Færsluflokkur: Bloggar

Ráðamenn eru launþegar Íslensku þjóðarinnar


Vandamál Framsóknarmanna er að þeir virðast ekki hafa hugmynd um stöðu sína og hvernig þeir fengu hana. Þeir þurfa t.d. að gera sér grein fyrir því að þeir eru launþegar eins og flestir Íslendinga og þeir eru að vinna fyrir sína launagreiðendur, en ekki sjálfa sig eða fámenna vinahópa.

Framsókn hafði +/- 10% fylgi í nánast öllum skoðunarkönnunum í aðdraganda síðustu Alþingiskosningar, eða þar til að þeir komu með loforð um 20% niðurfellingu húsnæðisskulda þá fór fylgi þeirra að snaraukast. Það var semsagt ekki afstaða þeirra til ESB sem bætti fylgi Framsóknarflokksins, heldur loforð um niðurfellingu húsnæðisskulda og þess vegna er það mikill misskilningur (eða login afsökun) hjá utanríkisráðherra að hann hafi skýrt umboð þjóðarinnar til að slíta viðræðum við ESB (Ég tel þó að hann hafi skýrt umboð LÍÚ) því ef þeir hefðu ekki fengið fylgisaukningu vegna loforði þeirra um niðurfellingu húsnæðisskulda, þá væru þeir líklega enn í stjórnarandstöðu og það væri gott fyrir Bjarna Ben að rifja upp hvaða fylgi Sjálfstæðisflokksins hafði þar til hann kom í viðtalið þar sem hann viðurkenndi mistök og sagði að hann teldi að það ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um viðræður við ESB

Ég tel að við Íslendingar verðum að vera meira dugleg við að mynna Forseta Íslands, Alþingismenn og aðra ráðamenn á að þeir eru launþegar Íslensku þjóðarinnar og þeim ber að virða alla sína vinnuveitendur

Ólafur Ragnar stendur með sínum!

Ólafur hefur reyndar ekki farið leynt með stuðning sinn við LÍÚ og kvótamálin. Hann hefur margoft lýst þessum stuðningi sínum bæði hér- og erlendis, þar sem hann hrósar LÍÚ svipað og hann hrósaði útrásavíkingum hér áður, enda eru þó nokkrir fyrverandi útrásavíkingar meðlimir í LÍÚ. Ólafur Ragnar ætlar að skýla sér á bakvið einhver formsatriði til að réttlæta það að skrifa ekki undir, en ef þetta er ekki lagabreyting eins og undirskriftarlistinn gerir ráð fyrir, hvað er Ólafur þá að skrifa undir?

Það sem mér þykir hvað sárast varðandi þessa lækkun sem Alþingi var að samþykkja er að það eru talsvert af útgerðum sem standa illa, en þær standa ekki illa vegna veiðileyfagjaldsins, heldur vegna þess að þeir notuðu kvótagróða til að fjárfesta í óskyldum greinum fyrir hrun og töpuðu síðan stórt á þeim fjárfestingum (100 milljarðar árið 2008) Nú þurfa þeir sérstaka styrk frá Íslenskum heimilum til að koma sér aftur á kjöl með hjálp Ólafs Ragnars


mbl.is Svartsýnn á synjun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm á Íslenska fjölmiðla



Það var þekkt hér áður að "frægir" einstaklingar gátu komið til Íslands og verið hér eins og hver annar einstaklingur án þess að fjölmiðlar væru hlaupa á eftir þeim eins og sveittir hundar og gera síða forsíðufrétt um ekkert. Það er réttur allra að fá að vera í friði með sitt einkalíf og það að vera "frægur" afsalar ekki þann rétt.

mbl.is Ryan Gosling á Seljaveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi lýgi háttsettra aðila innan ESB

 

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson hefur vitneskju um að það sé hvorki vilji né geta hjá ESB til að klára aðildarviðræður við Ísland. Þessa vitneskju staðfesti forsetinn við setningu Alþingis. Nú koma ákveðnir forystumenn innan ESB, eins og Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Angela Merkel, Kanslari Þýskalands, ásamt Utanríkisráðherra Þýskalands, Helle Thorning-Schmidt, Forsætiráðherra Danmerkur og Cal Bildt, Utanríkisráðherra Svíþjóðar og segja að það sé bæði vilji og geta til að klára viðræður við Ísland. Þau ganga meira að segja svo langt að segja að þau vilji gjarnan að Ísland gangi í ESB ef það sé vilji Íslensku þjóðarinnar.

Miðað við orð Forseta Íslands við setningu Alþingis, þá hlýtur þetta fólk að vera að fara með rangt mál, því, ef það væri sterk andstaða og viljaskortur innan ESB til að klára viðræður við Ísland, þá hlítur ofangreint fólk að vita af þeirri andstöðu og með orðum sínum þá hafa þau gefið til kynna að Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson hafi farið með rangt mál. Væntanlega þá mun Utanríkisráðherra Íslands koma mótmælum Íslendi á framfæri vegna þessarar framkomu. Það gengur ekki að þetta fólk setji Íslending í þá stöðu, að þau geti ekki verið örugg með að Forseti landsins segi alltaf sannleikann, hvort heldur það sé um utanríkismál, skattamál síns og eiginkonunar,  eða önnur mikilvæg mál sem varða Íslensku þjóðina 


Hvað sagði forsetinn


Sagði ekki forsetinn að ESB hefði hvorki vilja né getu til að ræða meira við Íslendinga? Af hver er þá stækkunarstjóri ESB vonsvikinn? Eða var kannski forsetinn að bulla?

mbl.is Vonsvikinn með ákvörðun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnamyndunarviðræður?

Eru þetta nokkuð stjórnamyndunarviðræður að hætti framsóknarmanna?
mbl.is Óvægin valdabarátta forystuhrúta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eg varð reiður.

Eg varð reiður.

Eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins og ályktanir fundarins varðandi Evrópumál ákvað ég að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa verið meðlimur þar í 39 ár. Ég er enn reiður en ég hef ekki fundið annan flokk til að kjósa.

Ég mun því kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn bíður upp á raunverulegan kost á lækkun höfuðstól lána, þeir skilja að það þarf að lækka skatta til að örva hjól hagkerfisins. Fólk þarf að eiga pening til að eyða pening og það gerist ekki með skattpíningu núverandi stjórnaflokka. 

Ég er ekki tilbúinn að trúa "kannski" hagnaði Framsóknarflokksins í anda útrásavíkinga og bankabarna. Hvað eiga skuldarar að gera á meðan Framsókn bíður eftir því að sjá hvort "kannski" hagnaðurinn verður til? Halda áfram að trúa á kraftaverk og borga af sínum lánum?


Er virkilega einhver efins um hvort við getum haldið áfram með krónuna?

Er virkilega einhver efins um hvort við getum haldið áfram með krónuna? 18 miljarða sveifla vegna gengis krónunnar. Þetta er hrein brjálæði að afkoma fyrirtækja sé háð sveiflum sem þau geta ekkert ráðið við, hvort sem fyrirtækið er vel eða illa rekið, þá ákveður gengi krónunnar útkomuna
mbl.is Hagnaðist um 10 milljarða á gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsögn segir evrusvæði


Fyrirsögn segir evrusvæði, en frétt virðist eiga við ESB. 

mbl.is Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkum persónuafsláttinn um 25.000 kr á mánuði !



Hækkun presónuafsláttar um 25.000 kr á mánuði samsvarar 300.000 kr aukningu á ráðstöfunartekjum einstaklings eða 600.000 kr á hjón. 

Brjálæði hugsa eflaust margir núna, en er þetta í raun brjálæði?  Hvað gæti þetta þýtt fyrir þjóðfélagið
  • Kaupmáttur myndi stóraukast í þjóðfélaginu og þar með snúningur hjóla atvinnulífsins
  • Ríkið fengi strax stóran hluta af þessari upphæð til baka í formi VSK og annara gjalda
  • Ef fólk getur valið, þá held ég að flestir vilji frekar fá launin greidd með öllum gjöldum og þeim réttindum sem því fylgir, þar með ætti eftirsókn eftir svörtum tekjum að minka. 
  • Það er mikið af fólki í dag sem sér ekki neinn hag í að fara af atvinnuleysisbótum eða örorku, því fjárhagslegur ávinningur er oft mjög takmarkaður. 25.000 kr á mánuði ætti að virka sem hvati til að fara aftur að vinna. (Það er alveg klárt að lang flestir sem eru á bótum hafa ekki um annað að velja, en það vita það líka allir að það er fólk á bótum sem getur vel unnið)
  • Greiðslugeta og greiðsluvilji er orðin mjög takmarkaður hjá mörgum Íslendingum eftir áraraðir af striti upp í ekki neitt, en með þetta mikilli aukningu á ráðstöfunartekjum þá gæti getan og viljinn stór aukist. Það gæti leitt til að minnkandi tekjutaps lánafyrtækja sem myndi skila sér í aukinni skattheimtu ríkisins. 
  • Fyrirtæki og hið opinbera gætu með þessu gert betri samninga um launahækkanir og þar með hefðu þau ekki ástæðu (afsökun) til að hækka verð á vörum og þjónustu, sem síðan færi út í verðbólgu og verðtryggingu
Nú spyr ég aftur. Er þetta í raun brjálæði?  Hvað kosta öll þau loforð sem eru búin að koma frá stjórnmálaflokkunum sem eru núna í framboði? Myndi eitthvað af þessum loforðum virka jafn hratt og þessi hugmynd?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband