Undrabörnin í framsókn!

Sigmundur Davíð og hanns fylgisfólk eru örugglega undrabörn. Þau ætla að afnema Verðtrygginguna og gera íslensku krónuna það stöðuga og sterka að það þurfi ekki að hafa verðtryggingu, sem er í raun kjarni málsins. Ef krónan væri stöðug og sterk, þá þarf ekki Verðtryggingu. En hvernig Sigmundur Davíð og hanns fylgisfólk ætlar að gera Íslensku krónuna sterka og stöðuga hefur aldrei komið í ljós, en þau ætla að gera eitthvað sem engum hefur tekist síðan Ísland varð sjálfstætt ríki og það hlítur að teljast undur og stórmerkilegur hlutur. Eða er Sigmundur Davíð kannski fullur af innantómum loforðum, bulli og plati eins og þorri stjórnmálamanna á Íslandi virðast vera og þá sérstaklega þegar styttist í kosningar. Kæru Íslendingar, kjósum með huganum en ekki hjartanu og reynum að koma eins miklu bulli og hægt er út af Alþingi Íslendinga. Hlustum með gagnrýni í huga á öll loforðin og spyrjum okkur hvort við trúum þessum loforðum í raun og reynum að kjósa af sannfæringu en ekki óskhyggju

P.S. Hverjir seldu og keyptu Búnaðarbankann sem seinna varð kaupþing? Hvaða flokk tilheyrðu þeir sem náðu að sölsa til sín gömlu eignir sambandsins? Hvaða flokk tilheyrðu þeir sem hirtu sjóði Samvinnutrygginga?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband