verð € 20.000 = 3.340.000 kr

Krónu útgjaldaaukning til vinnandi fólks = 1.540.000 kr

Með von um að þú sért ekki að vinna hjá stjórnsýslunni eða fjármalágeiranum, en þó að þú virðist ekki skilja einfaldasta útreikning, þá er það ekki trygging fyrir því að svo sé ekki

Jón Páll Haraldsson, 16.3.2013 kl. 18:11

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hverjir borga fyrir föllnu bankana í ESB löndunum?
Hverjir borga fyrir atvinnuleysið í ESB löndunum?
Hverjir borga fyrir niðurgreiddar landbúnaðarvörur í ESB löndunum?
Hverjir borga fyrir aðsoðina við útgerðina í ESB löndum?

Eru það einhverjir aðrir en íbúar í þeirri húsdýrarétt?

Vilt þú láta draga þig í þann dilk í ESB réttinni?
Vilt þú verða þáttakandi í þeirri greiðslubyrgði?

Ekki ég.

Benedikt V. Warén, 16.3.2013 kl. 18:15

7 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Benedikt,

Hverjir borga fyrir föllnu bankana á Íslandi?

Hverjir borga fyrir atvinnuleysið á Íslandi?

Hverjir borga fyrir niðurgreiddar landbúnaðarvörur á Íslandi?

Hverjir borga fyrir aðsToðina við útgerðina á Íslandi?

Eru það einhverjir aðrir en íbúar í þeirri húsdýrarétt?

Vilt þú vera áfram í þessu dilk?

Vilt þú verða þáttakandi í þessri greiðslubyrgði?

OG HVERJIR BORGA SÍÐAN FYRIR ÓSTÐUGA KRÓNU, VERÐTRYGGINGU SEM HÆKKAÐI ÖLL VERTRIGGT LÁN UM 38 MILJARÐA MEÐ VERÐHÆKKUNUM S.L JANÚAR OG HVERJIR BORGA HÆÐSTA VERÐ Í EVRÓPU FYRIR DAGLEGA MATARÞÖRF

Ekki ég.

Líttu nú í spegilinn

Jón Páll Haraldsson, 16.3.2013 kl. 18:54

8 identicon

Jón Páll, ertu nýbúinn að gera þá merku uppgötvun að gengi krónunnar hefur snarlækkað?

Gott, þá getur þú farið yfir á snæsta stig, sem er að pæla í að krónan var of sterk áður, og útgerðin tapaði 40-100 miljörðum á ári frá aldamótum til 2008.

Hver borgaði það tap?

Nú veit ég fyrir víst að þú ert enginn hagfræðingur, en það er mín von, að þú skiljir að til lengri tíma litið, t.d. frá 1980 til 2006 hækkuðu laun að meðaltali um 2% umfram vísitölu lánskjara.

Ég veit ekki hvort það hefur eitthvað upp á að benda þér á það, enda ekki víst að þú skiljir hvað það þýðir.

Ástæðan fyrir efasemdum mínum, er þessi gríðarlega barnalega einföldun á gengi evru vs íslenskrar krónu, og fábjánalegu víðtæku ályktanir um ESB sem þú dregur af því.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 19:01

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ert þú að spyrja að þessu afþví að þú veist ekki svarið eða á þetta að vera innlegg í einhverja umræðu í anda Ragnars Reykáss?

Hvernig væri að spyrja um hvað hagur ofantalinna er af inngöngu? Enn betra...hvernig væri að telja það upp, þar sem ég álykta að þú vitir svörin. Komdu keð lista og þá er kominn einhver grunnur til að reka hluti ofan í þig. Koma svo...

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2013 kl. 19:10

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Páll.  Rosalega ert snjall. Ef þetta er eins hjá okkur og ESB löndunum, til hvers að breyta til?  Er ekki hollur heimafenginn baggi?

Á að ganga í ESB einungis breytinganna vegna?
eða
er það fínna að vera skattpíndur og niðurlægður, ef það eru útlendingar sem stjórna gjörningnum?

Svo í lokin, eigum við ekki bara að ganga dönum á hönd og taka upp þráðinn síðan fyrir Jón Sig?

Benedikt V. Warén, 16.3.2013 kl. 19:53

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við endanlega inngöngu í ESB töpum við síðasta möguleikanum til að vera herlaus friðarþjóð, og samþykkjum Rómarveldið með öllum sínum mannréttindabrotum og páfahörmungum.

Ég þakka fyrir það á hverjum morgni að búa ekki í stríðshrjáðu landi. Ég veit það innst inni, að það er dýrmætast af öllu að njóta þeirra forréttinda að búa í friðarlandi.

Íslendingar skilja ekki hversu mikilvægur friðurinn er (kannski vegna reynsluleysis), og trúa því að einhver þjóð geti hagnast á að tilheyra fölsku ESB-bankamafíu-"friðarbandalagi" (sem einu sinni kenndi sig við stál og kolabandalag).

Stál og kolabandalagið er löngu horfið úr allri umfjöllun um ESB. Í dag snýst umræðan um öryggið sem fylgir því að njóta "verndar" Evrópuseðlabankans (sem leiddi okkur í snöruna með EES-fjórfrelsinu "frelsandi"!

Ég get ekki tengt siðspilltan seðlabanka Evrópu við öryggi, frelsi, frið og réttæti, og því síður við stál og kolabandalag. Það "bandalag" er gamaldags og ó-raunhæf áróðursklausa spillingarafla bankaræningja-heimsmafíunnar!

Ég bið almættið algóða um að hjálpa fólki að skilja ískaldan raunveruleikann, um að stríð hefur aldrei skilað öðru en tapi og hörmungum fyrir bæði þjóðir og einstaklinga.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.3.2013 kl. 20:25

12 identicon

Heimskuleg spurning.

Spurningin ætti að vera -hvers vegnað ættum við að ganga í ESB-

En enginn hefur getað svarað því að einhverju viti. Af þeirri ástæðu einni hefur enginn viti borinn einstaklingur áhuga á að ganga í ESB

Bjarni (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 02:15

13 identicon

Sjálfsvirðingunni, upp að svo miklu marki sem hún tengist þjóðerni mínu og ríkisborgararétti (sem ég get sem betur fer afsalað mér!)

Virðingu þjóða heimsins, sem fyrrverandi fulltrúi frelsis og lýðræðis (menn settu á stofn alþingi til að losna undan konungsvaldi etc),........sem sveik sjálft sig og mannkynið með að verða undirlægja fyrir sjálfa TÁKNMYND ÓFRELSISINS Þýskaland.

Framtíðina, sem viðhengi Evrópu, táknmynd nýlenduherra, rasisma og kúgunnar, á nýjum tímum þegar Asía er að rísa og jafnvel Afríka, og Bandaríkin gagna í endurnýjun lífdaga en Evrópu einni hnignar sífellt og stöðuglega, svo ekkert verður eftir nema askan af hinu réttilega bölvaða og vonandi bráðlega horfnu eilíflega Germanistan og leppríkjum þess.

Eitt mannkyn - Engin Evrópa - Peace on Earth!

Frjáls íbúi á Ameríkuflekanum, Móður Jörð (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 06:44

14 identicon

Dagurinn nálgast sem Bandaríkin verða bara hluti af heiminum, þó þau verði áfram, í breyttri mynd, ein af þremur höfuðmiðstövðum hans (það verður ekki lengur valdamiðja). Fljótlega eftir þann dag HVERFUR Evrópa, og mun hafa mikilvægi minna og léttvægara en Fiji eyjar hafa í dag. Það verður fallegur dagur. Megi hann koma fljótt!

Deyji Eurocentrismi! Deyji nýlendukúgun! Deyji arðrán Evrópuveldanna! Deyji hin falska ímynd um að til sé einhver eining manna, aðskilin frá öðrum mönnum, sem kallast "Evrópa" og megi þessi falska ímynd og talsýn aldrei framar skaða nokkurn mann. Megi hún að engu verða. Aðhlátursefni eitt á bókasöfnum framtíðarinnar!

Niður með blekkinguna um Evrópu. Hún hefur deytt nógu marga nú þegar!

http://www.youtube.com/watch?v=6a0zhc1y_Ns

Frjáls íbúi á Ameríkuflekanum, Móður Jörð (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 06:50

15 identicon

Frakkland verður bráðum látið borga skaðabætur. Bretland líka! Þegar valdamiðjan færist til, þá verður Evrópa látin gjalda fyrir glæpi sína. http://www.youtube.com/watch?v=O8IwOb9NRVE

Þessir sjá um eigin útrýmingu. Þegar minnsta fæðingartíðni heims. Tyrkirnir sem sjá um fjölgunina þar núna munu flýja það. Eftir situr stjórnlaus Evrópa sem leysist í sundur. http://www.youtube.com/watch?v=8jdefO0Dxhc

Framtíðin mun hafna öllu sem hugmyndin um Evrópu þýddi. Eining mannkynsins fæðist af höfnunni á Evrópu. Vestræn menning losnar undan eigin hnignun og siðferðileg gildi hennar blómstra þegar hún er laus við áþjánina "Evrópu" og getur leitað aftur til eigin róta (sem liggja út fyrir Evrópu). http://www.youtube.com/watch?v=N0B9CitsfU0

Frjáls íbúi á Ameríkuflekanum, Móður Jörð (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 07:03

16 identicon

Gleymið því aldrei að VIÐ erum eitthvað meira en íbúar ímyndaða menningarheimsins Evrópu, og að VIÐ lifum þá aðeins af að við hengjum okkur ekki í þessa deyjandi blekkingu. Þrælahald Evrópumanna sem aldrei var afnumið, heldur flutt yfir á nýlendurnar, til verksmiðjuþrælanna okkar, er að taka enda. Þá mun arðrán Evrópu enda. Fyrrum þrælarnir krefjast réttlátari heims. Þeir sem taka þátt í því með þeim, hin frjálsu ríki norðursins og ríkin sem losna frá Evrópu í Suðri, mun fá uppreisn æru og öfundsvert hlutskipti meðal þjóðanna í samfélagi framtíðarinnar, hinir sem gerðust þjófsnautar Evrópu og meðsekir í glæpum hennar, þeir fá að hverfa burtu með henni. Tilheyrir þú mannkyninu eða Evrópu? Gerðu það upp við þig. Arfleið þín verður í samræmi við niðurstöðu þína.

Frjáls íbúi á Ameríkuflekanum, Móður Jörð (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 07:07

17 identicon

Mun aldrei kjósa hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkinn.

Þekki ekki einn einasta sjómann.

Ættaður úr 101. Á engra hagsmuna að gæta út á landsbyggðinni.

Gæti hagnast persónulega á styrkjum frá ESB vegna starfs míns.

Sel ekki sál mín og svík ekki mannkynið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Frjáls íbúi á Ameríkuflekanum, Móður Jörð (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 07:15

18 identicon

Tíu góðar ástæður fyrir því að Ísland eigi að ganga í ESB!

7. janúar 2013 › 13:53

Vegna fjölda áskoranna hef ég nýtt ár hér á blogginu með því að fjalla um tíu atriði sem ættu að skipta alla máli þegar velt er fyrir sér afhverju Ísland á að ganga í Evrópusambandið. Hér eru nokkrar af mínum ástæðum. 


1.      Lægra matvælaverð á Íslandi
Áhrifin á matvælaverð á Íslandi eftir inngöngu í ESB hafa verið rannsökuð margoft, nú síðast af hagfræðingunum  Daða Má Kristóferssyni, dósent við Háskóla Íslands, og Ernu Bjarnadóttur, hjá Bændasamtökunum, en niðurstaða þeirra var sú að reikna má með að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um allt að 40 - 50% við aðild að ESB. Ekki nóg með það heldur munu mjólkurvörur lækka um allt að 25% og einnig má reikna með að verð á nautakjöti muni lækka. Þetta eru afleiðingar þess að tollar á vörum og landbúnaðarafurðum frá aðildarríkjum ESB falla niður við aðild Íslands að ESB, sem eykur samkeppnina og bætir kaupmáttinn. 


2. Ísland öðlast raunverulegt fullveldi
Öfugt við það sem margir halda gjarnan fram, að Ísland tapi fullveldi sínu við inngöngu í ESB, má í raun segja að Ísland öðlist raunverulegt fullveldi með aðild að ESB. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) njótum við margra þeirra kosta sem ríki öðlast með aðild að ESB, en gleymum því hins vegar ekki að við höfum þar af leiðandi kynnst þeim ókosti sem felst í því að vera ekki fullgildur aðili; við höfum ekkert um þær ákvarðanir sem eru teknar innan ESB og hafa bein áhrif á okkur Íslendinga að segja, því með EES-samningnum  tökum við upp gríðarlegt magn af ESB-löggjöf hér á landi, sem samin er af aðildarríkjum ESB, sem síðan senda okkur hana í pósti, því við sitjum ekki við borðið þar sem þessi löggjöf er samin, löggjöfin sem snertir okkur öll daglega.


Með aðild að ESB mun Ísland því styrkja fullveldi sitt með virkri þátttöku í ákvörðunum og samningum á vettvangi sambandsins, en raunverulegt fullveldi í hinum hnattræna heimi sem við búum í, í dag, fæst með því að deila því með öðrum þjóðum til þess að ná sameiginlegum markmiðum. 


Í Noregi rannsökuðu sérfræðingar áhrif EES-samningsins á norskt samfélag, og var niðurstaða hópsins sú að með EES-samningnum býr Noregur við meira afsal á fullveldi heldur en innganga í Evrópusambandið myndi hafa í för með sér. Við getum auðvitað yfirfært það á íslenskt samfélag.


3. Lægri vextir
Með aðild Íslands að ESB og upptöku evru fáum við lánakjör sambærileg þeim sem Evruríkin búa við í dag sem mun skila sér í lægri vöxtum á húsnæðismarkaði og almennt á lánamarkaði. Með íslensku krónuna og verðtrygginguna búum við hér á landi við gríðarlega háar axtagreiðslur. Munurinn á vaxtagreiðslum Íslendinga og Evrópuríkja hefur verið rannsakaður margoft, til dæmis af ASÍ, og eru niðurstöðurnar sláandi.


Á árunum 1998 - 2010 voru nafnvextir á húsnæðislánum hér á landi um 12% meðan þeir voru mest 5% í Evrópu. Í dæmi sem ASÍ tók til skoðunar kom í ljós að á meðan evrópsk fjölskylda var að borga um 5 - 800 þúsund krónur í vexti á ári, var íslenska fjölskyldan að borga 1 - 2 milljónir í vexti á ári.


Með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru munum við því getað fengið lán á lægri vaxtakjörum, án verðtryggingar, og þannig munu heimilin í landinu spara háar upphæðir, sem nú fara í vaxtagreiðslur, á ári hverju.


4. Evra vs. króna
Með aðild Íslands að ESB og upptöku evru, munum við, auk þess að fá lægri vexti og losna við verðtrygginguna, fá stöðugara gengi og verðlag, losna við gjaldeyrishöftin, fá minni verðbólgu, stöðugara verðlag, minni gengissveiflur á sama tíma og við losnum  við ónýtan gjaldmiðil og þann gríðarlega kostnað sem heimilin í landinu bera af krónunni. Sama hvað fólk vill segja um evruna, þá er það staðreynd að á sínum versta degi er evran samt sterkari en krónan á sínum besta degi. Allt skilar þetta sér í betri lífskjörum fyrir almenning þar sem áætlanir í heimilisrekstrinum og atvinnulífinu verður mun auðveldari. 


5. Lægri skólagjöld í breskum háskólum
Breskir háskólar hafa ávallt verið vinsælir meðal íslenskra námsmanna enda eru margir af þeim meðal bestu háskóla í heimi. Skólagjöldin í breska háskóla eru hins vegar gríðarlega há, og þá sérstaklega fyrir nemendur sem ekki koma frá ESB ríkjunum, þar sem Bretar skipta námsmönnum í tvo flokka: ESB og aðrir. Með aðild Íslands að ESB gætu því íslenskir námsmenn sparað sér þúsundir punda í skólagjöld. 


6. Niðurfelling tolla
Við inngöngu í ESB falla niður tollar á milli aðildarríkjanna, en eins og ég hef nefnt, þá skilar það sér til dæmis í lægra matvælaverði. Niðurfelling á tollum skilar sér einnig í ódýrari verslun og þjónustu, annars konar en með matvæli. Niðurfelling tolla opnar einnig möguleikana á auknum atvinnutækifærum fyrir Íslendinga. Innlend fyrirtæki, stór sem smá, eiga erfitt með að þrífast á Íslandi í dag. Afhverju ætli forsvarsmenn Össurar, Marel og CCP vilja ganga í Evrópusambandið? Vegna þess að með krónu, sem er ein stærsta viðskiptahindrunin á Íslandi í dag, og aðrar hindranir eins og tollar til og frá Íslandi hefta viðskipti. Við þurfum óheftan aðgang að innri markaðinum svo atvinnulífið á Íslandi geti blómstrað.  


7. Erlendar fjárfestingar - aukin atvinnutækifæri
Með inngöngu í ESB og upptöku evru verður auðveldara að laða að erlenda fjárfesta til Íslands, sem myndi vonandi skila sér í því að erlend fyrirtæki munu setjast hér að og skapa þannig atvinnu fyrir Íslendinga, en við þurfum að skapa þúsundir starfa hér á Íslandi á næstu árum ef við ætlum ekki að horfa á eftir unga fólkinu úr landi í leit að atvinnutækifærum. "Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópu­sambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma." 


8. Landsbyggðin
Aðild Íslands að ESB felur í sér hlutdeild í hinum ýmsu styrktarsjóðum ESB. Til dæmis fengi Ísland aðgang að byggða- og uppbyggingarsjóðum ESB, en til þeirra renna um 1/3 af heildarfjárlögum ESB. Í greinagerð sem unnin var fyrir Samtök íslenskra sveitarfélaga um hugsanleg áhrif aðildar að ESB á íslensk sveitarfélög kemur fram að "talið er til helstu kosta aðildar að íslenskum sveitarfélögum opnist aðgangur að styrkjum úr byggðarsjóðum ESB og ákvörðunum um með hvaða hætti þeim er úthlutað til einstakra svæða hér á landi. Aðrir kostir sem nefndir eru er aðgangur að styrkjum úr landbúnaðar-/dreifbýlissjóði ESB, aðgangur að styrkjum til sjávarbyggða, aðild að öllum áætlunum ESB, hvati að auknu samastarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og öflugri stjórnsýslu sveitarfélaga, meira forræði sveitafélaga í byggðamálum og aðgangur að stofnunum ESB sem fjalla um byggða- og sveitastjórnarmál."  


9. Stærsta viðskiptablokk í heimi
ESB er stærsta viðskiptablokk í heimi. "ESB er stærsti útflytjandi vöru og þjónustu á heimsvísu og hefur yfir að ráða víðfeðmu neti viðskiptasamninga  og -tengsla sem skapa aðildarríkjum markaðsaðgang utan svæðisins." Með aðild Íslands að ESB yrðum við hluti af stærstu viðskiptablokk heims og hefðum áhrif á mótun hennar og aðgerðir. Evrópumarkaðurinn yrði að heimamarkaði okkar, en árið 2011 fór 82.7 % af vöruútflutningi Íslands til annarra ríkja á innri markaði ESB. Þá er pólitískt vægi ESB mikið í þessu alþjóðlega viðskiptasamstarfi, og þannig myndu áhrif Íslands á alþjóðavettvangi aukast.


10. Hugmyndin er góð
Markmið ESB hefur frá upphafi verið að stuðla að friði og er friður eitt af grunngildum Evrópusambandsins. ESB stuðlar líka að velferð, frelsi, lýðræði, virðingu fyrir mannréttindum, jafnt í Evrópu sem og um allan heim. Jafnréttismál hafa ávallt verið í forgangi, en mikil áhersla er einnig lögð á umhverfisvernd, neytendavernd, kvenréttindi, þróunaraðstoð, öryggismál, menntun og atvinnu. Öll 27 aðildarríki ESB deila þessari hugmyndafræði og hafa skuldbundið sig til þess að verja þau, jafnt í Evrópu sem og um allan heim.


Evrópusambandið er fyrirbæri sem hvergi finnst annars staðar í heiminum. ESB er ekki ríki, ekki ríkjasamband og ekki venjuleg alþjóðastofnun. ESB er samstarfsvettvangur 27 ríkja, 500 milljón manna, sem saman vilja vinna að betri heimi. Afhverju ætti Ísland ekki að vilja vera hluti af slíkri sögu? Sögu friðar og kærleika.

Höf.Sema Erla er stjórnmálafræðingur sem útskrifist með meistaragráðu í Evrópufræðum (e. European Union Politics and Law) frá Edinborgarháskóla árið 2011. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá Já Ísland. Evrópumálin eru því allt í senn menntunin, atvinnan og áhugamálið og því mun flest allt hér fjalla um málefni Evrópusambandsins og Íslands.

Eru þetta ekki bara fínustu rök af hverju við ættum að ganga í ESB. Almenningur í landinu okkar mun á allan hátt hagnast á því. Láki.

Láki (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 10:03

19 identicon

Steypan byrjar strax í fyrstu línunni. Verð á eggjum, kjúklingum og svínakjöti lækki svo mikið. Kjúklingar og svín eiga það sameiginlegt að búa við svo siðferðilega skelfilegar aðstæður að hold brennur af fótunum við að troða eigin saur og slíkt, mál af þessu tagi hafa oft komist upp hér. Siðferðilega meðvitað, menntað fólk, sem annt er um eigin heilsu og hag, svo og siðferði samfélags síns, kaupir því hvorki fátækra matinn kjúklinga (sem í BNA voru lengst af einkum þrælamatur), né svín lengur, nema þá sérstaka lífrænt ræktaða mannúðlega og svo framvegis vöru, sem verður ALLTAF dýr, nema ætlast sé til bændur séu hafðir í þrælavinnu. Í öllum nágrannalöndum okkar er allt efnameira og betur menntað fólk hætt að kaupa kjöt á almennum markaði og borðar ekki nema brúnegg. Annað þykir ekki mannsæmandi lengur. Sameinuðu Þjóðirnar hafa lagt mikið upp úr bæði mannúðlegri meðferð á dýrum, og minni neyslu á vöru eins og kjúklingi, og að draga úr kjötáti almennt. Evrópusambandinu er svo í mun að minnka kjötneyslu, vegna aukinnar óhollustu kjöts, að verið er að þróa aðrar leiðir, svo sem að skoða aukna neyslu pödduáts, skaðlausari, siðferðilega réttari og heilsusamlegri leiðar til að verða sér út um prótín og borgar vísindamönnum milljónir til að finna upp leiðir að gera fólk afhuga kjöti og taka þess í stað upp þessa siði, sem eiga betur við í dag að þeirra mati. Helsta fyrirstaðan eru gömul trúartabú sem banna pödduát. Fyrirfólkið mun þó seint taka þetta upp og halda sig við sitt DÝRA lífræna kjöt og/eða eingöngu fínt og dýrt grænmetisfæði, en leysa á vandann á glæpsamlegri meðferð á dýrum og lélegum gæði skaðlegs kjöt, og sérlega er vandinn tengdur svínum og kjúklingum, með að gera almenning elskari að pöddum. http://www.huffingtonpost.com/2011/09/06/insect-eating_n_950827.html

Baldur (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 10:30

20 identicon

Egill Helgason er hér með góða grein um afhverju ESB er að reyna að grípa til jafn róttækra aðgerða og linkurinn á hið frábæra vinstrisinnaðablað Huffington Post, eitt helsta málgang vinstrisinna um allan heim, greinir frá (að láta efnaminnafólk borða pöddur, heilsu sinnar og umhverfisins vegna) og hvers vegna Sameinuðu Þjóðirnar eru sérlega á móti því að almenningur haldi áfram að borða lífshættulegt svína og kjúklingakjöt (en aðeins hæsta klassa svína - og kjúklingakjöt er ekki hættulegt heilsu okkar lengur, og það fæst bara beint af býli.) Vegna skelfilegra aðstæðna á hænsnabúum eru annað en brúnegg líka orðin hreint eitur, sem engin manneskja með sjálfsvirðingu borðar. En fíflin gapa við því að ESB skuli selja okkur ódýrara það sem millistéttarfólk í Evrópu er að hætta að borða sjálft! Við fáum líka örugglega ódýrt rottueitur ef við viljum. Menntunarstig Íslendinga er greinilega ótrúlega lágt og ekki skrýtið greindarvísitalan fari lækkandi með slæmu mataræði! http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2013/02/19/bordum-minna-kjot-umhverfisins-vegna/

Baldur (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 10:35

21 identicon

"Breskir háskólar" klisjan er fáránleg. Staðreynd 1: Breskir háskólar ALMENNT eru langt því frá frábærir. Bretar eiga metið á eftir Indlandi og Bandaríkjunum (í þessari röð) í lélegum eftirlíkingum af háskólum, sem oft heita villandi nöfnum búnum til til að veiða hálfvita eins og Oxford College í London, (hljómar vel og halar inn milljónir aðallega frá illa upplýstu fólki úr þriðja heiminum, en er sko enginn Oxford!) Þeir bresku háskólar sem varið er í er hægt að telja á fingrum sér. Fleiri eru þeir ekki sem komast í flokkinn "á heimsmælikvarða" (nema auðvitað þú takir trúanlegar auglýsingar HÍ um að HÍ sé "á heimsmælikvarða" því hann sé "einn af bestu 300 skólum heims" (sem hljómar eins og brandari!) Staðreynd 2: Þeir bresku háskólar sem taka afburðarnámsmenn inn frítt á styrkjum, hvaðan sem þeir eru. Aðrir en afburðarnámsmenn, og það að vera afburðarnámsmaður krefst meira en bara góðra einkunna (sem einar og sér koma þér aldrei inn í Oxford eða Cambridge), hafa ekkert í þessa skóla að gera og munu bara sóa tíma og fé annarra þar (eða eigin, ef þeir eru vellríkir, mjög vitgrannir með slæma dómgreind, og já, líklega í ESB), því þeir munu aldrei ná að útskrifast, né nýtt sér námið í raun á annan hátt, og því ekki geta gert annað en skreytt sig með að hafa verið þarna við nám, sem gagnast þeim ekki við neitt nema slá sig til riddara í augum ómenntaðra hálfvita.

Baldur (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:31

22 identicon

Reality check: Meðalskussar geta látið sig dreyma um styrki og forréttindi í krafti þess að vera "Evrópumaður, en staðreyndin er einföld. Ef það er í alvörunni eitthvað varið í þig, þá áttu möguleika á ÓKEYPIS námi í Oxford, Harvard eða hvað sem er. Sérstu ekki multi-milljóner, og farir í slíkan skóla, afþví þú sleppur með örlítið lægra gjald í krafti þess að vera borgari í BNA eða ESB, þá ertu einfaldlega hálfviti sem muntu sitja uppi með tómar skuldir. Enginn sem ekki hefur náð því að verða afburðarnámsmaður ætti nokkru sinni að sækja um slíkan skóla. Ef pabbi þinn heitir ekki George Bush senior, þá áttu ekki nógu mikinn pening til að borga fyrir gráðuna...

Baldur (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:34

23 identicon

"Markmið ESB er að stuðla að friði" blah blah. Hvað hefur þú lesið margar bækur um æfina? Ekki margar greinilega. ESB byrjaði sem hagsmunabandalag nokkurra Evrópskra fyrirtækja og markmið þess var og er að hin Evrópska auðmannaelíta græði peninga. Auðvitað er það ekki hugmynd sem gengur að selja illa greindum almenningi, svo það varð að fá eitthvað skraut að láni frá Bandaríkjunum til að reyna að láta þetta líta aðeins betur út "mannréttindi" blah blah (alls konar copy/paste sem er ástæða þess Guðbergur Bergsson komst svo snilldarlega að orði "Evrópa er bókin sem byrjaði að herma eftir kvikmyndinni um sig (Bandaríkjunum, afsprengi hennar, en öll hugmyndafræði ESB er útvötnuð hugmyndafræði BNA, í bland við "mósaík" hugmynd Kanada manna sem ESB stal frá Kanada. Þetta er svo augljóst trikk og ekkert á bak við þetta glimmer sem auðmennirnir settu ofan á hagsmunabandalag sitt sem allir vita af, og hægt er að lesa um í öllum virðulegum bókum um tilurð ESB, að það er ágætis próf á almennt greindarfar manna og menntun að spyrja þá hvort þeir trúi því virkilega að ESB sé hugsjónabandalag sem eigi uppruna sinn í friðarhugsjóninni. Ég ráðlegg Láka að halda sig frá því að sækja um Oxford þegar þar að kemur, með eða án ESB. Það yrði þungt fall, enda enginn maður sem hefur farið í Oxford sem hefur jafn fáránlega skoðun á ESB. Þeir sem eru það, og það einnig einlægustu stuðningsmennirnir og hafa þó gengið í Oxford, vita og viðurkenna þetta er eingöngu viðskiptalegt hagsmunabandalag sem hagnast fyrst og fremst fjármálaelítunni. Láti maður annað út úr sér í menntaðra manna samfélagi nema á örlitlum innræktuðum krummaskurðum, er maður einfaldlega álitinn jafn vangefinn og maður sem með glampa í augum og bros á vör dásamar breska heimsveldið, sem knúið af hugsjóninni um kristni boð og mannbætur lagði heiminn að velli sér af tómri manngæsku og göfuglyndi.

Baldur (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:42

24 Smámynd: Pétur Harðarson

Gott og vel að ræða þessi mál og ekki skrítið að menn hafi misjafnar skoðanir. Sjálfur var ég svo auðtrúa að ég trúði því að við fengjum samning á borðið eftir 18 mánaða samningalotu eins og ríkisstjórnin lagði upp með í byrjun. Við skulum hins vegar bara horfa raunsætt á málið og gera okkur grein fyrir því að samningaferlið er gjörsamlega strand. Eftir 4 ár er aðeins búið að klára 11 af 33 köflum og gjörsamlega ómögulegt að segja hvenær við fáum að sjá þennan samning.

Það er oft bent á að ekki sé hægt fullyrða um inngöngu í ESB aðildina því vitum ekki hvað samningurinn muni innihalda og því spyr maður sig hvernig menn geti lofað bótum, gulli og grænum skógum í sambandi við ESB aðild þegar engin samningur liggur fyrir.

Þið getið rifist þangað til þið eruð orðnir bláir í framan en hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá erum við ekki á leiðinni inn í ESB á næstu árum. Það væri eðlilegast að fara yfir stöðu ferilsins í dag, sjá hvað hefur áunnist, hvað þetta hefur kostað og hvenær er raunsætt að samningum verði náð. Þá getur þjóðin kosið hvort hún hefur yfirleitt áhuga á að sjá einhvern samning.

Pétur Harðarson, 17.3.2013 kl. 19:23

25 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Það eru rök bæði á móti og með inngöngu í ESB og mörg rök eru góð og gild báðum megin. Ég persónulega tel að Ísland verði að finna einhverja lausn á vandamáli krónunnar og þess vegna hef ég áhuga á að sjá hvað býðst, en ég veit ekki í dag hvernig ég mun kjósa eins og ég hef sagt áður.

Ég setti upp þessar spurningar, bæði fyrir mig og aðra til þess eins að reyna að átta mig hverjir eru hvatarnir á bak við skoðanirnar og það er gaman að sjá að það eru til aðilar sem eru tilbúnir að skrifa sínar rökstuddar hugsanir hér, en það er líka jafnleiðinlegt að lesa öll þessi orð um heimsku, vitleysu. Hér eru einnig mikið um órökstuddar fullyrðingar ásamt hreinum rangfærslum.

Aðeins 15% þjóðarinnar segist virða Alþingi Íslendinga og fólk talar mikið um að þingmenn séu ekki að hugsa um hag þjóðarinnar heldur að þeir séu stöðugt í skotgröfum, með eða á móti máli eftir því í hvaða skotgröfum þeir eru. Mér sýnist að þetta eigi nú ansi vel við nokkra sem hafa komið með athugasemdir hér. Það er stokkið beint í skotgrafirnar og skít kastað af öllum mætti. Vill virkilega einhver að við veljum að ganga inn eða ekki í ESB á óupplýstum rökum?

Jón Páll Haraldsson, 17.3.2013 kl. 21:23

26 identicon

Jón Páll Haraldsson. Ég er vinstrimaður, og sem vinstrimaður get ég ekki verið evrukrati, fulltrúi úrelts heimsskipulags á tímum raunverulegrar alþjóðavæðingar, sem fellst í því, fyrst og fremst, að vægi Evrópu, sér í lagi "gömlu Evrópu", sem ódámurinn Rumsfeld réttilega nefndi svo, og komst vel að orði aldrei þessu vant, verður að minnka, og minnka sem allra mest, til að hagur mannkyns, friðsæld og framtíðarvon megi aukast. Þess vegna get ég ekki með góðri samvisku nokkru sinni stutt hin gömlu fúnu heimsveldi í að auka hag sinn. Ég vil frekar horfa á aukna einingu Norður Slóðanna og fara að dæmi frænda okkar í vestri Grænlendinga, sem vitandi að þeir eru að fara að verða ríkasta þjóð heims miðað við höfðatölu og þjóðir heims mæra þá með dollaramerkin í augunum, hafa vit á að komast í oddastöðu með að ræða við ríki eins og Kóreu og styrkja tengsl sín vestur um haf til frænda sinna þar í Alaska, en dettur ekki í hug að gerast aðilar að ESB. Við ættum að læra sitt hvað af þeim um sjálfsvirðingu og manndóm, nú þegar kemur senn að sjálfstæði þeirra. Af okkar eldri bræðrum Norðmönnum getum við svo lært ýmislegt um ráðdeild, skynsemi og framsýni. Viljum við í raun styrkja tengsl okkar við "okkar fólk", þá er það hvergi að finna nema í Kanada, þar sem næstum helmingi jafn margt fólk og býr hér á landi tengir sig með einum eða öðrum hætti við Ísland, elskar Ísland og er tilbúið að vinna að íslenskum hagsmunum. Við eigum líka góða vini meðal Bandaríkjamanna, sér í lagi Bill Clinton sem hefur talað okkar máli um allan heim, mest þar sem áhrifin eru mest, bak við luktar dyr, og lagt stærst lóð allra á vogarskálar þess að vel fór í Icesave málinu, hvers stórkostlega eiginkona verður ekki ólíklega forseti Bandaríkjanna, en ein hennar besta og nánasta vinkona heitir Dorriet og við þekkjum hana öll, en hún er stærsti og mesti velgjörðarmaður sem Ísland hefur átt. Leggjumst ekki svo flöt undir Evrópu að aðrar þjóðir missi alla samúð með okkur og tengi okkur við fortíðina og stöðnun en ekki framsækna nýja tíma. Hugsum stærra og hugsum lengra. Hinn gamli heimur líður senn undir lok.

NOS IGWT (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 02:26

27 identicon

Enginn vanmeti framsýni Noregs, lands sem ber á allan hátt höfuð og herðar yfir Norðurlöndin, og er talið heimsins þróaðasta ríki, þar sem mest þróun hefur verið í mannréttindamálum og mest hagsæld ríkir af flestum alþjóðlegum stofnunum sem mæla slíkt í dag. Noregur hugsar fram í tímann, með hagsmuni alls mannkynsins að leiðarljósi, þeir hugsa stórt og hátt og vítt, og þess vegna eru þeir ekki í ESB, eins og frændur þeirra sem smærra hugsa. Noregur hefur meðal annars undirbúið forðabú, kennt við "Örkina hans Nóa", sem er eitt helsta umræðuefni vísindamanna og háskóla út um allan heim í dag, þar sem geymd eru sæði og frækorn fyrir þann dag sem nálgast bráðlega að jörðin verður að stórum hluta til ónýt, að langmestu leyti vegna ofnýtingar vestrænna manna á síðustu öldum og virðingarleysi þeirra fyrir jörðinni. Engin Evrópsk þjóð hugsar jafn langt fram í tímann með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi líkt og Noregur í dag. Við megum vera stollt af uppruna okkar og við skulum ekki fyrirgefa Þjóðverjum of fljótt, um of, þegar augljóst er að ef heil kynslóð af ömmum og öfum frammdi grimmdarverk eru barnabörnin langt því frá heilbrigð. Mannlegt eðli og sálfræði virkar ekki þannig. http://usatoday30.usatoday.com/tech/science/environment/2008-02-26-seeds_N.htm

NOS IGWT (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 02:31

28 identicon

Norðmenn hugsa allra Evrópuþjóða stærst, með hagsmuni framtíðarinnar og alls mannkynsins að leiðarljósi. Það er hin raunverulega ástæða þess að þeir eru ekki í ESB. Þeir hugsa og vítt og stórt og eiga því ekki heima með gaggandi hænsnahjörð afturhaldsafla. Við getum margt af þeim lært.

http://usatoday30.usatoday.com/tech/science/environment/2008-02-26-seeds_N.htm

NOS IGWT (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 02:47

29 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Þú færir þó rök fyrir andstöðu þinni. Ég sammála þér varðandi styrkingu Norðurlandana og ég hefði helst viljað sjá myntbandalag á milli Norðurlandana, því Norðurlöndin hafa mjög svipað hagkerfi og þar með ekki þessar öfgar frá einu hagkerfi til hins næsta. Ég hef búið bæði í Noregi og Þýskalandi og ég get fullyrt að báðar þessar þjóðir eru mjög mikið til fyrirmyndar hvað mannréttindi varðar og mér þykir ummæli þín um Þýskaland ansi lágkúrulegt og þótt ég sé stoltur af upprunamínum og fyrir það að vera Íslendingur, þá tel ég mig ekki yfir neinn hafin. Sumt af því sem þú skrifar minnir reyndar svolítið á hvernig Þjóðverjarnir sem þú nefnir höguðu sér.

Jón Páll Haraldsson, 18.3.2013 kl. 08:39

30 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sé það að Láki er greynilega búinn að ákveða það sjálfur hve gott það verði að komast í ESB...

Staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini varðandi þessi "10 góðu ástæður þess að ganga í ESB", og halda þau ekki vatni þessar ástæður.

Pólland gekk í ESB sem dæmi 2004. Í kjölfarið hafa komið verðhækkanir ofaná verðhækkanir, laun hafa staðið í stað og er svo komið að Pólverjar eru farnir að tala um að nú sé virkilega farið að kreppa að í ESB landinu Póllandi. Margir benda hinsvegar á excel skjöl sem sýna hagvöxt þar í landi en við sem erum eldri en tvævetur og búum á Íslandi vitum hvers virði excel skjöl eru, enda hrundi hér allt 2008 eftir excel skjala æfintýri banka og fjármálastofnana.

Í Prtúgal og á Spáni hækkaði líka vöruverð þegar þeir tóku upp Evru sem gjaldmiðil, svo það er líka búið að dæma þá leið ónýta fyrir okkur. Það verður bara að segjast að það er alveg sama hvaða fagurgala ESB sinnar reyna að koma með varðandi góðar ástæður til að ganga í þetta bandalag eru dæmdar ónýtar strax enda ekkert sem hægt er að lofa varðandi hagvöxt, launakjör, verðlag og þessháttar. Það eina sem er næsta öruggt að gerist ef við göngum í ESB er það að hér verði aukið atvinnuleysi og við töpum landhelginni, en það þýðir að helmingurinn af fullveldinu hverfur ef miðað er við að fullveldið sé landið og landhelgin.

En það er erfitt að svara spurningu síðuhafa nema kanski mest fyrir sjálfann mig er ég segi að mjög líklega mun ég falla inní þessa prósentu sem verða atvinnulausir og mun ég því líklega tapa þannig á inngöngu í ESB.

með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 18.3.2013 kl. 09:28

31 identicon

Ég er, því miður, 1/4 Þjóðverji og er að hluta til alinn upp í Þýskalandi. Það er margt sem Þjóðverjar tala um sín á milli sem ekki er talað um við aðflutta og innflytjendur. Meinsemd nazismans er langt því runnin af þjóð ömmu minnar sem mótaði æsku mína. Þjóð sem startar tveimur heimsstyrjöldum og útrýmir stórum hluta eigin þjóðar, það er veik þjóð. Hún læknast ekki á örfáum kynslóðum. Allt í lagi að veita henni það sama og öðrum þjóðum, en hún hefur ekki unnið sér það inn að fá að leiða heiminn eða sýnt sig til þess færa. Það væri óviðeigandi gagnvart mannkyninu að verðlauna menn fyrir mestu grimmdarverk mannkynssögunnar.

NOS IGWT (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 09:45

32 identicon

Íslenskt verkafólk og hvít-kraga skrifstofustarfsmenn munu tapa á inngöngu í ESB, ekki spurning, Ólafur. Viðskiptajöfrarnir munu græða á því, en þeir búa hvort sem er flestir í Bretlandi og hafa haldið sig þar löngu áður en þeir rústuðu efnahag landsins. Þeir gætu flutt sig hingað aftur án þess að tapa á því fjárhagslega. Þeir sem lifa á listinni að lifa á styrkjum gætu líka sumir grætt. Þetta er ekki meirihluti þjóðarinnar. Ekkert nágrannalanda okkar hefur það jafn gott og Noregur, og þangað streyma efnahagslegir flóttamenn ekki bara frá Íslandi, heldur líka frá Svíþjóð og Danmörku, sem eru lönd að hruni komin eftir sirka 10 ár.

