Quisling og landráð

 

Fyrir nokkrum árum sá ég fræðslumynd um norska föðurlandssvikarann Quisling.  Það sem kom mér mest á óvart var að Quisling taldi sig í raun alla tíð vera að þjóna hag norsku þjóðarinnar.   Hann taldi að ef hann hefði ekki tekið að sér stjórn Noregs í nafni Nasista þá hefðu Þjóðverjar sjálfir tekið að sér stjórnina.  Það kom einnig fram í þessum þætti að Quisling var greinilega ekki gáfaður maður.  Hann hafði einfaldlega komist áfram í lífinu á peningavöldum fjölskildu sinnar

Nú ætla ég ekki að fara að ásaka neinn um útrásarvíking eða þá sem vilja semja um Icesave um að vera föðurlandssvikara.  En ég ætla að biðja alla íslendinga að horfa sér nær.  Hvað munu okkar sögubækur segja.  Verða Jóhanna og Steingrímur hetjur eða svikarar.  Verður orðið Víkingur, okkar Quisling? Hingað til hef ég alltaf verið stoltur af því að vera afkomandi Víkinga.  Verða börn- og barnabörn mín það ekki? 

Það er þjóðarhagur sem getur bundið okkur saman.  Ef við hugsum öll eingöngu um okkar eigin hag, þá verður ekkert til að binda okkur saman.  Ef við hinsvegar hugsum alltaf fyrst um þjóðarhag þá mun það hagnast okkur öllum að lokum.  Það sem við gerum núna verður dæmt í sögubókum og vonandi ekki greitt af okkar barna- og barna börnum.  Ekki keyra áfram í blindni til að staðfesta að þinn tími sé kominn.  Ekki keyra áfram í blindni til að sýna fram á að vinstri stjórn geti starfað á íslandi.  Ekki vera á móti vegna þess að þú ert í stjórnarandstöðu.  Kringum 1980 þá varð stjórnarkreppa eftir kosningar og þá kom til tals að mynda þjóðstjórn.  Þáverandi formaður Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson sagði þá í sjónvarpsviðtali að Alþýðubandalagið myndi fella hvert einasta frumvarp sem slík stjórn legði fram.  Það átti greinilega ekki að meta það hvort þessi frumvörp gætu verið þjóðinni til góðs.  Þessi sami Svavar Gestsson leiddi okkar Icesave viðræður við Hollendinga og Breta og þegar hann var búinn að undirrita þennan samning þá sagði hann við fjölmiðla að hann nennti ekki lengur að vera að tala um þennan samning því hann væri mjög góður og við ættum bara að sætta okkur við hann.  Svavar Gestsson var einn af að ég held, þremur íslendingum sem lét sér detta það í hug að nema hagfræði í gamla Austurþýskalandi.  Það er nú orðið nokkuð skírt í sögubókum hvernig sú hagfræði virkaði og sagan segir okkur líka hvaða hagsmunir hafa forgang hjá Svavari Gestssyni.

Langflest umferðaslys orsakast af mannlegum mistökum.  Kraftmikill BMW orsakar ekki slys.  Það er bílstjórinn sem keyrir mun hraðar en hann ræður við.  Mér finnst erfitt að kenna sölu á ríkisbönkunum um hvernig fór.  Það voru ekki gömlu bankarnir sem settu okkur í þá stöðu sem við erum í núna.  Það var græðgi, tillitsleysi, hroki og bílstjórarnir sem fóru hraðar en þeir réðu við.

Ég hef alla tíð verið stoltur af að vera Íslendingur og afkomandi Víkinga.  Ég vil geta verið það áfram.  Ég hef nánast alltaf verið mjög ósammála stefnu Ögmundar Jónassonar.  En ég get sagt það með sönnu að ég er stoltur af að vera samlandi hans.  Hanns hugur er fyrst og fremst fyrir hag Íslands.

Hugsum nú öll sem eitt um hag íslands og spyrjum okkur hvort við séum tilbúin að vera Quisling íslands í þeim sögubókum sem okkar börn, barnabörn og komandi kynslóðir eiga eftir að lesa

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband