Lausn fyrir Líðræðið

Lausn fyrir Líðræðið

Þorgerður Katrin kom í dag með mjög góða hugmynd. Hún lagði fram tillögu á Alþingi í dag að kosið yrðir samhliða Alþingiskosningum um hvort það ætti að halda viðræðum við ESB áfram. Þetta væri mun ódýrara en að halda sérstakar kosningar seinna og þá væru líka skilaboðin skýr frá þjóðinni. Þá getur fólk kosið þann flokk sem það trúir varðandi skatta og skuldamál en um leið kosið hvort það vill klára ESB viðræðurnar eða ekki. Ég get ekki séð neinn flokk vera á móti þessu, þar sem allir flokkarnir hafa hingað til stutt þetta á einn eða annan hátt. Framsókn er búinn að segja þetta lengi. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði þetta á s.l. landsfundi. VG ályktaði þetta á þeirra landsfundi og ekki vænti ég þess að Samfylkingin standi á móti þessu, þótt þeir hafi kannski einhverjar væntingar um atkvæði ESB sinnaðra Sjálfstæðismanna

Svíar eru ánægðir í ESB



Ég var á fundi í morgun þar sem Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar var ræðumaður, þar sem innganga Svíþjóðar var málefni fundarins.  Þar kom fram að áður en Svíar sóttu um inngöngu, þá var mikill meirihluti Svía hlynntur inngöngu í ESB en á meðan viðræðurnar voru í gangi, þá snérist þetta við og meirihluti varð á móti inngöngu samkvæmt skoðunarkönnum. Síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu þá var mjög tæpur meirihluti sem samþykkti inngöngu.  I dag þá er aðeins einn flokkur sem er yfirlýstur andstæðingur ESB og það er flokkur sem er lengst til hægri. Þessi flokkur er einnig mjög á móti öllu sem ekki er Sænskt. Einnig er flokkur sem er lengst til vinstri með það á sinni stefnuskrá að vera á móti ESB en þeir lýsa því ekki yfir opinberlega lengur.

Eitt var mjög athyglisvert sem Carl Bildt benti á og það var að andstæðan jókst eftir því sem viðræðurnar héldu áfram, en útskýringin var skýr og einföld. Í viðræðuferlinu, þá var það ekki mikið í fréttum sem gekk vel að semja um, heldur það sem gekk ekki svo vel að semja um. Semsagt. Jákvæðu fréttirnar voru ekki í umræðunni, heldur neikvæðu fréttirnar og það stýrði síðan skoðunum fólks. Þetta minnir svolítið á herferð ESB andstæðinga hér á landi. Kasta út öllu neikvæðu, satt og logið og skapa þannig neikvæðan fréttaflutning

HVERJU TAPAR ÞÚ Á INNGÖNGU Í ESB?

Hverju tapa Sjálfstæðismenn á inngöngu í ESB?
Hverju tapa Framsóknarmenn á inngöngu í ESB?
Hverju tapa útgerðamenn á inngöngu í ESB?
Hverju tapa bændur á inngöngu í ESB?

HVERJU TAPAR ÞÚ Á INNGÖNGU Í ESB?

FYRIR HVERN ÆTLAR ÞÚ AÐ KJÓSA?

Úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum

Sent til Sjálfstæðisflokksins í dag kl 15:55 
 
Úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum

Ágæti viðtakandi,

Ég Jón Páll Haraldsson, segi mig hér með úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta geri ég nú eftir að hafa verið félagi í Sjálfstæðisflokknum í 38 eða 39 ár. Ég leit alltaf á Sjálfstæðsflokkinn sem flokk einstaklingsframtaksins, en ég get því miður ekki séð annað en að flokkurinn sé í dag stjórnarð af sérhagsmunum fárra einstaklinga  og sérhagsmunasamtaka. 

Sú ákvörðun sem var tekin á Landsþingi Sjálfstæðisflokksins að loka á alla frekari umræðu við ESB og þann sýndarleik að ætla eingöngu að hefja umræður aftur eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess þó að setja nein tímatakmörk er ekkert annað en hrein svívirðing við þá einstakling innan Sjálfstæðisflokksins sem vill ganga inn Í ESB ef ásættanlegur samningu biðst. Einnig vil ég nefna þá ótrúlegu ályktun að ætla að loka fyrir aðgang að upplýsingum með því að loka Evrópustofu. Að loka á upplýsingar í anda einræðis- eða kommúnistaríkis er öllum sjálfstæðismönnum sem studdu þessa ákvörðun til skammar.

Virðingarfyllst

Jón Páll Haraldsson


Ég skora á Bjarna að lofa því að hann segi af sér ef Sjálfstæðisflokkurinn fær minna en 30% fylgi í næstu kosningum

Samfylking og VG fengu mjög óeðlilegt fylgi í síðustu kosningum sem kom mjög mikið frá vantrausti á sjálfstæðis og framsókn frekar en trausti á samfylkingunni og VG. Nú er staðan öfug. Mjög stór hluti þjóðarinnar treystir ekki Samfylkingunni og VG, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera með viðbótar fylgi frá þeim aðilum, en svo virðist ekki vera. Framsókn virðist miðað við skoðanarkannanir vera að ná þessum óánægju atkvæðum, en það getur (vonandi) breyst þegar að kosningunum kemur, en ég held að allt fylgi undir 35% til sjálfstæðisflokksins verði að flokka sem lélegt og ef fylgið fer niður fyrir 30% þá er það afhroð. Hvað ætla Bjarni að segja eða gera þá? Mun hann vera maður til að viðurkenni sitt klúður og hugsa um hag sjálfstæðisflokksins umfram sinn eigin metnað og segja af sér? Ég skora á Bjarna að lofa því að hann segi af sér ef Sjálfstæðisflokkurinn fær minna en 30% fylgi í næstu kosningum
mbl.is Landsfundurinn sterkasta vopnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MESTA VANVIRÐING OG MANNRÉTTINDABROT SEM HÆGT ER AÐ HUGSA SÉR ÁRIÐ 2013

Ég skil ekki hvernig Vigdís og aðrir sem eru á sama máli og hún varðandi Evrópustofu voga sér að segja með þessum hætti að Íslendingar séu of heimskir til að hlusta á eða kynna sér á annan hátt þær upplýsingar sem Evrópustofa hefur upp á bjóða og taka síðan sjálfstæða ákvörðun í framhaldið. Mér þykir þetta með því ógeðslegasta sem er verið að gera í dag. Það er verið að fara margar aldir aftur í tímann, þegar kirkjan vildi helst að sem allra fæstir væru læsir, þannig að fólk gæti ekki gagnrýnt Biblíuna af þekkingu. Þau segja að það eigi að efla menntun á Íslandi og á sama tíma vilja þau ritskoða og hefta aðgengi að upplýsingum. Ég les blöðin daglega, hlusta á fréttir og reini að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi og erlendis. Margt af því sem ég sé og heyri er rangt og oft er erfitt að átta sig á því hvað er satt og hvað ekki, en það er ekki lausnin að loka á alla fjölmiðla til að koma í veg fyrir að ég þurfi eða geti dæmt sjálfur hverju ég vil trúa og hverju ekki. SVONA ER EIN MESTA VANVIRÐING OG MANNRÉTTINDABROT SEM HÆGT ER AÐ HUGSA SÉR ÁRIÐ 2013 þegar allir eiga að hafa jafnan rétt til menntunar og tjáningarfrelsis, Sjöundi kafli Stjórnarskrár Íslands er svokallaður mannréttindakafli. Þar er meðal annars kveðið á um að ekki skuli lögleiða nema hefðbundna ritskoðun, og þá aðeins til að tryggja allsherjarreglu eða öryggi ríkisins. Pyndingar og nauðungarvinna eru bannaðar með öllu.

Takk fyrir! þú sem ég þekkti ekki, en samt er þú hluti af mér.

Takk fyrir! þú sem ég þekkti ekki, en samt er þú hluti af mér.

Fyrir rúmum 13 mánuðum fékk ég nýtt hjarta að gjöf frá einstaklingi og / eða hans aðstandendum. Með þessari gjöf var mér og jafnvel fimm öðrum gefið líf, eftir líf annarar manneskju. Er hægt að gefa stærri gjöf en að gefa líf eftir sitt líf? 

Þegar 12 mánuðir voru liðnir frá því að ég fékk nýja hjartað, fór ég í sýnatöku og kransæðarnar voru þræddar. Höfnun var 0 og kransæðarnar hreinar. Þrýstingur á milli hjarta og lungna var einnig góður. Það eina var að ég var með einhverjar innri bólgur sem drógu verulega úr allri orku hjá mér. Lyfjum var breytt, hætt og öðrum bætt við og núna um hádegi í dag var ég að fá þær niðurstöður úr blóðprufum gærdagsins að það sem ekki er komið í fullkomið lag, er næstum því komið í fullkomið lag. Semsagt frábærar fréttir, en ég var reyndar ekkert hissa á þessum niðurstöðum, því ég verð að fara all mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegan styrk og vellíðan. Ég þarf auðvitað að vinna upp slaka vöðva og lélegt þrek vegna æfingaskorts, en ég finn að nú hef ég styrkinn til að halda í það ferðalag, þökk sé þeim sem ég þekkti ekki en er samt hluti af mér nú

Framfarir við líffæraflutninga eru ótrúlega miklar og lífslíkur þeirra sem fá gefins líffæri aukast með hverjum degi, en því miður er enn mikill skortur á líffæragjöfum. Samkvæmt könnunum á Íslandi, er ekki skortur á líffæragjöfum einstaklinga, heldur aðstandenda, því kannanir sýna að um og yfir 90% Íslendinga vilja vera líffæragjafar, en aðeins rúm 40% aðstandenda samþykkja líffæragjöf þegar á reynir. Þetta er auðvitað ekkert skrítið. Það er ein hræðilegasta stund hvers og eins að standa frammi fyrir því að einhver náinn er í raun dáin og þurfa síðan að fara að taka skýrar og vel hugsaðar ákvarðanir ofan í sorgina. Þess vegna er það svo mikilvægt að allir segi sínum nánustu frá sínum óskum, hvort heldur sem fólk vill eða vill ekki gefa líffæri sín. Þá þurfa aðstendur ekki að reyna að átta sig á hvað hefði verið vilji hins látna, heldur að uppfylla óskir þeirra. 

Sumir telja kannski að þeir geti ekki verið líffæragjafar vegna sjúkdóma sinna. Það getur verið rétt, en til gamans þá vil ég nefna ég þekki konuna sem fékk lokurnar úr mínu gamla hjarta sem var jú ónýtt.

Eru ættbálkadeilur á Íslandi?


Nýlega sat ég á kaffistofu þar sem nokkur fjöldi manns var staddur og umræðurnar gengu út vandræði "þriðja" heimsins svokallaðan. Eitt af því sem koma fram í þessum umræðum var sú skoðun að ættbálka deilur væru helstu vandamálin í mörgum af þessum löndum. Þar sem menn væru réttdræpir fyrir það eitt að tilheyra röngum ættbálk og þótti fólki þetta merki um ótrúlega vanþróað fólk og menningar. Eftirá fór ég að hugsa aðeins um þetta með tilliti til Íslands. Hvernig erum við? Hér hleypur fólk í skotgrafir um leið og ákveðin orð eða setningar heyrast um ákveðið fólk eða flokka. Það er ekki hlustað á það sem er sagt, því það má ekki vera sammála þessum "ranga" aðila. Það muna eflaust margir eftir því hvernig sveitaböll voru hér áður. Menn slógust við aðra menn, vegna þess að þeir komu frá ákveðnum, bæ, hrepp eða bæjarfélagi. Það var ekki verið að slást við einstakling heldur heimilisfang og enn erum við að, í anda ættbálkanna í "þriðja heiminum. Hugsið ykkur að á Alþingi eru oft setið á mjög góðum hugmyndum sem gætu verið verulega góðar fyrir þjóðina, en þar sem upphaflega hugmyndin kemur ekki frá réttum aðila, þá er ekki hægt að vinna með hana á neinn hátt, því hrós gæti farið á rangan stað.  Það er gott að vera gagnrýnin, en prófum að standa fyrir framan spegil þegar við gagnrýnum

Ég get lofað því að ef ég kemst á þing þá munu laun einstaklinga hækka um 100.000 kr á mánuði

Ég get lofað því að ef ég kemst á þing þá munu laun einstaklinga hækka um 100.000 kr á mánuði, skattar munu lækka um 50% og skuldir allra verða afskrifaðar !

