Hvað ætlar þjóðin að láta Ólaf Ragnar Grímsson plata sig lengi.

Hvað ætlar þjóðin að láta Ólaf Ragnar Grímsson plata sig lengi.. Ólafur Ragnar Grímsson kemur fram og lætur þjóðina halda að hann hafi verndað þjóðina frá Icesave og að hann geti haft áhrif á inngöngu í ESB. Fyrir stuttu þá sagði kona við mig að hún væri að hugsa um að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson aftur sem forseta, því hún væri á móti inngöngu í ESB. Það eru gríðarlega margir sem halda að Ólafur Ragnar geti haft áhrif á það hvort Ísland gangi í ESB eða ekki. Það er hinsvegar ekki satt. Hann getur ekki haft nein áhrif og vonandi reynir hann það ekki. Það er algjörlega í höndum Íslensku þjóðarinnar hvort gengir verður inn í ESB. Ef samningum verður lokið þá verður síðasta skrefið alltaf, þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem meirihluti þjóðarinnar ákveður hvort gengið verður inn eða ekki. Forsetinn hefur ekkert með það að gera og það er eingin málskotsréttur sem á við hér. Forsetinn verður að fara eftir vilja meirhluta þjóðarinnar og staðfesta þann vilja.

Ólafur Ragnar bjargaði ekki Íslensku þjóðinni frá Icesave. Hann neitaði að skrifa undir Icesave lögin eftir að 55 þúsund Íslendingar höfðu skrifað nafn sitt á áskorunarlista þar sem farið var fram á að Ólafur Ragnar staðfesti ekki Icesave lögin. Ólafur Ragnar hefur marg sagt sjálfur að hann hafi látið undan þeim gríðarlega þrístingi sem hann varð fyrir. Gott er líka að muna að hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin á þeim forsendum að 22 þúsund Íslendingar hefðu skorað á hann að staðfesta ekki þau lög. Hvað átti hann þá að gera þegar undirskriftirnar voru orðnar 55 þúsund?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef ekki heyrt Ólaf segja að hann hafi bjargað þjóðinni. Hefir þú ekki hlustað á fjölmiðla. Hann hefir sagt að hann hafi látið undan þjóðinn þ.e. farið eftir þjóarvilja. Þú segir að hann geti ekki gert neitt vegna ESB samnings. Það er skrambi rétt hjá þér en Ólafur getur ef fólk byður hann að virkja grein 26 stoppað ferilinn. Farðu inn á www.skynsemi.is og bættu nafni þínu við.

Valdimar Samúelsson, 9.6.2012 kl. 20:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólafur Ragnar var einarður baráttumaður þjóðarinnar í Icesave-málinu. Hann var nánast EINI talsmaður okkar erlendis í þessu máli og stóð sig þar fantavel, meðan Össur Esb-vinur hélt diplómatíunni verklausri á því sviði. Svo var hÓlafurnn ekki aðeins undir þrýstingi frá þjóðinni, heldur var gríðarlegur þrýstingur á hann frá leiðtogum ríkisstjórnarinnar.

Reyndu nú að rifja þetta upp og skrifa um málið í betri balanz, Jón Páll.

Jón Valur Jensson, 9.6.2012 kl. 20:32

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jón Páll Haraldsson.  Ég þekki þig ekki neitt, en annaðhvort ert þú ómerkilegur eða illa gefinn.  Á örlaga tíma í Icesave málum þá stóð þjóðinni til boða af hálfu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að borga Bretum meira en hún gæti aflað. 

En Ólafur forsetti bauð þjóðinni uppá að kjósa um það hvort hún vildi borga þetta sem hún gat ljóslega ekki borgað eða að neita því. 

Við ærlegir landar þökkum Ólafi fyrir að losa okkur undan höggstokk Jóhönnu  Sigurðardóttur.

Hafir þú annan skilning þá mátt þú hafa hann fyrir þig og þína, en varðandi Evrópusambandsmál þá stendur fyrir dyrum af hálfu Jóhönnu og Steingríms að nauðga okkur þar inn með góðu, en þó helst með illu, því það er þeirra lag. 

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2012 kl. 21:11

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Gott hjá þér Hrólfur! nú ertu farinn að hallast í rétta átt og þá á ég við að þú gjætir hugsanlega kosið hann aftur. En eins og Jón Valur skrifar þá er Ólafur Ragnar ennþá eini talsmaður okkar erlendis og bara það er næg ástæða þess að kjósa hann aftur. Og þeir sem kalla forsetan "plat" eiga eftir að sjá árangur "platsins" bráðlega. Og passaðu þig á að styggja hann Hrólf, hann getur sparkað eins og 155 mm. haubits.

Eyjólfur Jónsson, 10.6.2012 kl. 00:01

5 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Sæll Hrólfur,

Ég var talsvert hissa á orðalagi þínu, en síðan las ég nokkra pósta frá þér og sá þá að það er ekkert að marka það sem þú segir. Þú ert einfaldlega ekki dómbær á gáfur eða siðferði annara

Jón Páll Haraldsson, 10.6.2012 kl. 01:00

6 identicon

Góð grein Jón Páll. 

Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér, það er hvort Sigurður Einarsson Kaupþings forkólfur sé ennþá vinur Ólafs Ragnars. Er Sigurður Einarsson í stuðningsliði Ólafs Ragnars Grímssonar ?

23. apríl 2008 skrifaði forsetinn bréf til krónprinsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheiks Mohammed Bin Zayed Al Nahyan. Þar segir: „In this respect I was very pleased to learn from my friend Mr. Sigurdur Einarsson, the Chairman of Kaupthing Bank, the largest Icelandic bank, that it had been selected by Masdar and Mubadala as one of the candidate banks for the role of Strategic Financial Advisor to the Masdar City development."

Eins og áður segir hófst samstarf forsetans við bankamennina um síðustu aldamót, einkum þó Sigurð Einarsson stjórnarformann í Kaupþingi: „Frá árinu 2000 hefur Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum.

Láki (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 10:36

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Icesaveskuldin er hérna:

http://www.eftacourt.int/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2012 kl. 11:27

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þessar upplýsingar má finna á netinu, um hámarkstíma sérhvers forseta:

Finnland:  12 ár (2 x 6 ár)

Írland: 14 ár (2 x 7 ár)

Þýskaland: 10 ár (2 x 5 ár)

Eistland: 10 ár (2 x 5 ár)

Litáen: 10 ár (2 x 5 ár)

Slóvenía: 10 ár (2 x 5 ár)

Króatía: 10 ár (2 x 5 ár)

Slóvakía: 10 ár (s x 5 ár)

Tékkland: 10 ár (2 x 5 ár)

Ungverjaland: 10 ár (2 x 5 ár)

Búlgaría: 10 ár (2 x 5 ár)

Tyrkland: 10 ár (2 x 5 ár)

Grikkland: 5 ár

Ísrael: 7 ár

Frakkland: 10 ár (2 x 5 ár)

Pólland: 10 ár (2x 5 ár)

Bandaríkin: 8 ár* (að hámarki tvö heil 4 ára kjörtímabil)

Brasilía: 8 ár (2 x 4 ár)

Mexíkó: 6 ár (1x 6 ár)

Rússland: 12 ár samfellt (2 x 6 ár)

Suður-Afríka: 10 ár (2 x 5 ár)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.6.2012 kl. 20:25

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef tekið eftir því að þóru sinnar er ''Afþvíbara fólk'' Þóra hefir engar staðhaldar skoðanir og fólkið sem ætlar að kjósa hana er þessi afþví bara tegund af fólki. Flestir hugsandi menn nefna Ólaf, Herdísi og Andreu sem fólk sem talar að viti og með einhverja stefnu samkvæmt stjórnarskránni. Það er skítt að margir íslenskir ''afþvíbara'' kjósendur hafi ekki meira vit en þetta.

Valdimar Samúelsson, 10.6.2012 kl. 20:27

10 identicon

Valdimar Samúelsson, ég kýs Þóru m.a. af því að hún ætlar að gegna embættinu í sátt og samlyndi við íslensku þjóðina. Hún ætlar ekki að vera í stríði við þjóðina eins og Ólafur Ragnar er á hverjum degi.

Ef Ólafur Ragnar hefði þjóðina svona mikið með sér eins og menn vilja meina þá hefði hann 90 - 100% fylgi, er það ekki ???

Ég vil skilja við gamla, spillta, liðið sem stjórnaði landinu og setti það á hausinn. Ég vil horfa fram á við. Ólafur Ragnar tilheyrir gamla, spillta liðinu. Framtíðin er ekki björt með hann áfram á Bessastöðum.

Framtíðin er með nýju ungu fólki eins og Þóru og hennar fjölskyldu.

Þess vegna kýs ég Þóru og það er ekki bara "af því bara".

Láki (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 21:47

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.dv.is/frettir/2012/6/10/einn-af-thaulsaetnustu-thjodarleidtogum-heims/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 03:42

12 identicon

Anna Benkovic,þú virðist vera þrí-fjórsaga á ýmsum pistlum gagnvart Ólafi forseta.Mundu heilsuna,hún skiptir öllu máli.

Númi (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 09:18

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Númi minn, viltu nefna dæmi? Ég skil þig ekki.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband