3.3.2013 | 15:30
Ert þú, meðvirkur, þáttakandi eða dragbítur?
Heimurinn breytist stöðugt með eða án þinnar þáttöku. Hver er þú? Ert þú, meðvirkur, þáttakandi eða dragbítur
Hugsið ykkur IBM (International Business Machines) ef það fyrirtæki hefði ekki breytst og væri enn að framleiða Ritvélar. Það væri auðvitað farið á hausinn fyrir löngu.
Flest fólk þrífst í því öryggi sem það þekkir og merkilega oft þá helst fólk í slæmu umhverfi vegna þess að það þorir ekki að leyta út fyrir þann öryggisramma sem það þekkir. Þetta vandamál er t.d. vel þekkt hjá konum sem búa við heimilisofbeldi.
Óttinn við breytingar hefur oft verið mannkynsins vesti óvinur. Að spyrna niður fótunum og þrjóskast á móti breytingum sem eru að gerast hvort heldur sem þú tekur þátt eða ekki geta ekki verið neinum til góðs. Þeir sem spyrna niður fótunum enda alltaf með að sitja eftir. Vissulega er til fólk sem þrífst og líkar vel við sitja eftir og að ferðast um á hestvagni með eitt hestafl, en fjöldinn vill samt ferðast í góðum bíl með um eða yfir 100 hestöfl í húddinu. Það á ekki að þvinga neinn til að yfirgefa það sem viðkomandi vill, nema viðkomandi sé að vald öðrum skaða í leiðinni, en þeir einstaklingar sem ekki vilja breytingar eiga ekki heldur að koma í veg fyrir þróun og breytingar annara. Því miður virðist sú staða að vera sterkari og sterkari hér á Íslandi að þeir sem ekki vilja eða þora að breyta séu að stjórna þróun mála á Íslandi í dag. Tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa í dag sem sína stefnu að breyta engu og helst að færa hlutina mörg ár aftur í fortíðina. Það er vissulega mjög mikilvægt að breyta ekki bara til að breyta, en umheimurinn er breyttur og er alltaf að breytast og sú einangrunarstefna sem bæði Sjálfstæðismenn og Framsókn boða núna eru hreint og beint hættuleg þjóðinni. Öflin á bakvið báða flokkana eru öfl sem eru fyrir löngu búin að gera sér sterka stöðu innan þjóðfélagsins byggt á núverandi kerfi. Þeir hafa haslað til sín gömlu sambands fyrirtækin, kvótann og þrífast á vertryggingunni. Þetta kerfi hentar þessum hópum mjög vel, þó að það stríði mjög gegn hagsmunum almennings. Þeir nota síðan stöðu sína í dag til að höfða til hjarta en ekki hugsunar þjóðarinnar. Þeir sækja fylgi í tilfinningar fólks og plata það til að horfa fram hjá því að Ísland sé að færast aftur til 1 hestaflsins, þrátt fyrir að þeir sjálfir séu komnir með 300 hestöfl. Íslenska krónan hefur aldrei verið stöðugur gjaldmiðill síðan Ísland fékk sjálfstæði og hún hefur gegndarlaust verið misnotuð af stjórnmálamönnum og atvinnulífinu á kostnað launþegana. Viljum við virkilega ekki breytingar?
Ég sé því miður ekki neinn einn flokk þar sem frambjóðendur þess sýna að þeir séu fyrst og fremst aðilar sem séu að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar eins og allir frambjóðendur ættu auðvitað að vera. Það eiga ekki að vera frambjóðendur fyrir sérhagsmuni. Það eiga bara að vera frambjóðendur fyrir Ísland.
Við verðum öll að kjósa með huganum í næstu kosningum og ekki láta áróður sérhagsmunans hafa áhrif í tilfinningar og spyrjum okkur áður en við kjósum. Hver er ég? Er ég þáttakandi, meðvirkur eða dragbítur og fyrir hvern er ég að kjósa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.