En mun einhver vera svo einfaldur að trúa mér? Framsókn lofar að afnema verðtryggingu, afskrifa skuldir og gera krónuna sterka og stöðuga. Ég sé því miður ekki mikinn mun á mínu bull loforði og þeirra. Það má ekki láta þá komast upp með svona!! Þeir hafa aldrei komið með trúanlega skýringu á því hvernig þeir ætla að gera krónun sterka og stöðuga og öll loforð þeirra verða að engu ef þeir geta ekki gert það

Ert þú, meðvirkur, þáttakandi eða dragbítur?



Heimurinn breytist stöðugt með eða án þinnar þáttöku. Hver er þú? Ert þú, meðvirkur, þáttakandi eða dragbítur

Hugsið ykkur IBM (International Business Machines) ef það fyrirtæki hefði ekki breytst og væri enn að framleiða Ritvélar. Það væri auðvitað farið á hausinn fyrir löngu.

Flest fólk þrífst í því öryggi sem það þekkir og merkilega oft þá helst fólk í slæmu umhverfi vegna þess að það þorir ekki að leyta út fyrir þann öryggisramma sem það þekkir. Þetta vandamál er t.d. vel þekkt hjá konum sem búa við heimilisofbeldi. 

Óttinn við breytingar hefur oft verið mannkynsins vesti óvinur. Að spyrna niður fótunum og þrjóskast á móti breytingum sem eru að gerast hvort heldur sem þú tekur þátt eða ekki geta ekki verið neinum til góðs. Þeir sem spyrna niður fótunum enda alltaf með að sitja eftir. Vissulega er til fólk sem þrífst og líkar vel við sitja eftir og að ferðast um á hestvagni með eitt hestafl, en fjöldinn vill samt ferðast í góðum bíl með um eða yfir 100 hestöfl í húddinu. Það á ekki að þvinga neinn til að yfirgefa það sem viðkomandi vill, nema viðkomandi sé að vald öðrum skaða í leiðinni, en þeir einstaklingar sem ekki vilja breytingar eiga ekki heldur að koma í veg fyrir þróun og breytingar annara. Því miður virðist sú staða að vera sterkari og sterkari hér á Íslandi að þeir sem ekki vilja eða þora að breyta séu að stjórna þróun mála á Íslandi í dag. Tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa í dag sem sína stefnu að breyta engu og helst að færa hlutina mörg ár aftur í fortíðina. Það er vissulega mjög mikilvægt að breyta ekki bara til að breyta, en umheimurinn er breyttur og er alltaf að breytast og sú einangrunarstefna sem bæði Sjálfstæðismenn og Framsókn boða núna eru hreint og beint hættuleg þjóðinni. Öflin á bakvið báða flokkana eru öfl sem eru fyrir löngu búin að gera sér sterka stöðu innan þjóðfélagsins byggt á núverandi kerfi. Þeir hafa haslað til sín gömlu sambands fyrirtækin, kvótann og þrífast á vertryggingunni. Þetta kerfi hentar þessum hópum mjög vel, þó að það stríði mjög gegn hagsmunum almennings. Þeir nota síðan stöðu sína í dag til að höfða til hjarta en ekki hugsunar þjóðarinnar. Þeir sækja fylgi í tilfinningar fólks og plata það til að horfa fram hjá því að Ísland sé að færast aftur til 1 hestaflsins, þrátt fyrir að þeir sjálfir séu komnir með 300 hestöfl. Íslenska krónan hefur aldrei verið stöðugur gjaldmiðill síðan Ísland fékk sjálfstæði og hún hefur gegndarlaust verið misnotuð af stjórnmálamönnum og atvinnulífinu á kostnað launþegana. Viljum við virkilega ekki breytingar?

Ég sé því miður ekki neinn einn flokk þar sem frambjóðendur þess sýna að þeir séu fyrst og fremst aðilar sem séu að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar eins og allir frambjóðendur ættu auðvitað að vera. Það eiga ekki að vera frambjóðendur fyrir sérhagsmuni. Það eiga bara að vera frambjóðendur fyrir Ísland. 

Við verðum öll að kjósa með huganum í næstu kosningum og ekki láta áróður sérhagsmunans hafa áhrif í tilfinningar og spyrjum okkur áður en við kjósum. Hver er ég? Er ég þáttakandi, meðvirkur eða dragbítur og fyrir hvern er ég að kjósa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband