12.12.2011 | 13:34
14 fæðast, 5,5 deyja og 7 flytja burt frá landinu
Að meðaltali fæðast 14 Íslendingar á dag, 5,5 deyja og 7 flytja frá landinu og samt eru yfir 11.000 Íslendingar atvinnulausir. Það er sagt að 25 ára einstaklingur sé um 1/2 milljarður að verðmæti fyrir þjóðfélagið. Þ.e. sá kostnaður sem hefur verið af þjónustu og menntun við þennan einstakling plús skatt og þjónustutekjur framtíðarinnar.
Núverandi Ríkisstjórn virðist ekki hafa neinn skilning á því gríðarlega tekjutapi sem Ríkissjóður verður fyrir við núverandi landflótta. Þegar ungt og jafnvel langskóla gengið fólk fer, þá hefur það kannski að mestu verið kostnaður og tekjurnar eiga eftir að koma, sem gerist aldrei ef þetta fólk fer og kemur ekki aftur. Nei, Ríkisstjórnin virðist líta á þennan brottflutning sem lækkun á atvinnuleysi og þar með sé þetta ekki stórt mál. Nú verðum við að taka fiðlurnar af Jóhönnu og Steingrími áður en allt hefur brunnið
Atvinnuleysi eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill - takk fyrir hann.
Benedikta E, 12.12.2011 kl. 13:50
Ég deildi pistlinum þínum inn á fésbókina
Benedikta E, 12.12.2011 kl. 13:58
Störfin sem Jóhanna er alltaf að tala um að ríkistjórnin sé að skapa, talar þar um 4- 7000 störf, þau virðast vera út í Noregi.
Ragnar Gunnlaugsson, 12.12.2011 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.