Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2012 | 01:03
Var nokkuð verið að mótmæla?
Ég hef það meira á tilfinningunni eftir að lesa fréttina að þarna hafi einhver verið að mótmæla rjúpnaveiðum eða notkun á fjórhóli til veiðanna eða hvorutveggja
Stórmenni að ná sér í jólamatinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2012 | 16:10
VMV. Vitleysingar með völd!
Hvaða ferðamenn eyða mestum pening á Íslandi?
Ferðamenn sem koma til landsins og ferðast á bílaleigu bíl eru án efa þeir ferðamenn sem eyða mestum pening á 'Islandi. Þeir eru ekki með 15-30% afslætti á veitinga- og gististöðum, þannig að þeir borga yfirleitt fullt verð. Það er mikið af ferðamönnum sem skilja mjög lítinn pening eftir á Íslandi; ferðamenn sem koma jafnvel á eigin húsbíl með fullan tank af eldsneyti og mat. Ísland er nú þegar eitt dýrasta land í heimi til að leigja bíl og er það mikið tilkomið vegna þess hvað aðal ferðamannatíminn er stuttur. Stjórnmálamenn virðast ekki gera sér grein fyrir því að mjög stór liður í aukningu á ferðamönnum sem koma til Íslands er vegna þess að lága gengi krónunnar gerir fólki kleyft að koma til Íslands. Fólki sem taldi sig ekki hafa efni á að koma þegar krónan var 2 sinnum sterkari. Það gæti kostað mun meira í töpuðum tekjum heldur en sá ávinningur sem ríkið telur sig fá með þessum hækkunum á bílaleigubílum og gistingum. Í Bamdaríkjunum var í tveimur borgum settur á sérstakur skattur á skemmtiferðaskip. Þetta voru borgir sem voru mjög vinsælir áfangastaðir og nú kemur ekki eitt einasta skip til þessara borga. Þeir ferðamenn sem koma til Íslands koma því þeir vija koma en ekki vegna þess að þeir verði að koma
Ísland verðlagt úr úr kortunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2012 | 16:58
Auki aga án atbeina ESB
Auki aga án atbeina ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2012 | 13:30
ESB, landbúnaðurinn Skyr og Lopi
Ýmis rök eru til bæði með og á móti inngöngu Íslands í ESB, sum góð og gild en önnur mishugsuð og mistúlkuð í samræmi við persónulegar tilfinningar einstakling. Eitt atriði mætti nefna í þessari umræðu og það er, að ef Ísland væri í ESB, þá gætum við sótt um upprunaverndun á SKYRI OG LOPA. Þetta kæmi undir sömu reglur og t.d.Franska Appellation Contrôle (uppruna) kerfið, eða þar sem segir að Portvín getur eingöngu verið framleitt í ákveðnu svæði í Portúgal og FETA ostur í ákveðnu svæði í Grikklandi (já, við megum ekki í raun framleiða vörur undir nafninu FETA á Íslandi)
Bæði Skyr og Lopi hafa sérstöðu sem Íslenskt með aldarlanga hefð og því ætti það að vera nokkuð auðsótt fyrir Íslendinga að sækja um einkafleyfi á þessum vörum, sem sagt, að til þess að vara megi að kallast, SKYR EÐA LOPI eða jafnvel LOPAPEYSA, þá verði varan að vera framleidd á Íslandi samkvæmt hefð. Tveir stærstu kostirnir við svona einkaleyfi væri að þessi einkaleyfi væru þjóðareign og að ekki væri hægt að framleiða.
Mér finnst það gott og blessað að fólk sé með eða á móti ESB, en við þurfum öll að kynna okkur kosti og galla og ekki taka ákvarðanir á "af því bara" rökum og munið að þið sem eigið maka, að þið hefðuð aldrei náð í þann maka ef þið hefðuð ákveðið fyrirfra að hann eða hún vildi ekkert með þig hafa, þá væri hann eða hún ekki þinn maki í dag. Klárum viðræðurnar við ESB og ákveðum á raunverulegum forsendum hvort við viljum ganga inn í ESB eða ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2012 | 15:12
Kallar mótmælendur ânafnlausa aumingjaâ
Þráinn Bertelsson er á æfilöngum listamannalaunum á kostnað Íslenskra skattgreiðanda, sem hann seigir að séu 98% fávitar. Hann hefur kannski eitthvað rétt fyrir sér, þar sem við erum að borga honum þessi laun. Það eru mörg lýsingarorð sem koma upp í hugann þegar maður heyrir nafn hanns nefnt, en vegna óöruggs tjáningarfrelsis á Íslandi þá ætla ég ekki að skrifa þau niður, en ég get þó sagt að orðið GÁFUR er ekki eitt af þeim orðum sem koma upp í huga minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2012 | 13:41
Það "eiga" allir að skilja það að kú sem ekki fær hey, mjólkar ekki
Ríksstjórning áformar að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%
Það "eiga" allir að skilja það að kú sem ekki fær hey, mjólkar ekki. Það er alveg endalaust sem þessi ríkisstjórn ætlar að mjólka án þess að fóðra. Nú hefur orðið verulega mikil aukning á komu erlendra ferðamanna til Íslands. Stór liður í þessari aukningu er lágt gengi Íslensku krónunnar og mikið af þeim ferðamönnum sem eru að koma núna kæmu ekki ef gengið væri ekki þeim svona hagstætt. Nú hefur gengið í krónunni verið að styrkjast (mikið til vegna erlendra ferðamanna) og það mun leiða til hækkandi kostnaðar við að koma til Íslands og ef ríkisstjórnin ætlar síðan að leiða til rúmlega 17% hækkunar á gistingu, þá dregst ferðaþjónustan til baka til fyrri stöðu og ef það gerist þá fækkar störfum sem leiða til aukinna útgjalda til atvinnuleysisbóta í stað tekjuskatts sem kæmu af launum. Heldur þetta fólk virkilega að rakvélablað hafi bara tvær hliðar. Þau verða að fara að skilja að allar aðgerðir hafa afleiðingar, ja, afleiðingar í fleirtölu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2012 | 15:44
Ótrúlega klárt hjá Ólafi með stuðningi Ástþórs og Herdísar
Það hefur virkað ótrúlega vel að kalla Þóru ýmsum nöfnum þar sem hún er tengd við fjölmiðla. Með því þá hafa andstæðingar hennar dregið úr gagnrýni fjölmiðla á Ólaf, þar sem þeir óttast þá að vera kallaðir vinir Þóru.
Margir Íslendingar eru mjög gjarnir að mynda sínar skoðanir á tilfinningum sínum frekar en á gagnrýnni hugsun.
Árið 1989 gerði þáverandi fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson samning við kennara eftir langvarandi verkfall. Þessi samningur var talinn mjög góður fyrir kennara og átti að vera veruleg leiðrétting á þeirra kjörum. Nokkrum mánuðum síðar voru gerði samningar við ASÍ og strax eftir að þeir samningar voru gerðir þá fór af stað orðrómur um að Ólafur Ragnar Grímsson hafi til að greiða fyrir samningum við ASÍ lofað að standa ekki við áður gerðan samning við kennara. Ólafur þvertók fyrir þennan orðróm, en vitið hvað? Vorið 1990 þegar samningurinn við kennara átti að taka gildi þá voru sett neyðarlög gegn þeim samningi
Ólafi Ragnari var boðið sem forseta Íslands í brúðkaup krónprins Danmerkur. Honum var tjáð að hann mætti ekki taka Dorrit með sér þar sem þau voru hvorki trúlofuð né gift. Ólafur mætti ekki fyrir hönd Íslands
Ólafi Ragnari var boðið sem forseta Íslands í brúðkaup yngri prinsins í Danmörku. Hann mætti ekki, en sendi unnustu sína í staðin sem fulltrúa Íslands.
Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir svokölluð fjölmiðlalög. Hanns útskýring var að það hefði myndast breið gátt á milli Alþingis og þjóðar og vitnaði þar í 22.000 undirskriftir þar sem skorað var hann á að neita að staðfesta þessi lög. Hann taldi sig ekki vanhæfan þrátt fyrir þekkta afstöðu hanns gagnvart Davíð Oddssyni sem Ólafur hafði sagt að væri með "skítlegt eðli" Einnig taldi hann sig ekki vanhæfan þrátt fyrir að önnur dóttir hanns vann á þeim tíma hjá Baugi og hin hjá 365 miðlum
Ólafur Ragnar sagðist ekki hafa þegið neina greiða frá svokölluðum útrásarvíkingum en síðan kom í ljós að hann hafði flogið með þeim í einkaþotum þeirra 9 sinnum
You ain't seen nothing yet! Sagði Ólafur í einni ræðu sinni þegar hann var að hampa Íslenskum útrásarvíkingum. Það var reyndar rétt. Þeir settu heila þjóð á hausinn.
Árið 2004 þá gáfu 2 einstaklingar kost á sér gegn Ólafi Ragnari. Þetta voru ekki sterkir einstaklingar og má kannski að hluta til útskýra mjög lélega þáttöku í kosningunum þar sem rúmlega helmingur atkvæðisbærra einstaklingar kusu. 20% skiluðu auðu, en Ólafur fékk ekki nema 67% atkvæða þeirra sem kusu. Naut semsagt ekki mikils stuðnings þjóðarinnar.
Ólafur Ragnar samþykkti fyrsta Icesave samning, en neitaði að skrifa undir næsta Icesave samning eftir að hafa fengið 55.000 undirskiftir sem skorðu á hann að neita að samþykkja samninginn. (munið 22.000 yfirskriftir gegn fjölmiðlafrumvarpinu) Nú er honum þakkað fyrir að hafa neitað að skrifa undir, en ekki þeim 55.000 sem skoruðu á hann að neita að skrifa undir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2012 | 18:05
Núvendi kerfi á því hvernig forseti Íslands er mjög rangt
Núvendi kerfi á því hvernig forseti Íslands er mjög rangt. Þegar frambjóðendur eru fleiri en 2, þá eiga að vera forkosningar og síðan kosningar þar sem valið stendur um 2 efstu frambjóðendur úr forkosningunum.
Núverandi kerfi er rangt gagnvart kjósendum og jafnvel þeim sem kosinn er sem forseti. Það að vera kosinn sem forseti með kannski bara 20-30% fylgi er rangt. Forsetinn hefur ekki nægilegan stuðning og það er líka rangt gagnvart öllum sem ekki vildu þann aðila sem er kosinn með þessu móti.
Að kjósa taktískt eða með hjartanu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2012 | 17:56
Manni dettur helst í hug orðið HEIMSKA þegar maður hugsar um útgerðamenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2012 | 18:11
Ein leið til að kjósa þóru, en fimm til að kjósa Ólaf
Ein leið til að kjósa þóru, en fimm til að kjósa Ólaf
Atkvæði til Þóru = Þóra
Atkvæði til Ólafs = Ólafur
Atkvæði til Andreu = Ólafur
Atkvæði til Ara Trausta = Ólafur
Atkvæði til Hannesar = Ólafur
Atkvæði til Herdísar = Ólafur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)