Barnaníðingar í útrýmingahættu!

Annsi væri ég til í að nota mörg ljót orð um orð Braga Guðbrandssonar þar sem hann talar um barnaníðing í útrýmingahættu eða með tilvitnun í grein mbl.is þann 16 jan 2013 "Barnaníðingarnir tveir sem verið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu eru af tegund sem er í útrýmingarhættu" Siðan bætir hann við samkvæmt sömu grein, "að íslenska kerfið sé mjög gott til að glíma við kynferðisbrot gegn börnum. „Við erum að rannsaka fleiri kynferðisbrot gegn börnum en í nokkru öðru landi í heiminum. Við fáum fleiri tilkynningar á þessu sviði en á öllum öðrum Norðurlöndum, margfalt fleiri. [...] Við höfum náð stórkostlegum árangri í meðferð þessar mála. Flest ríki Evrópu líta til okkar sem fyrirmyndarríkis í þessum málum.“ Hvernig dettur manninum í hug að nota orðið "útrýmingahættu" eins og það væri slæmt að þessir barnaníðingar myndu hverfa?

Hér eru stöðugt að koma upp ný mál varðandi kynferðisleg brot gagnvart börnum. Mál þar sem grunaðir og dæmdir barnaníðingar ganga frjálsir inn og út af stofnunum þar sem þeir geta átt greiðan aðgang að börnum. Það er ekkert virkt eftirlit með barnaníðungum, það er ekkert skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar megi ekki umgangast börn í einrúmi, það er nánast ekkert virkt kerfi sem leitar að níðingum á netinu, dæmdur barnaníðingur er uppvís að því að fara margsinnis inn á heimili fyrir börn og þrátt fyrir fjölda ábendinga þá eru lítil sem engin viðurlög, hvorki fyrir viðkomandi níðing né stjórnanda heimilisins.

Nei, Íslenska kerfið er ekki gott. Það að almenningur sé vakandi og umhugað um öryggi barn og þar með kæri oftar en gengur og gerist í öðrum ríkjum þýðir ekki að hér séu hlutirnir betri. Hvað eru margir t.d. sakfelldir af þeim sem eru sakaðir um barnaníð og hversu oft fremja dæmdir barnaníðingar á Íslandi aftur glæp gegn börnum? Ég held að þjóðfélagið ætti í raun að kalla eftir afsögn Braga Guðbrandssonar fyrir svona óábyrga yfirlýsingu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband