Af hverju þarf svona oft fjölmiðla til?


Af hverju þarf svona oft fjölmiðla til?

Nú á að rjúka til handa og fóta eftir umfjöllun í kastljósi um meintan barnaníðing. Af hverju var ekki búið að gera eitthvað í þessu máli fyrir löngu?
Af hverju stoppaði Dómsmálaráðherra ekki Sýslumanninn á Selfossi þegar hann varð of uppboðsglaður fyrsta árið eftir hrunið fyrr en fjölmiðlar fóru að fjalla um málið. Af hverju gekk meintur og síðan dæmdur barnaníðingur laus i Vestmannaeyjum þrátt fyrir upptökur sem að öllum líkindum sönnuðu sekt hanns þar til fjölmiðlar fjölluðu um málið. Af hverju virtist ekkert vera að gerast varðandi umsókn tveggja ungra manna um lyf sem gæti bjargað lífi þeirra fyrr en fjölmiðlar fjölluðu um málið. Það kannast örugglega flestir við fréttir þar sem rannsókn hefst eftir umfjöllun í fjölmiðlum eða þegar ráðherrar stofna nefnd til að rannsaka mál sem koma aftan að þeim í fjölmiðlum. Það virðist skorta að stjórnendur og þingmenn séu látnir taka ábyrgð á gjörningum sínum. Er það vegna þess að það þorir engin að kast fyrsta steini, því næsti steinn gæti lent á þeim sjálfum, ættingja eða vini? Mikið er fjallað þessa dagana á vefmiðlum um meinta nauðgun á stúlku í Bandaríkjunum þar sem fjöldi manns átti að hafa verið vitni að atburðinum og deilir fólk um hvort vitnin voru eitthvað minna sek það sem þau aðhöfðust ekkert. Hvað finnst ykkur? Voru vitnin mynna sek? eða jafnvel saklaus?


mbl.is Barnaníðingur yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð hlið á málinu, bæði álit lögfræðingsins, sem veit sínu viti og hefur góða alhliða menntun um þessi mál, svo og að skoða komment æst múgsins sem rangtúlkar orð hennar algjörlega. Hún vill láta fyrirbyggja vandann með réttu viðhorfi og byrgja brunninn áður en börnin detta ofan í hann, en ráðist er á hana sem einhvern talsmann barnanýðinga. Við búum í sjúku og seku þjóðfélagi, en neitum að vitkast og læra. http://www.dv.is/frettir/2013/1/9/utskufun-barnanidinga-er-haettuleg/

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband