Svíar eru ánægðir í ESB



Ég var á fundi í morgun þar sem Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar var ræðumaður, þar sem innganga Svíþjóðar var málefni fundarins.  Þar kom fram að áður en Svíar sóttu um inngöngu, þá var mikill meirihluti Svía hlynntur inngöngu í ESB en á meðan viðræðurnar voru í gangi, þá snérist þetta við og meirihluti varð á móti inngöngu samkvæmt skoðunarkönnum. Síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu þá var mjög tæpur meirihluti sem samþykkti inngöngu.  I dag þá er aðeins einn flokkur sem er yfirlýstur andstæðingur ESB og það er flokkur sem er lengst til hægri. Þessi flokkur er einnig mjög á móti öllu sem ekki er Sænskt. Einnig er flokkur sem er lengst til vinstri með það á sinni stefnuskrá að vera á móti ESB en þeir lýsa því ekki yfir opinberlega lengur.

Eitt var mjög athyglisvert sem Carl Bildt benti á og það var að andstæðan jókst eftir því sem viðræðurnar héldu áfram, en útskýringin var skýr og einföld. Í viðræðuferlinu, þá var það ekki mikið í fréttum sem gekk vel að semja um, heldur það sem gekk ekki svo vel að semja um. Semsagt. Jákvæðu fréttirnar voru ekki í umræðunni, heldur neikvæðu fréttirnar og það stýrði síðan skoðunum fólks. Þetta minnir svolítið á herferð ESB andstæðinga hér á landi. Kasta út öllu neikvæðu, satt og logið og skapa þannig neikvæðan fréttaflutning

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Já það væri gaman að fá jákvæðar fréttir af samningaferlinu eða bara einhverjar fréttir. Þessir 11 kaflar sem búið er að loka voru allt kaflar sem lítið eða ekkert státaði á. Það hefur því verið hægt að tala um eitthvað jákvætt eða neikvætt í sambandi við samningaferlið nema þá kannski að það virðist ekkert hafa gengið síðustu 4 ár. Það væri gott innlegg í umræðuna að fá skýrslu um stöðu samningana. Þá hefði fólk eitthvað að tala um sem væri betra en þetta eilífa þras sem verið hefur í gangi.

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 14:29

2 Smámynd: Pétur Harðarson

Það hefur því "ekki" verið hægt... átti þetta að vera hjá mér í þriðju línu

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 14:31

3 identicon

Af hverju flyturðu þá ekki til Svíðjóðar og tekur þátt í ánægjuni með þeim?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 15:22

4 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Kristján,

mér sýnist þú passa vel við það sem ég skrifaði í lokin. Kannski vil ég að Íslendingar geti verið jafn ánægðir og Svíar og ég held að það þíði lítið fyrir mig að flytja til að losna frá aðilum eins og þér, því þú átt örugglega bræður í Svíþjóð. t.d í Hægri flokknum sem ég nefndi

Jón Páll Haraldsson, 19.3.2013 kl. 16:06

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það voru 52% Svíja sem voru hlynntir inngöngu á móti 48% á sínum tíma. Er það mikill meirihluti? Efasemdir almennings hafa aukist síðan þá og fleiri andsnúnir veru í bandalaginu. Meirihluti Svía er svo gegn upptöku Evru, ef það skyldi hafa farið framhjá þér. Sú staðreynd að þeir halda krónunní er líklega skýringin á að þeir eru ánægðari með síg en ella.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 21:05

6 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Jón Steinar. Lestu nú það sem stendur ínnan gæsalappanna "Síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu þá var mjög tæpur meirihluti sem samþykkti inngöngu." Ég sagði ekki að það hefði verið mikill meirihluti sem kaus inngöngu

Það fór ekki framhjá mér að Svíar höfnuðu Evru og bara til að þú farir ekki að bæta því við, þá veit ég líka að Danir höfnuðu Evru en Finnar tóku upp Evru. Svíar og Danir voru ekki með né eru með ónýta og verðlausa krónu eins og við Íslendingar!Danir hafa að vísu fest gengi Dönsku Krónunar við gengi Evrunar, en gengi Sænsku krónuna er frjálst (fljótandi)

Jón Páll Haraldsson, 19.3.2013 kl. 23:06

7 Smámynd: Pétur Harðarson

Jón Páll, er hægt að líta fram hjá að lítið sem ekkert hefur gerst í þessu samningaferli okkar síðustu 4 ár? Finnst þér það ekki áhyggjuefni og eitthvað sem þarf að athuga?

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 23:14

8 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Pétur, mér finnst staðan í raun mjög skrítin og ég skil ekki af hverju það var ekki byrjað á erfiðustu málunum sem eru Sjávarútvegs og Landbúnaðar kaflarnir, því það er nokkuð klárt í mínu huga að Ísland gengur aldrei inn í ESB ef þjóðin er ekki sátt við þá tvo kafla. Kannski var andstaða Jóns Bjarnasonar það sterk, því honum tókst að tefja málið ansi lengi með því að neita að gera sinn hlut. Eða, kannski er þetta bara hluti af alsherjar klúðri núverandi ríkistjórnar þar sem maður er farinn að efast um að þau hafi haft meirihluta fyrir nokkru af þeim stóru málum sem þau ætluðu að koma í gegn; ESB, Stjórnarskráin, Kvótinn og Sjávarútvegurinn og áfram má telja. Þau tala um málþóf stjórnarandstöðunar, en ef þau hafa skýran meirihluta, þá leggja þau fram frumvörp og láta síðan kjósa

Jón Páll Haraldsson, 19.3.2013 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband