Er rétt að láta fiskvinnslufólk og annað launafólk vera í ábyrgð fyrir útgerðunum?

Er rétt að láta fiskvinnslufólk og annað launafólk vera í ábyrgð fyrir útgerðunum?

Helstu rök þeirra sem vilja halda krónunni er að það sé nauðsynlegt að hafa eigin gjaldmiðil sem hægt sé að lækka þegar kreppir að í hagkerfinu. Með þessum rökum þá er verið að ætlast til að almenningur sé í ábyrgð fyrir útflutningsgreinunum og þá sérstaklega útgerðinni. Ef t.d. sjávarútvegurinn lendir í miklum vandræðum, þá er hægt að laga þeirra hlut með því að lækka / fella gengið og þar með aukast krónu tekjur útgerðanna, en þessi tekjuaukning útgerðanna er ekki að kostnaðarlausu, því verð á öllum innfullum vörum hækka og verðtryggðar skuldir hækka. Allt hækkanir sem lenda á fiskvinnslufólkinu og öðru launafólki.  Auðvitað eiga útgerðirnar bara að fara á hausinn eins og önnur fyrirtæki ef þær eiga ekki fyrir skuldum. Fiskurinn fer ekki þó útgerðin fari. Það var ekki rétt að launafólk þyrfti að borga fyrir bankahrunið og það er ekki rétt að lát það vera í ábyrgð fyrir útgerðina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband