Er Gunnar Bragi; heimskur, lygin eða kannski hvoru tveggja?

Er Gunnar Bragi; heimskur, lygin eða kannski hvoru tveggja?

Öll ríki ESB þurfa að samþykkja ný lög til þess að þau öðlist gildi, þannig að ef ESB myndi samþykkja ný lög sem tækju tillit til sérstöðu Íslands, þá myndi Ísland fá neitunarvald við inngöngu á lagabreytingum sem ættu að draga til baka lög sem hefðu verið samin með tilliti til sérstöðu Íslands. Ef Gunnar Bragi veit þetta ekki, þá gef ég ekki mikið fyrir hanns gáfur og ef hann veit þetta þá er hann sífelt að ljúga að þjóðinni, því hann hefur marg sagt að slíkum lögum gæti verið eitt með einu pennastriki. Ég haf líka þá trú að hin Norðurlöndin muni styðja okkur, eins og við munum styðja þau

mbl.is Fullkomlega óábyrgt að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir þú grýta úr glerhúsinu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 17:25

2 identicon

þú hlytur þá að koma manninum i skilning um þetta ,fyrst þu veist þetta svona vel :( ..enn ekki vera henda dónaskap i hann ,engin lærir af þvi  ??

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 17:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tveir til þrír Evrópuþingmenn sem Ísland myndi fá með neitunarvald yfir hinum rúmlega sjöhundruð?

Hah, kanntu annan betri brandara?

Ákveðinn þýskur leiðtogi stefndi að slíku markmiði fyrir löngu síðan, að hafa allt vald yfir Evrópu í hendi sér. Það fór ekki vel, hvorki fyrir þjóð hans né Evrópu.

Sem vekur upp spurningar um á hvaða lyfjum þeir eru eiginlega sem halda slíku fram og boða sem utanríkisstefnu fyrir Ísland.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2014 kl. 18:07

4 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Kristján B Kristinsson. ?

Ragnhildur H. Ég er nokkuð viss um að hann veit vel hvernig lög ESB eru, en hann kýs að blekkja fók Í anda framsóknarmanna og ef einhver er dóni, þá er það starfsmaður Íslensku þjóðarinnar sem lýgur að þjóð sinni

Guðmundur Ásgeisson. Lestu fréttir og þá gæti verið að þú yrði aðeins meira upplýstur. Írar hafa t.d. hafnað lögum sem urðu að fara aftur til Brussel. Vissir þú þetta kannski? en velur að fara sömu leið og Gunnar Bragi?

Jón Páll Haraldsson, 19.2.2014 kl. 18:47

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig er launamálum verkafólks háttað í raun, hjá reglugerðar-hjálpræðishernum í viðskiptabankaspillingar-veldinu ESB?

Hvernig ætli nýjasta parið í S-VG gæti komist frá að svara því?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.2.2014 kl. 20:49

6 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Anna, hvernig væri nú að lesa blöðin. Það var t.d. nýleg könnun í blöðunum þar sem það kemur í ljós að Íslendingar eru með laun í sama flokki og Grikkland, Króatía og Spánn.

P.S. Anna Sigríður, finnst þér að við Íslendingar getum sett okku á háan hest og gagnrýnt "viðskiptabankaspillingar" Við erum ekki enn búin að moka okkar flór

Jón Páll Haraldsson, 19.2.2014 kl. 21:16

7 identicon

Ertu illa þroskaheftur Jón?

Hér sakar þú fólk um vanþekkingu, en gerist sjálfur sekur um grófustu tegund af henni sjálfur.

Írar höfnuðu Lissabon sáttmálanum, en samþykktu hann síðan í annarri atvkæðagreiðslu. ESB lætur nefnilega kjósa þar til þeir fá sitt samþykki.

Veistu um hvað Lissabon sáttmálinn fjallar?

Hann tekur t.d. í burtu neitunarvald einstakra ríkja.

Hvernig væri að þú færir að eigin ráðum, og kynntir þér málin áður en þú prumpar svo rugli yfir fólk?

Hilmar (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 22:16

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Þeir höfnuðu ekki sáttmálanum sem slíkum. Það voru nokkur atriði sem þeir vildu breytingr á eða útskýringar - og fengu!

Þá var náttúrulega kosið aftur og samþyggt.

Samt sem áður má segja að málið hafi verið þannig vaxið að atriðin sem írar höfðu í huga voru óþarfa hræðsla. Var pumpað upp af andstæðingunum uppúr öllu valdi. En írar vildu samt sem áður fá ákveðnar staðfestingar á skilningi á nokkrum atriðum - og fengu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2014 kl. 23:19

9 Smámynd: rhansen

Guð hjálpi ykkur vinsti villtir ...og gagni ykkur vel i þokunni :(

rhansen, 20.2.2014 kl. 00:01

10 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Hilmar. Þegar Ísland sótti um aðild að ESB, þá urðu öll aðildaríkin að samþykkja umsóknina áður en viðræður gátu hafist. Margi hafa sagt bæði áður og á eftir að við sóttum um að nokkur lönd muni aldrei samþykkja sér samning við Ísland varðandi sjávarútveg og þar með gætum við aldrei fengið samning sem allar aðildarþjóðir væru tilbúnar að samþykkja og þar með gæti Ísland aldrei gengið inn í ESB, því allar aðildarþjóðirnar verða að samþykkja endanlegan samning til að Ísland fái inngöngu. Ert þú að segja að þetta sé ekki rétt?

Jón Páll Haraldsson, 20.2.2014 kl. 01:53

11 identicon

Ég er nú nokkuð viss um að að sauðkræklingurinn er bæði lygin og heimskur og ég held að það sem hrjáir rhansen, Hilmar, Önnu, Kristján, Guðmund og Ragnhildur sé ekki heimska, heldur heimsýniska....:)

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 08:16

12 identicon

Jón Páll: Smá misskilningur hjá þér.

Aðildarsáttmáli nýs ríkis er breyting á stofnsáttmálum ESB og öll ríkin þurfa að samþykkja.

Almenn löggjöf er oftast samþykkt með auknum meirihluta atkvæða. Með Lissabonsáttmálanum var neitunarvaldið afnumið í flestum málaflokkum og sáttmálinn leyfir að það verði afnumið á öllum sviðum nema varnar og öryggismálum án frekari sáttmálabreytinga.

Munurinn á undanþágu og sérlausn er að undanþága væri eitthvað sem væri bundið í aðildarsáttmálann sjálfan. Skýrslan gerir það ljóst (sem allri hefðu átt að geta sagt sér sjálfir með smá heimildaleit) að undanþágur eru ekki í boði.

Það er hinsvegar mögulegt að ná fram sérlausnum sem væru bundnar í almenna löggjöf og hægt að afnema án einróma samþykkis.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 17:04

13 identicon

...auk þess sem Evrópudómstóllinn getur fellt almenna löggjöf úr gildi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 17:05

14 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Hans, Ert þú að segja að sér samningar / lög varðandi einstök aðildaríki, flokkist sem almenn löggjöf?

Jón Páll Haraldsson, 20.2.2014 kl. 17:13

15 identicon

Í stuttu máli: Já. Ef það stendur ekki í sáttmálatextanum sjálfum er það almenn löggjöf.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 17:24

16 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Hans, Sérstök laga samþykkt yrði alltaf sett í sjálfan sáttmálann og aðildaþjóðirnar yrður síðan að samþykkja þann samning og lög

Jón Páll Haraldsson, 20.2.2014 kl. 18:08

17 identicon

Nei, Jón Páll. Það kom nú meðal annars fram í þessari blessuðu skýrslu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband