Ólafur Ragnar stendur með sínum!

Ólafur hefur reyndar ekki farið leynt með stuðning sinn við LÍÚ og kvótamálin. Hann hefur margoft lýst þessum stuðningi sínum bæði hér- og erlendis, þar sem hann hrósar LÍÚ svipað og hann hrósaði útrásavíkingum hér áður, enda eru þó nokkrir fyrverandi útrásavíkingar meðlimir í LÍÚ. Ólafur Ragnar ætlar að skýla sér á bakvið einhver formsatriði til að réttlæta það að skrifa ekki undir, en ef þetta er ekki lagabreyting eins og undirskriftarlistinn gerir ráð fyrir, hvað er Ólafur þá að skrifa undir?

Það sem mér þykir hvað sárast varðandi þessa lækkun sem Alþingi var að samþykkja er að það eru talsvert af útgerðum sem standa illa, en þær standa ekki illa vegna veiðileyfagjaldsins, heldur vegna þess að þeir notuðu kvótagróða til að fjárfesta í óskyldum greinum fyrir hrun og töpuðu síðan stórt á þeim fjárfestingum (100 milljarðar árið 2008) Nú þurfa þeir sérstaka styrk frá Íslenskum heimilum til að koma sér aftur á kjöl með hjálp Ólafs Ragnars


mbl.is Svartsýnn á synjun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samstaðan fyrir þessu er mikil. Eg skil ekki hvers vegna ólafur er að eyða tima sínum í þessa þingmenn. Málið hentar ekki þjóðaratkvæðagreiðslu slíkt sèr hver heilvita maður. Til hvers eru þessir þingmenn a þingi, eyda timanum í tilgangslausan þvætting. Snowden og þetta! Nei herra Olafur mun ekki synja þessum lögum. 35.000 undirskriftir úr 101 (efa stórlega að þær seu 35.000) duga ekki til að villa fyrir þeim flotta manni.

Oddi (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 14:59

2 identicon

Gaman að sjá röksemdafærslu Odda hér að ofan. Sérstaklega þetta með að málið henti engan vegin í þjóðarathvæðagreiðslu, það sjái hver heilvita maður. Við skulum þá bara skoða hvað sá "flotti" maður ÓRG hafði að segja um þetta meðan ríkisstjórnin var honum ekki þóknanleg;

„Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt,“ sagði forsetinn og bætti við: „Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin.“ Ólafur Ragnar Grímsson í Silfri Egils 2012. Textinn var ritaður af DV http://www.dv.is/frettir/2013/6/21/thrjatiu-thusund-undirskriftir-thremur-solarhringum-84GWWK/

Þorsteinn T. Broddason (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 15:09

3 identicon

Ólafur er grímulaus tækifærissinni og tekur nú þátt í að LÍÚa að þjóðinni.

Hvar varð um allt bullið um gjánna á milli þjóðarinnar og alþingis?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 15:11

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Rottueðlið verður ekki dulið.

hilmar jónsson, 5.7.2013 kl. 15:14

5 identicon

Málefnanlegur og flottur að vanda hilmar, ótrulegt að mbl loki ekki á svona fólk sem ekkert hefur til málanna að leggja og er ávallt neikvætt og bullandi. En eydum ekki frekar tima i slikt.

Mal þetta hentar ekki enda er ekki að ræða um neinar grundvallarbreytingar auk þess sem fyrri stjórn kludradi sinu frumvarpi um veiðigjoldin svo ny stjorn vard ad bjarga malunum.

En sem betur fer er her stjorn nu sem vill að við vinnum okkur til bóta en sèum ekki á bótum :) svo brosum og verum jákvæð.

Oddi (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 16:01

6 identicon

Það er eitt að setja "kvótamál" í þjóðaratkvæðgreiðslu og annað að kjósa um hvort eigi að hækka eða lækka einhver gjöld.

Mér finnst bara svo stutt síðan sjávarútvegurinn gekk ekki nema með veglegum ríkisstyrkjum en ÖLL þau fyrirtæki sem eru aflögufær eiga leggja sitt til samfélagsins eins og aðrir

Grímur (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 16:14

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér sýnist Ólafur standa einfaldlega með Alþingi í þessu máli eins og hann stóð á móti því í málum sem varðaði þjóðarhag.

Þjóðarhagur og auðlindagjöld eru alveg örugglega tvennt ólíkt og eiga alls ekki heima í sömu bók. Þeir sem sjá það ekki þurfa að lesa sig til um lífsins gagn og nauðsynjar.

Sindri Karl Sigurðsson, 5.7.2013 kl. 21:52

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sá sem vanvirðir þjóðkjörinn Forseta Íslands í orði eða athöfn er að móðga mig og í raun og veru alla aðra Íslendinga.  Að mínu mati mætti  rassskella þessa dóna  opinberlega til að kenna þeim almenna kurteisi og þá einföldu mannasiði sem svo augljóslega vanhæfum aðstandendum og uppalendum þeirra láðist eða misfórst. 

Jónatan Karlsson, 6.7.2013 kl. 17:56

9 identicon

Hverjum var Hr. ÓRG að hygla þegar hann neitaði að skrifa undir Fjölmiðlalögin á sínum tíma?  Mað hverjum var Hr. ÓRG  að ferðast með í einkaþotu um allar koppagrundir? Í hvaða brúðkaupsveislu kom Hr. ÓRG sem haldin var, sem frægt er orðið, í Hafnarhúsinu?

Það verður forvitnilegta að sjá í fyllingu tímans  hverjum Hr.ÓRG hafi notið góðs af í sambandi við þetta mál.

thin (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband