Færsluflokkur: Bloggar

Allir veggir hafa tvær hliðar

 

Þeir sem vilja setja upp veggi til að halda einhverju úti, verða að átta sig að sömu veggir geta líkað haldið einhverju inni. Ef við lokum á útlönd, geta útlönd lokað á okkur. Málið er ekki að banna útlendingum að fjárfest á Íslandi. Málið er að hafa skýr lög um t.d. hvernig eigi að nýta t.d. jarðir. Á að vera búskilda og ef svo, þá gilda þau lög fyrir alla, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar. Það eru t.d. þó nokkrir útrásavíkingar sem ég mindi ekki treysta til að bera hag þjóðar fram yfir sínum þegar kemur að jarðeignum eða öðrum eignum á Íslandi


mbl.is „Ísland á að vera eign þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn fengu fullt sjálfstæði frá Svíum 1905

Norðmenn fengu fullt sjálfstæði frá Svíum 1905 eftir að hafa verið með heimastjórn en undir Sænska koungsríkinu frá 1814. Prins Ólafur sem varð síðan konungur Noregs og einn virtasti og elskaður konungur í Evrópu og faðir núverandi konung Haralds var 3 ára þegar hann kom til Noregs frá Danmörk
mbl.is Norðmenn fagna 200 ára sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að treyst Íslenskum stjórnvöldum?


Það versta er að það hentar ESB andstæðingum og ríkisstjórninni vel að halda uppi deilum við ESB, þannig að maður veit ekki hvort Íslensk stjórnvöld séu í raun að ná samningi eða haldi upp háum kröfum til að koma í veg fyrir samning. Eftir það sem er undangengið upp á síðkastið, þá finnst mér vonlaust að treysta þeim


mbl.is Makrílsamkomulag staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er rétt að láta fiskvinnslufólk og annað launafólk vera í ábyrgð fyrir útgerðunum?

Er rétt að láta fiskvinnslufólk og annað launafólk vera í ábyrgð fyrir útgerðunum?

Helstu rök þeirra sem vilja halda krónunni er að það sé nauðsynlegt að hafa eigin gjaldmiðil sem hægt sé að lækka þegar kreppir að í hagkerfinu. Með þessum rökum þá er verið að ætlast til að almenningur sé í ábyrgð fyrir útflutningsgreinunum og þá sérstaklega útgerðinni. Ef t.d. sjávarútvegurinn lendir í miklum vandræðum, þá er hægt að laga þeirra hlut með því að lækka / fella gengið og þar með aukast krónu tekjur útgerðanna, en þessi tekjuaukning útgerðanna er ekki að kostnaðarlausu, því verð á öllum innfullum vörum hækka og verðtryggðar skuldir hækka. Allt hækkanir sem lenda á fiskvinnslufólkinu og öðru launafólki.  Auðvitað eiga útgerðirnar bara að fara á hausinn eins og önnur fyrirtæki ef þær eiga ekki fyrir skuldum. Fiskurinn fer ekki þó útgerðin fari. Það var ekki rétt að launafólk þyrfti að borga fyrir bankahrunið og það er ekki rétt að lát það vera í ábyrgð fyrir útgerðina


Útskýringar Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga eru nánast kjánalegar

Útskýringar Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga eru nánast kjánalegar. Þeir segja að það ætti að vera öllum ljóst að báðir flokkar væru á móti inngöngu í ESB og þar með væri algjörlega ómögulegt fyrir þá að semja við ESB og þar með þyrfti. T.d. Bjarni Ben ekki að standa við nein loforð

Frá því að Ísland fékk fullt sjálfstæði hafa allar ríkisstjórnir verið myndaðar af tveimur eða fleirum flokkum. Gefum okkur að:

Flokkur 1 hafi a.b og c sem aðal stefnumál samkvæmt samþykkt flokkþings þess flokks.

Flokkur 2 hafi d.e og f sem aðal stefnumál samkvæmt samþykkt flokkþings þess flokks.

Landsfundur flokks 1 hefur lýst því yfir að þeir séu andstæðingar stefnumálum flokks 2 og flokkur 2 hefur sömuleiði lýst því yfir að þeir séu andvígir stefnumálum flokks 1. Flokkur 1 og flokkur 2 mynda síðan ríkisstjórn.  Með rökum Sigmundar Davíðs, Bjarna Ben og Gunnars Braga þá þurfa flokkarnir síðan ekkert að standa við stofnsáttmálann, því öllum átti að vera ljóst að samkvæmt landsþingi þeirra þá hefðu þeir alltaf verið á móti þessum málum og það væri ekki eðlilegt að að ætlast til að þeir störfuðu heilshugar við mál sem væru gegn samþykkt landsþings


Stolin sæti á þingi

Stolin sæti á þingi

Mér finnst að það vanti í umræðuna núna að Sjálfstæðisflokkurinn var í aðdraganda landsþings Sjálfstæðisflokksins með 37% - 39% fylgi í flest öllum skoðunarkönnunum og þannig hafði það verið í talsverðan tíma. Fylgi flokksins hrundi síðan eftir landsfundinn og var komið niður í ca 20% og hver veit hvort stefnan var á leið lengra niður. Bjarni Ben snéri síðan þessari þróun við í frægu viðtali, með því að taka það skýrt fram að hann teldi að það ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB. Margir snérust og þar með ég og kusu síðan Sjálfstæðisflokkinn, en þá má segja að án þessa loforðs, þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn hlotið algjört afhroð, en nú tala Sjálfstæðismenn aftur um landsfundinn eins og ekkert hafi breyst eða gerst síðan hann var haldinn og algjörlega búnir að gleyma (eða hundsa) hvað olli viðsnuningnum og tryggði fleiri sæti á þingi. Sæti sem væru ekki þarna án loforðsins. Það mætti einnig minna á að Framsókn var með +/- 10% fylgi þar til þeir fóru að lofa skuldaleiðréttingu, þannig að þeir voru ekki kosnir á þing aðalega vegna ESB afstöðu sinnar

Eru andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB hættulegir lýðræðinu?

Eru andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB hættulegir lýðræðinu?

Andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við ESB hafa gefið sér þær fyrirfram ákveðnar niðurstöður af viðræðum um inngöngu Íslands í ESB að það geti aldrei orðið til hagstæður samningur fyrir Ísland. Þeir benda síðan á skoðana kannanir og segja að meirihluti Íslendinga sé á móti inngöngu og þar af leiðandi sé það alger óþarfi að eyða peningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvar enda þessi rök? Þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þá gaf kona frá Vestmannaeyjum kost á sér gegn Vigdísi. Allar skoðana kannanir bentu til þess að þessi kona fengi 1-3%atkvæða í kosningum, sem varð síðan raunin. Svipuð staða hefur komið upp varðandi sér framboð til Alþingis, þar sem skoðanakannanir benda til þess að ýmis framboð hafi enga möguleika á að koma einstaklingi inn á þing. Megum við á þessum forsendum þá reikna með því að Framsóknarmenn og sumir Sjálfstæðismenn í núverandi ríksstjórn Íslands, muni banna öll framboð til Forseta eða Alþingis, ef skoðanakannanir benda ekki ótvírætt til sigurs? Ég var verulega ósáttur við að einstaklingar gætu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð miljónir króna í vonlaus framboð, en lýðræði kostar! Það verður að virða rétt allra, líka þegar maður er ósammála

Andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslu segja að samkvæmt skoðanakannana sé yfir 50% þjóðarinnar á móti inngöngu og þar af leiðandi sé það sóun á peningum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þeir eru tilbúin að vitna í þessi + 50% af hverju eru þeir þá ekki til í að virða að +/- 70% Íslendinga vilja þjóðaratkvæðagreiðslu? 

Hvernig ætli Bjarni Ben útskýri "Lýðræði" fyrir börnum sínum?

Hvernig ætli Bjarni Ben útskýri "Lýðræði" fyrir börnum sínum?

Hvernig ætli Bjarni Ben útskýri "Lýðræði" fyrir börnum sínum? Maður gæti ímyndað sér hanns útskýringu einhvernveginn á þennan ver. "Kæru börn, í dag þá er lýður fólks sem eru þjónar Davíðs Oddssonar eða félagar í Framsóknarflokknum sem ræður öllu á Alþingi Íslending og þar sem þessi lýður ræður öllu, þá er "Lýðræði" á Alþingi Íslendinga"


Er Gunnar Bragi; heimskur, lygin eða kannski hvoru tveggja?

Er Gunnar Bragi; heimskur, lygin eða kannski hvoru tveggja?

Öll ríki ESB þurfa að samþykkja ný lög til þess að þau öðlist gildi, þannig að ef ESB myndi samþykkja ný lög sem tækju tillit til sérstöðu Íslands, þá myndi Ísland fá neitunarvald við inngöngu á lagabreytingum sem ættu að draga til baka lög sem hefðu verið samin með tilliti til sérstöðu Íslands. Ef Gunnar Bragi veit þetta ekki, þá gef ég ekki mikið fyrir hanns gáfur og ef hann veit þetta þá er hann sífelt að ljúga að þjóðinni, því hann hefur marg sagt að slíkum lögum gæti verið eitt með einu pennastriki. Ég haf líka þá trú að hin Norðurlöndin muni styðja okkur, eins og við munum styðja þau

mbl.is Fullkomlega óábyrgt að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofa þingmenn ekki Íslensku þjóðinn hollustu þegar þeir taka þingsæti?

"Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, ritaði í Morgunblaðið í dag þar sem hann sagði þingmanninn hóta að ef ákveðið yrði í þjóðaratkvæði að halda umsóknarferlinu áfram myndi ríkisstjórnin gera það sem í hennar valdi stæði til þess að skemma fyrir ferlinu."

"Skemma fyrir viðræðum" Segir Ásmundur Einar, þrátt fyrir að fyrirliggi að þjóðin vilji að viðræðum sé haldið áfram. Veit Ásmundur Einar ekki hvaðan hann fær sín laun og fyrir hverja hann er að vinna. Það er því miður svo að Ásmundur Einar og margir aðrir þingmenn skilja ekki fyrri hverja þeir eru í rauna að vinna og það er Íslenska þjóðin. Það er  svívirðing gagnvart Íslennsku þjóðinni að segja að hann og ríkisstjórnin muni berjast gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og hann lýsir því yfir að hann sé tilbúinn að "skemma" viðræður og þar með ganga gegn hag Íslensku þjóðarinnar. Lofa þingmenn ekki Íslensku þjóðinn hollustu þegar þeir taka þingsæti?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband