Hvað sagði forsetinn


Sagði ekki forsetinn að ESB hefði hvorki vilja né getu til að ræða meira við Íslendinga? Af hver er þá stækkunarstjóri ESB vonsvikinn? Eða var kannski forsetinn að bulla?

mbl.is Vonsvikinn með ákvörðun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur ESB einhvern tíma sagt rétt frá ?

Frekar trúi ég Forsetanum.

En kærar þakkir til Ríkistjórnarinnar fyrir að stöðva innlimunarferlið !

Og það fyrir þjóðhátiðardag okkar, 17 júni !

Hæ hó jippý jey.....

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 16:55

2 Smámynd: Njörður Helgason

Gamli Allaballinn notar nú stöðu sína meðan hann gegnir embætti forseta Íslands til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Njörður Helgason, 13.6.2013 kl. 17:11

3 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Birgir. Getur þú nefn eitthvað sem ESB hefur sagt sem ekki er rétt? Eða ert þú jafn fullur af bulli eins og forsetinn?

Jón Páll Haraldsson, 13.6.2013 kl. 17:11

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég trúi því að hann hafi verið að bulla

Rafn Guðmundsson, 13.6.2013 kl. 17:39

5 identicon

Einfalt mál Jón Pállþ

ESB segir að allt sé í himmnalagi með evruna, atvinnuleysið, Grikkland, Spán, Írland.

5 lygar.

Ánægður ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 17:41

6 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Birgir, þetta þikir mér skrítið. Ég hef aldrei heyrt eða lesið neitt, þar sem því sé haldið fram að þessi vandamál sem þú nefnir séu ekki til staðar innan ESB. Einhvernvegin veist þú t.d. um þau og ekki var það bara forsetinn sem sagði þér frá þeim

Jón Páll Haraldsson, 13.6.2013 kl. 17:59

7 identicon

Þetta er mjög slæmt fyrir ímynd Íslands. Skammarleg framkoma við aðrar þjóðir að klára ekki ferlið sem búið er að kasta hundruðum milljóna í.  Sjá samninginn fullgerðan og setja svo í þjóðaratkvæði.

Valgeir (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 19:24

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ja mikil er trú þín maður ! 

Þegar þú spyrð Birgi Guðjónsson hér að ofan "hvort að hann geti nefnt eitthvað sem ESB hafi sagt sem að sé ekki rétt".

Trúir þú virkilega öllu sem sagt öllu sem frá ESB kemur ? 

Þú trúðir þeim náttúrlega í ICESAVE deilunni sem að þeir töpuðu fyrir Alþjóðlegum dómstóli og  þá trúir líka örugglega á hótanir þeirra í makríl deilunni og réttmæti þeirra gegn íslendingum, eða hvað ?

Stundum koma skrýtnar yfirlýsingar frá ESB sem stangast hver á annars horn, enda er stjórnsýsla ESB sérlega óskilvirk, hæggeng og ómarkviss

ESB er flókin ormagryfja sem byggir á nokkrum þekktum þáttum valdsins.

1. Ólýðræðisleg og stofnanavædd embættis- valdaelíta.

2. Stærð og ríkidæmi aðildarríkjanna þar sem stærstu og voldugustu ríkin ráða lang mestu.

3. Stórkapítalið í Evrópu þar sem stærstu fjármálastofnanirnar og helstu stórfyritækjasamsteypur ráða þar mestu og þau sem geta kostað öflugan lobbýisma til að eiga við embættis skaranna í Brussel sér til hagsbóta.

4. Hið stjórnmálalega og pólitíska vald kjörinna fulltrúa og stjórnvalda ESB aðildarríkjanna. Þar sem að vísu stærstu og voldugustu ríkin ráða líka langmestu í goggunarröðinni, s.s. Þýskaland og Frakkland. Þessi áhrif fara að vísu sífellt þverrandi fyrir utan stærstu ríkin og þá verulega á kostnað liða 1, 2 og 3 hér að ofan.

Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi atvinnumálaráðherra Framsóknar sagði frá því í nýlegu viðtali við vefmiðilinn www.neiesb að á síðasta ári hefði hann ásamt fleiri þingmönnum haldið í þingmanna heimsókn ásamat ÓRG forseta Ísalnds til Þýskalands þar sem að þingmenn og forseti ræddu m.a. við Evrópu- og utanríkismálanefnd Þýska þingsins. Þar hefði greinilega komið fram hjá þýsku fulltrúum Evrópu þingnefndarinnar að það yrði enginn samningur á milli ESB og Íslands og því ekkert hægt að kjósa um neinn samning fyrr en allir flokkar á Alþingi Íslendinga sæktust raunverulega eftir ESB aðild.

Þó svo að áhrif og völd kjörinna fulltrúa í ESB löndunum fari sífellt þverrandi þá hefur Evrópunefnd Þýska þingsins samt örugglega enn einhver áhrif.

ÓRG hefur því haft talsvert til síns máls og ýmislegt orðið ljóst afhverju ESB vildi aldrei opna erfiðustu málin við Íslendinga

En í hrifningu þinni á ESB þá lítur þú kannski ekki á Evrópunefnd Þýska þingsins sem merkilegan hlut í valdaapparati þessarar steinrunnu stofnunar Evrópusambandsins !    

Gunnlaugur I., 13.6.2013 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband