Íslenska þjóðin

Við Íslendingar eru í alveg hræðilegri stöðu. Ríkisstjórnin og fylgjendur hennar hanga svo fast í fortíðinni að það mætti halda að það væri ekki til nein framtíð. Fortíðin er öll sök Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins, þannig að það útskýrir öll vandamál dagsins. Endalausar afsakanir í nafni fortíðarinnar.

Nú ættum við öll að líta á okkar eigin fætur og skoða skóna. Í hverju stöndum við og hvar höfum við verið? Viljum við standa í þessum sama skít áfram eða viljum við stíga nokkur skref til að komast upp á bakkann. Hrunið kom!! Það voru svo margir þættir sem orsökuðu hrunið; þó fyrst og fremst vegna fólks sem misti sig í velgengninni og hætti að sjá stóru myndina og sá bara sína eigin mynd. Að ætla einhverjum einum manni eða einum stjórnmálaflokki hrunið er mjög van hugsað. Alþýðuflokkur var með Sjálfstæðisflokk þegar gengið var í EES, Framsókn var með þegar bankarnir voru og Samfylkingin var með síðustu 18 mánuðina fyrir bankahrunið. Segjum svo að Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt að orsaka hrunið. hversu saklausir eru þá hinir fyrverandi samstarfsflokkarnir ef þeir leyfðu þeim þegjandi og hljóðalaust að orsaka hrunið. Þau geta ekki verið saklaus, það vita það allir sem vilja vita það.

Hugsum nú um framtíð Íslands. Móðuharðindin eru löngu liðin. Hættum að vera á með eða á móti breytingum vegna stjórnmálaskoðana okkar eða vegna þess að við teljum okkur vita um sökudólg. Skoðum góðar hugmyndir með hag þjóðarinnar í huga. Ekki spyrja, hvort okkar styrktar eða stuðningsaðilar væru með eða á móti okkar hugsunum. Spyrjum fyrst og síðast. GETUR ÞETTA VERIÐ HAGUR ÞJÓÐARINNAR. Samkvæmt Hagstofu Íslands þá voru íbúar Ísland 319.575 þann fyrsta janúar 2012. 319.575 deilt með 319.575 er sama sem 1 Íslendingur og 1 Íslendingur sinnum 319.575 er sama sem Íslenska þjóðin. Semsagt það eru einstaklingarnir sem skapa þjóðina. EKKI FÁMENNIR HAGSMUNA HÓPAR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband