13.4.2013 | 16:08
Er virkilega einhver efins um hvort við getum haldið áfram með krónuna?
Er virkilega einhver efins um hvort við getum haldið áfram með krónuna? 18 miljarða sveifla vegna gengis krónunnar. Þetta er hrein brjálæði að afkoma fyrirtækja sé háð sveiflum sem þau geta ekkert ráðið við, hvort sem fyrirtækið er vel eða illa rekið, þá ákveður gengi krónunnar útkomuna
Hagnaðist um 10 milljarða á gengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég er reyndar efins Jón.Þrátt fyrir að við tökum upp Evru verður hagstjórnin að vera í lagi.Og við höfum meiri stjórn á hlutunum ef við erum með eigin gjaldmiðil.þar sem við þurfum 10 ár þangað til við hugsanlega getum tekið upp Evruna ,er þá ekki rétt að gefa krónunni tækifæri.Þessar sveiflur má jafna með góðri stjórn peningamála.viðskiptajöfnuður þarf að vera hagstæður til að krónan styrkist og því markmiði er hægt að ná með ýmsum ráðum.með eflingu atvinnulífs og hugsanlega skattlagningu á neyslu.það er mín skoðun þangað til annað kemur í ljós.
Jósef Smári Ásmundsson, 13.4.2013 kl. 17:55
Þetta er alveg rétt hjá þér Jósef, en þá ert þú að gefa þér að við getum verið með góða hagstjórn sem við höfum ekki haft síðan Ísland fékk sjálfstæði. Það eru allt of oft sterk öfl sem hafa hag af óstöðugu gengi krónunnar. Þetta eru öfl sem hika ekki við að láta þjóðin blæði fyrir sinn hag og svo lengi sem við getum ekki stjórnað þessum öflum, þá getum við ekki stjórnað krónunni. Það er líka alveg klárt eins og þú segir að við verðum með krónuna næstu 8-10 árin og við verðum að vinna samkvæmt því, en á sama tíma þá verðum við að skoða alla aðra möguleika og vinna til framtíðar, þannig að við höfum valmöguleika eftir 8-10 ár
Jón Páll Haraldsson, 13.4.2013 kl. 18:04
Þó hagstjórn fortíðarinnar hafi verið léleg þá þýðir það alls ekki að við getum ekki gert betur í framtíðinni. Við vorum til dæmis búin að ganga allt of langt á þeirri leið að setja búkka undir hrunið fjármálakerfið með peningum almennings, þegar almenningur ákvað að grípa inn í og stöðva þá þróun með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert sem segir að við getum ekki, með auknu þáttökulýðræði og upplýsingu almennings, skipt út því kukli sem hingað til hefur ráðið hagstjórninni. Þetta sanna fordæmin.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2013 kl. 20:30
Guðmundur, vissulega eigum við að geta bætt okkur, en hvað getum við gert til að verjast græðginni. Græðginni sem lék sér með gengi krónunnar á kostnað almnnings. Græðgis öflin eru því miður mjög sterk.
Jón Páll Haraldsson, 14.4.2013 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.