Útskýringar Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga eru nánast kjánalegar

Útskýringar Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga eru nánast kjánalegar. Þeir segja að það ætti að vera öllum ljóst að báðir flokkar væru á móti inngöngu í ESB og þar með væri algjörlega ómögulegt fyrir þá að semja við ESB og þar með þyrfti. T.d. Bjarni Ben ekki að standa við nein loforð

Frá því að Ísland fékk fullt sjálfstæði hafa allar ríkisstjórnir verið myndaðar af tveimur eða fleirum flokkum. Gefum okkur að:

Flokkur 1 hafi a.b og c sem aðal stefnumál samkvæmt samþykkt flokkþings þess flokks.

Flokkur 2 hafi d.e og f sem aðal stefnumál samkvæmt samþykkt flokkþings þess flokks.

Landsfundur flokks 1 hefur lýst því yfir að þeir séu andstæðingar stefnumálum flokks 2 og flokkur 2 hefur sömuleiði lýst því yfir að þeir séu andvígir stefnumálum flokks 1. Flokkur 1 og flokkur 2 mynda síðan ríkisstjórn.  Með rökum Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga þá þurfa flokkarnir síðan ekkert að standa við stofnsáttmálann, því öllum átti að vera ljóst að samkvæmt landsþingi þeirra þá hefðu þeir alltaf verið á móti þessum málum og það væri ekki eðlilegt að að ætlast til að þeir störfuðu heilshugar við mál sem væru gegn samþykkt landsþings


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þannig að það er auðvelt fyrir utanríkisráðherrann að stjórna aðlögunarferlinu - maður sem alls ekki vill inn í Evrópusambandið frekar en mikill meirihluti Alþingis ? Það væri eins og að nauðga konu sem ekki vill láta nauðga sér svo notuð sé ósmekkleg samlíking en þannig liði sennilega meirihluta þings og allri ríkisstjórninni.

Komi fram öflug krafa um þjóðaratkvæði þá er einfaldast að spyrja þjóðina um það sem flugfreyjan og jarðfræðineminn snuðuðu þjóðina ítrekað um þrátt fyrir fjölda þingsályktana sem voru lagðar fram um þjóðaratkvæði frá upphafi þessarar sneypuferðar dr. Össurar að sækja um aðildina.

Þjóðaratkvæðisspurningin gæti hljóðað svo :

Vilt þú að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu ?

NEI

Dr. Össur taldi sjálfum sér og hluta þjóðarinnar trú um að viðræðurnar snerust um að fá undanþágur á meðan það er kristaltært að sambandið veitir ekki umsóknarríkjum undanþágur, heldur er verið að semja um dagsetningar sem á að taka allt laga- og regluverk Evrópusambandsins inn hjá okkur.

Líttu nú á hvernig toppar Evrópusambandsins ráku ofan í kokið á dr. Össuri þegar hann talaði um að hann teldi að við værum að kíkja í pakkann og myndum fá eftirgjöf af aðlögun okkar að laga- og regluverki Evrópusambandsins.

Skrítið - eða not- að engin fjölmiðill sagði frá þessum fjðölþóðlega og fjölmenna blaðamannafundi dr. Össurar úi í Brüssel - kíktu á dr. Össur tekinn í bakaríið með klisjuna sína um að semja um undanþágur á þessari slóð :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

Þetta er allt mjög skýrt á hemasíðu sambandsins hérna :

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

Þarna er talað um að umsóknarþjóð skuli taka allt laga- og regluverk ESB inn í sitt eigið og samið verði um tímapunktana. Þeir segja : „They are not negotiable” og ekki nóg með það þeir feitletra inni í setningunni „not negotiable” alveg eins og þeir leiðrétta dr. Össur með í myndbandinu hér að ofan.

Helgi Seljan, sem og aðrir fjölmiðlamenn, hefði átt meiri þakkir skildar hefði hann komið dr. Össuri og þeim sem trúðu honum um aðlögunarferlið að það væri umsemjanlegt. Pakkinn lá fyrir frá upphafi í heilu lagi á heimasíðu sambandsins, sem og kröfurnar í aðlöguninni eins og hér var bent á.

Þá væri ekki þessi hávaði í mörgum, enda virðist þriðjungur þjóðarinnar ekki skilja skrifaða né talaða ensku virðist vera.

Dr. Össur skildi þetta ekki einu sinni eftir að toppar í Evrópusambandinu leiðréttu hann á blaðamannafundinum sem er sýndur í myndskeiðinu hér að ofan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband