18.4.2013 | 18:15
Eg varð reiður.
Eg varð reiður.
Eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins og ályktanir fundarins varðandi Evrópumál ákvað ég að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa verið meðlimur þar í 39 ár. Ég er enn reiður en ég hef ekki fundið annan flokk til að kjósa.
Ég mun því kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn bíður upp á raunverulegan kost á lækkun höfuðstól lána, þeir skilja að það þarf að lækka skatta til að örva hjól hagkerfisins. Fólk þarf að eiga pening til að eyða pening og það gerist ekki með skattpíningu núverandi stjórnaflokka.
Ég er ekki tilbúinn að trúa "kannski" hagnaði Framsóknarflokksins í anda útrásavíkinga og bankabarna. Hvað eiga skuldarar að gera á meðan Framsókn bíður eftir því að sjá hvort "kannski" hagnaðurinn verður til? Halda áfram að trúa á kraftaverk og borga af sínum lánum?
Athugasemdir
Núnú... það er ekki nóg að tilkynna brottför með lúðrablæstri, heldur þarf að tilkynna heimkomuna með sama hætti.
Hefur Benedikt Jóhannesson líka snúið heim aftur?
Hefur reyndar lítið af honum frést, eftir fýlukastið um daginn.
Annars held ég að Sjálfstæðismönnum hljóti að vera slétt sama hvort einn og einn Sjalli fari, nú eða komi heim aftur. Þetta segi ég reyndar sem ekki-Sjalli.
Persónulega myndi ég ekki vilja fá til baka fólk sem getur ekki virt lýðræðislegar ákvarðanir, en það er nú bara ég. Og hvað veit ég?
Hilmar (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 18:59
Þá er bara einn eftir og það er Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði, en hann er alltað á móti hinum jafnvel sínu fólki. Þar getur þú látið reiðina bitna á einhverjum eð einhverju. Síðast réðust þeir á borholu með naglaspýtum og grjótkasti langt fram á kvöld. Það er reiði það Jón Páll.
Eyjólfur Jónsson, 18.4.2013 kl. 19:57
Hilmar,
Hvar segi ég að ég sé gengin aftur í Sjálfstæðisflokkinn?
Hvar segi ég að ég sé á móti lýðræði?
Ja, eins og þú segir, hvað veist þú
Jón Páll Haraldsson, 19.4.2013 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.