NOS IGWT (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 09:50

33 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Ólafur,

Gallinn við Evruna var og er að hún hentaði í raun illa þeim ríkjum sem voru með annað hagkerfi en ríkari þjóðir Evrópu. Spánn, Portúgal, Grikkland er mjög oft nefnd þegar það á að benda á galla Evrunar og það er mjög góð ábending. Þessi ríki voru með allt annað hagkerfi, þar sem matur, vín og mjög margt annað var mjög ódýrt fyrir Norður Evrópu búa og þess vegna voru þessi lönd t.d. mjög vinsæl sem ferðamannastaðir. Þegar þeir tóku upp Evruna þá færðu þeir sitt hagkerfi að hagkerfum Norður Evrópu og annara ríkari landa Evrópu og þar með féll hluti af glansinum af þessum löndum. Norðurlandabúar fara t.d. mun minna í frí til þessara landa. Í staðinn er farið til nýrra áfangastaða í Afríku og síðan til Asíu. Það sama hefur gerst með hluta af landbúnaðarvörum þessara landa. Þær voru alltaf samkeppnishæfar vegna þessarar munar á hagkerfunum, en núna hafa þær margar hækkað of mikið. Þessi lönd lifðu á því að vera með annað hagkerfi og sennilega var rangt hjá þeim að ganga í Evruna

Jón Páll Haraldsson, 18.3.2013 kl. 09:59

34 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

NOS,

Þú segir að Viðskiptajöfrarnir muni græða á inngöngu Íslands í ESB. Eru þá Sjálfstæðis- og framsóknaflokkur verndarar vinnandi fólks á Íslandi? Það eru jú þessir tveir flokkar sem eru harðastir andstæðingar ESB í dag

Jón Páll Haraldsson, 18.3.2013 kl. 10:03

35 identicon

Ég kýs Vinstri Græna. Samfylkingin var búin til af auðjöfrum og er haldið upp af auðjöfrum. Það skiptir auðjöfrana engu hvort xD vinnur eða xS, það eru tvö andlit á sama skrýmsli, fjármögnuð af sama fólki. Pepsi eða Coke? Pepsi og Coke eru í dag orðið í eigu sama fyrirtækisins. xS eða xD er samskonar falskt val fyrir múginn og það að þú hafir "frelsi" til að velja Pepsi eða Kók, sama fyrirtæki, mismunandi bragðefni sett út í sama óholla gumsið.

NOS IGWT (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 11:30

36 Smámynd: Pétur Harðarson

Hverjir borga föllnu bankana á Kýpur?

Pétur Harðarson, 18.3.2013 kl. 12:34

37 identicon

Láttu ekki svona Pétur. Hitler ætlaði á sínum tíma að stofna "Stór Þýskaland" og renndi hýru auga til allra Slavanna í Austur Evrópu sem fyrirtaks láglaunavinnuafls og fallbyssufóðurs framtíðarinnar. Í dag hefur draumurinn að mestu ræst, og Kýpur búar fá, sem þegnar Evrópu, fyrir náð og miskunn að komast í skuld við Þýskaland það sem rústaði öllu á þessu svæði fyrir örfáum áratugum, svo þjóðunum þarna í kring blæðir enn fyrir og Grikkir til dæmis hafa aldrei almennilega náð að jafna sig eftir yfirgang Þjóðverja á svæðinu....en það er grafið og gleymt því nú eru sumir svo heppnir að vera í ESB og fá því lán frá Þýskalandi = ávísun á eilífan skuldaþrældóm, undirgefni og þjónkun við "herraþjóðir" ESB.

Janus (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 12:48

38 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Pétur, Hverjir borga föllnu bankana á Kýpur?

Það er í raun örlítið sniðugt því um 1/3 af öllum innistæðum á bankareikningum á Kýpur eru af lands / svartar krónur einstaklinga og fyrirtækja sem ætluðu sér að vera með peninga í skattaskjóli á Kýpur. Samherji átti t.d. samkvæmt fréttum á síðasta ári ca 6 miljarða króna á reikningum á Kýpur. Þetta þíðir að þeir fengu ca 600 miljóna skell við þennan tæplega 10% skatt sem var settur á innistæðurnar. Þeir gætu að vísa fengið þetta til baka í einhverskonar hlutabréfa eign í þessum föllnu bönkum, þ.e. ef þessir banka verða aftur verðmætir

Jón Páll Haraldsson, 18.3.2013 kl. 13:43

39 Smámynd: Pétur Harðarson

Það eru nú heldur betur betur aflandskrónur hérna líka er það ekki? Aðalatriðið er að ESB tryggir ekki stöðugleika eða góða bankasýslu. Ég held við ættum fyrst að einbeita okkur að því að taka til hjá okkur áður en við hugsum út í að fara þarna inn.

Pétur Harðarson, 18.3.2013 kl. 15:23

40 Smámynd: Pétur Harðarson

Og annað í sambandi við samningsgerðina. Nú stendur skýrt í reglum ESB um aðild að ekki sé hægt að semja um kafla samningsins. Þar stendur orðrétt:

"What is negotiated?

The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis").

These rules are divided into 35 different policy fields (chapters), such as transport, energy, environment, etc., each of which is negotiated separately.

-- They are not negotiable: --

candidates essentially agree on how and when to adopt and implement them.

the EU obtains guarantees on the date and effectiveness of each candidate's measures to do this."

Hvernig er hægt að skilja þetta öðruvísi en að eingöngu sé verið að tala um hvernig og hvenær við komum til með að aðlaga okkur að reglum ESB? Ef að Össur og samninganefndin eru ekki að gera annað en drög að aðlögun okkar að ESB væri þá ekki betra að leggja þau aðlögunarplön fyrir þjóðina og láta svo kjósa um þau?

Pétur Harðarson, 18.3.2013 kl. 22:27

41 Smámynd: Pétur Harðarson

Heimildir: http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Pétur Harðarson, 18.3.2013 kl. 22:28

42 identicon

Hættu að kvarta Pétur. Þegiðu! Og HLÝDDU!!!

ESB (code name for Deutschland) (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 12:53

43 Smámynd: Pétur Harðarson

Sorry ESB! ;)

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband